Vatnsverndarsvæði Norðurorku – Sellandslindir, Hesjuvallalindir 

Grein/Linkur: Vatnsverndarsvæði

Höfundur: Norðurorka

Heimild:

.

.

Vinnslusvæði/vatnsverndarsvæði Norðurorku

Kalda vatnið flokkast sem matvara og því eru gerðar strangar kröfur um vatnsvernd.

Í kringum vinnslusvæðin hafa verið skilgreind vatnsverndarsvæði og ræðst stærð og lögun þeirra af landfræðilegum aðstæðum.  Vatnsverndarsvæði skiptast í brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði og eru þau skilgreind nánar í reglugerð.

Akureyri – Sellandslindir á Glerárdal og Hesjuvallalindir í Hlíðarfjalli

Um 75-80% neysluvatns bæjarbúa á Akureyri koma úr Hlíðarfjalli.  Selllandslindir og Hesjuvallalindir eru staðsettar sínhvoru megin við skíðasvæði Akureyringa. Árstíðarbundið rennsli er úr lindunum og ekki þarf að dæla vatninu.

Hér er mikilvægt að taka fram að stutt er niður á grunnvatnsstraumana sem fæða lindirnar og því ekki langur tími til að bregðast við óhöppum. Þess vegna, líkt og á öðrum vatnsverndarsvæðum, er mjög mikilvægt að láta vita strax ef minnsti grunur er á að óhapp á svæðinu geti valdið mengun!

Athugið að hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær.

.

Vatnsverndarsvæði Hlíðarfjalli

Fleira áhugavert: