Vatnsverndarsvæði Norðurorku – Vaglir við Þelamörk
Grein/Linkur: Vatnsverndarsvæði
Höfundur: Norðurorka
.
.
Vinnslusvæði/vatnsverndarsvæði Norðurorku
Kalda vatnið flokkast sem matvara og því eru gerðar strangar kröfur um vatnsvernd.
Í kringum vinnslusvæðin hafa verið skilgreind vatnsverndarsvæði og ræðst stærð og lögun þeirra af landfræðilegum aðstæðum. Vatnsverndarsvæði skiptast í brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði og eru þau skilgreind nánar í reglugerð.
Hörgársveit – Vaglir við Þelamörk í Hörgársveit
Þar sem vatnsverndarsvæðin í Hlíðarfjalli anna ekki vatnsþörf Akureyringa þurfa Akureyringar einnig, til viðbótar við vatnsverndarsvæðin í Hlíðarfjalli, að treysta á vatnsverndarsvæðið á Vöglum í Hörgárdal
Á Vaglaeyrum hafa verið boraðar holur í eyrar Hörgár og er vatni dælt upp úr þeim og til Akureyrar. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan þá er vatnsverndarsvæðið tiltölulega stórt enda er fjarsvæðið í raun allt vatnasviðið.
Þjóðvegur 1 liggur í gegnum grannsvæðið, rétt ofan brunnsvæðis, með tilheyrandi ógn fyrir vatnsverndina á svæðinu.
Mikilvægt er að vegfarendur tilkynni strax til Norðurorku ef minnsti grunur er á að óhapp á svæðinu geti valdið mengun! Hafa ber í huga að að jafnvel það sem kann að virðast minniháttar óhapp getur gert vatnstökusvæði óstarfhæft til lengri tíma.