Vatnsverndarsvæði Norðurorku – Hrísey
Grein/Linkur: Vatnsverndarsvæði
Höfundur: Norðurorka
.
.
Vinnslusvæði/vatnsverndarsvæði Norðurorku
Kalda vatnið flokkast sem matvara og því eru gerðar strangar kröfur um vatnsvernd.
Í kringum vinnslusvæðin hafa verið skilgreind vatnsverndarsvæði og ræðst stærð og lögun þeirra af landfræðilegum aðstæðum. Vatnsverndarsvæði skiptast í brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði og eru þau skilgreind nánar í reglugerð.
Hrísey
Neysluvatn Hríseyinga er að mestu lindarvatn. Við mikla notkun bætist sjálfvirkt við neysluvatn úr nærliggjandi borholu. Í þurrkatíð, líkt og var sumarið 2021, þornaði lindin upp og þurfti því eingöngu að treysta á vatn úr borholunni.