Vatnsverndarsvæði Norðurorku – Kaupangsveita Eyjafjarðarsveit

Grein/Linkur: Vatnsverndarsvæði

Höfundur: Norðurorka

Heimild:  

.

.

Vinnslusvæði/vatnsverndarsvæði Norðurorku

Kalda vatnið flokkast sem matvara og því eru gerðar strangar kröfur um vatnsvernd.

Í kringum vinnslusvæðin hafa verið skilgreind vatnsverndarsvæði og ræðst stærð og lögun þeirra af landfræðilegum aðstæðum.  Vatnsverndarsvæði skiptast í brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði og eru þau skilgreind nánar í reglugerð.

Eyjafjarðarsveit – Kaupangsveita

Haustið 2020 keypti Norðurorka Kaupangsveitu sem sér íbúum í Eyjafjarðarsveit, frá Austurhlíð suður að Þverá, fyrir neysluvatni. Vatnið kemur úr tveim vatnstökustöðum í 194 metra hæð yfir sjávarmáli.

Aðstæður við þessa vatnstökustaði eru ekki traustvekjandi, með tilliti til mengunar frá yfirborðsvatni í leysingum. Því er dálitlum erfiðleikum bundið að gera þá örugga þar sem báðir þessir vatnstökustaðir eru undir sprungnu klettabelti. Hætta er á að yfirborðsvatn leiti niður í þessar sprungur og stutt er í grunnvatnsstrauma.

Til að gera vatnið frá vatnsbólunum öruggt til neyslu var farið í endurbætur á Kaupangsveitu árið 2021. Þá var ákveðið að leiða vatnið í gegnum lýsingartæki áður en það fer út á veituna.

Það vantar því töluvert uppá að lindirnar anni eftirspurn og því nauðsynlegt að fá sjálfkrafa vatn frá Vaðlabyggð inná veituna eftir þörfum.

Fleira áhugavert: