Matarolía – Ekki í lagnir en í fiskveiðiskip

Grein/Linkur: Úr eldhúsinu og í íslensk fiskveiðiskip

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild: 

.

.

Nóvember 2023

Úr eldhúsinu og í íslensk fiskveiðiskip

Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarkerfis hjá Sorpu og Hlöðver Stefán Þorgeirsson, …

Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarkerfis hjá Sorpu og Hlöðver Stefán Þorgeirsson, sérfræðingur fráveitu í nýsköpun og tækniþróun hjá Veitum. Samsett mynd

Matarol­ía heim­il­anna fær fram­halds­líf sem orku­gjafi ís­lenskra fisk­veiðiskipa í gegn­um sam­starfs­verk­efni Veitna og Sorpu.

Verk­efnið Ork­an úr eld­hús­inu er nýtt sam­starfs­verk­efni Veitna og Sorpu sem miðar að því að end­ur­nýta af­gang­sol­íu úr eld­hús­inu og vernda lagn­ir heim­il­is­ins. Með verk­efn­inu eru íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins hvatt­ir til þess að safna af­gangs matarol­íu og fitu á heim­il­um sín­um og skila á næstu end­ur­vinnslu­stöð Sorpu þar sem ork­an í ol­í­unni öðlast fram­halds­líf.

Íblönd­un­ar­efni og orku­gjafi

Verk­efnið er hluti af inn­leiðingu hringrás­ar­kerf­is, seg­ir Freyr Eyj­ólfs­son, verk­efna­stjóri hringrás­ar­kerf­is hjá Sorpu, en jafn­framt hags­muna­mál fyr­ir ein­stak­ling­inn þar sem olía get­ur eyðilagt lagn­ir og veitu­kerfi.

„Við vilj­um gera fólk meðvitað um áhætt­una sem fylg­ir því að hella ol­í­unni í vaskinn,“ seg­ir Freyr.

Í stað þess að hella ol­í­unni í vaskinn er fólk því hvatt til að skila henni til Sorpu þar sem hún öðlast fram­halds­líf, seg­ir hann, en það er fyr­ir­tækið Or­key á Ak­ur­eyri sem sér um að hreinsa ol­í­una og búa til úr henni líf­dísil. Líf­dísill­inn er síðan notaður sem íblönd­un­ar­efni og orku­gjafi á ís­lensk fisk­veiðiskip.

Verk­efnið er þó ekki nýtt af nál­inni hér á landi því Ak­ur­eyr­ing­ar hafa tekið þátt í álíka verk­efni um nokk­urra ára skeið. Freyr seg­ir það raun­ar hafa verið fyr­ir­tækið Vist­orka á Ak­ur­eyri sem leitaði til Sorpu og hvatti til verk­efn­is­ins.

Aug­ljóst fram­fara­verk­efni

Sorpa fékk Veit­ur til liðs við sig í verk­efnið, enda gríðarlegt hags­muna­mál fyr­ir Veit­ur að sögn Freys. Hlöðver Stefán Þor­geirs­son, sér­fræðing­ur frá­veitu í ný­sköp­un og tækniþróun hjá Veit­um, tek­ur und­ir mik­il­vægi verk­efn­is­ins en seg­ir það þó ekki svo að Veit­ur kvarti und­an því að sinna kerf­un­um sín­um.

„Það er svo aug­ljóst fram­fara­verk­efni að gera fólki þetta auðvelt. Þó það sé ekki nema fyr­ir þá sem hafa áhuga á því að skila ol­í­unni, þá hef­ur það já­kvæð áhrif fyr­ir alla,“ seg­ir Hlöðver og bæt­ir við

„Þetta er verðmæt afurð ef hún kemst til skila beint úr eld­hús­un­um.“

Koma í veg fyr­ir vand­ræði 

Hann seg­ir það þó rétt að olía og fita geti storknað í lögn­um, bæði í lögn­um inni á heim­il­um fólks og í frá­veitu kerfi Veitna. Slík stífla get­ur valdið óvænt­um fyr­ir­stöðum og jafn­vel að það flæði upp úr, seg­ir hann.

Verk­efnið er þannig já­kvætt á marg­an hátt og jafn­framt „tæki­færi til að koma ol­í­unni í verð, í stað þess að láta hana valda vand­ræðum,“ seg­ir Hlöðver.

Hér að neðan má sjá kynn­ing­ar­mynd­band verk­efn­is­ins.

Fleira áhugavert: