Líkaminn – 55/60% Vatn

Grein/Linkur: Af hverju eru menn 70% vatn?

Höfundur:  Egill Jóhannesson

Heimild: Vísindavefurinn

.

vatn likamninn

Vatn er um það bil 60% af líkamsþyngd okkar. Í grófum dráttum má skipta því í vökva innan frumna og vökva sem er utan þeirra.

.

Mars 2011

Af hverju eru menn 70% vatn?

Það er rétt hjá spyrjanda að vatn er stór hluti af líkama manna og raunar allra lífvera á jörðinni. Mest er af vatni í líkama okkar þegar við erum nýfædd, þá er talið að allt að 75% líkamans sé vatn. Hlutfall vatns minnkar með árunum, mest á fyrstu 10 árum ævinnar. Yfirleitt er talið að hjá fullorðnum karlmönnum sé vatn um 60% líkamans en um 55% í konum. En af hverju er þetta svona?

Lífið á jörðinni þróaðist í vatni og lífverur hafa lært að nýta sér eiginleika þess. Vatn, ásamt þeim jónum sem myndast við sundrun þess, ráða að verulegu leyti byggingu og líffræðilegum eiginleikum prótína, kjarnsýra, fitusameinda og ýmissa annarra sameinda í lifandi frumu. Vatn er alls ekki hlutlaust uppfyllingarefni í frumunum okkar heldur er það virkur þátttakandi í lífsstarfseminni.

Svarið við spurningunni er þess vegna að án vatns í frumum líkamans gætum við ekki lifað. Vatn er nauðsynlegt til að frumurnar geti starfað eðlilega.

Vatn í spendýrum skiptist gróflega í tvo flokka. Annars vegar er svonefndur innanfrumuvökvi, í honum er 60-65% af vatni líkamans, og hins vegar utanfrumuvökvi sem 35-40% af vatninu tilheyra.

.

Heimildir og frekara lesefni:

  • Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar? eftir Guðmund Eggertsson
  • Hvað getið þið sagt mér um vökvahólf líkamans? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur

Mynd:

  • Environment Canada. Sótt 13. 4. 2010.

Fleira áhugavert: