Vatnsdrykkja – Góð ráð
Grein/Linkur: HVERNIG Á AÐ DREKKA VATN? GÓÐ RÁÐ UM VATNSDRYKKJU
Höfundur: Heilsan.is
.
.
HVERNIG Á AÐ DREKKA VATN? GÓÐ RÁÐ UM VATNSDRYKKJU
Hversu oft hefur þér verið sagt að drekka meira vatn? Mamma þín segir þér það; læknirinn, næringaþerapistinn, vinirnir og svo eru endalausar greinar í alls konar blöðum sem fjalla um regluna um að drekka 8 glös af vatni yfir daginn. Hvað er rétt og hvað er rangt í þessu? Skiptir vatnsdrykkjan svo rosalega miklu máli?
Margir taka sig á í vatnsdrykkjunni og auka hana í kannski nokkrar vikur en gefast síðan upp. Kannski vegna tíðra salernisferða því meira vatn er = meira piss.
„Drekktu meira vatn“ er ráðgjöfin sem fólk elskar að gefa öðrum án þess að það fari endilega eftir því sjálft. Hér koma nokkrar tillögur að öðrum leiðum:
Vatn og vísbendingar um vökvaskort
Yfirgnæfandi hluti líkama okkar er vatn sem finna má meðal annars í frumunum þar sem næringarefnin eru brotin niður. Vatnið flæðir um líkamann og flytur burt úrgang. Það kemur reglu á líkamshitann, sendir áfram heilaboð og smyr allla útlimi. Þú þarft helling af vatni til að líkaminn virki og þér líði vel. En, taktu nú eftir, þú missir líka helling af vatni við að svitna (þú þú sért ekkert að hreyfa þig), pissa og kúka. Eini sénsinn til að öðlast fullkomna heilsu er að bæta líkamanum vökvatapið með því að drekka vatn.
Hvernig veistu að þú þarft að drekka meira vatn? Hér koma 5 vísbendingar um vökvaskort:
- Þurrkur: Þurrar varir, þurr húð, þurrkur í kringum augu og þurrt hár
- Bólgur: Útbrot, stíflaðar svitaholur sem mynda bólur, rauð augu
- Litur á pissi: Fyrsta piss morgunsins er dökkgult að lit í staðinn fyrir ljósgult (ekki glært)
- Hægðatregða: ef þú hefur ekki hægðir í einn dag eða lengur
- Sviti: lítill eða enginn sviti
Margir þamba vatnsglas í einum sopa og pissa síðan glærum vökva innan 20 mínútna. Það þýðir að líkaminn hafi ekki náð að „drekka í sig“ vatnið eða nýta það til fulls.
Hér koma sex ráð til að hjálpa líkamanum að nýta vatnið betur:
1. Drekktu volgt vatn eða heitt í staðinn fyrir kalt
Ef þú drekkur ískalt vatn þá eykur þú áhættu á því að „frysta“ mikilvæg ensím og vökva í maganum. Þetta getur valdið því að líkaminn getur ekki almennilega melt mat og skaðleg eituráhrif geta byrjað að myndast. Æðarnar geta þjappast saman í kuldasjokki svo eiturefnin skolast síður burt. Æðaþjöppunin verður til þess að eðlilegt blóðflæði verður hindrað sem hamlar þar með flutning mikilvægra næringarefna til líffæra. Á hinn bóginn getur volgt eða heitt vatn hjálpað til við náttúrulegt flæði vatns á miklu varlegri hátt um eitlakerfið. Eiturefni safnast síður upp með því að drekka volgt eða heitt vatn. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir konur á túr eða þegar þær vilja verða óléttar. Ískalt vatn dregur úr blóðflæði og orku sem þarf til að undirbúa æxlunarlíffæri.
Niðurstaða: ískalt vatn neyðir líkamann til að vinna meira en hann þarf.
2. Bættu þessu út í vatnið til að auka nýtingu þess:
Þessi efni binda sameindir vatns til að auðvelda og hraða flutningi næringarefna um líkamann:
- Bættu við teskeið af óunnu salti (til dæmis sjávarsalti eða Himalayan salti) fyrir hvern líter af vatni.
- Kreistu sítrónu út í vatnsglasið.
- Bleyttu chia fræ í nokkrar klukkustundur og bættu þeim síðan út í vatnsglasið.
- Bættu engifersneiðum í vatnsglasið.
- Viltu meira bragð eða sætukeim? Skelltu kiwi, peru, sítrónu, gúrku, mintu, jarðaberjum, basil eða hverju sem er út í vatnið sem gefur auka bragð. Endilega prófaðu þig áfram. Allt sem þarf er ferskur ávöxtur og kanna af vatni.
3. Drekktu sem samsvarar hálfum líter af volgu vatni um leið og þú vaknar.
Líkami þinn var að störfum í alla nótt að þjappa saman úrgangnum frá því í gær. Þess vegna þarftu að rjúka á klósettið þegar þú vaknar. Fáðu þér hálfan líter af volgu vatni um leið og þú vaknar til að auðvelda líkamanum hreinsunarstarfið. Ekki biða í 15, 20 eða 30 mínútur eftir að þú vaknar því þá ertu bara að varðveita úrgangsefnin í líkamanum í staðinn fyrir að losa þig við þau. Með því að drekka strax volgt vatn þá örvar þú starfsemi þarma, bætir meltingu og hreinsun úrgangsefna með öflugri kúk og betra pissi. Handhægt ráð er að fylla hálfs líters könnu af vatni að kvöldi og drekka hana strax að morgni. Eða fá sér strax te að morgni og bæta örlitlu af sjávarsalti út í. Hálfur líter er þó bara viðmið – hver og einn þarf að finna hjá sjálfum sér hversu mikil/lítil vatnsdrykkja þarf að vera strax að morgni.
4. Settu þér markmið að drekka 2 – 2,5 lítra af vatni á hverjum degi
Flest okkar þurfa á milli 2 til 2,5 lítra af vatni á hverjum degi. Ef heitt er í veðri eða þú stundar hreyfingu þarftu meira, að því er fram kemur á doktor.is.
Ef þú stundar mikla hreyfingu á sama deginum eða ert í miklum hita þarftu mögulega á einhverjum öðrum vökva að halda þar sem mikil vökvalosun á stuttum tíma veldur salt og natríumskorti sem lýsir sér í höfuðverk og slappleika.Þeir sem þyngri eru upplifa ef til vill vökvasöfnun, líklega vegna áralangurs næringarskorts. Ræddu við lækni ef þú verður var/vör við mikla vökvasöfnun eftir vatnsdrykkju.
Reddaðu þér vatnsflösku eða könnu og reiknaðu hversu mörg glös þú þarft að drekka til að ná 2-2,5 lítrum á dag
Sumir fylla tveggja lítra kókflöskur – þó efasemdaraddir eru farnar að heyrast um hollustu þess að drekka úr plastmálum. Líklegra er betra að geyma vatn í glerflösku eða könnu. Vertu alltaf klár á skammtastærðinni og settu þér markmið að klára skammtinn á hverjum degi.
5. Drekktu vatn, en ekki þamba það. Sérstaklega ekki þamba vatn með mat.
Ekki falla í sömu gryfjuna eins og svo margir að þamba síðustu vatnsglös dagsins rétt áður en þú ferð að sofa. Þá bara þarftu að rjúfa svefn um nóttina til að staulast á klósettið að pissa. Dreyptu frekar á volgu vatni og vertu frekar undir markmiðinu um 2-2,5 lítra á dag en að þamba helling af því áður en þú ferð að sofa. Og ekki þamba vatn með máltíð og drekkja þannig líffærunum sem eiga að vera í vinnunni við að brenna næringarefnunum úr matnum. Ekki heldur þamba vatn strax eftir máltíð. Gefðu líkamanum tíma til að brenna. Best er að vökva kerfið með því að drekka vatnsglas hálftíma fyrir máltíð. Þannig undirbýrðu magasýrurnar fyrir niðurbrot næringarefna og betri meltingu. Ekki drekka vatnsglas rétt áður en þú borðar, þannig gætir þú þynnt út mikilvægar magasýrur.
6. Leiðbeiningar um vatnsdrykkju sem hentar flestum:
Dagleg vatnsmarkmið:
- Þegar þú vaknar. Drekktu tvö stór glös af vatni (þetta mun skola líkamann)
- Morgunmatur: Taktu sopa af vatni með morgunmat eins og þú þarft
- Milli morgunmats og hádegis: Drekktu að minnsta kosti eitt glas af vatni
- 30-45 mínútum fyrir hádegis: Drekktu hægt eitt glas af vatni í 15 mínútur
- Hádegismatur: Fáðu þér sopa af vatni með matnum eins og þú þarft
- Milli hádegismatar og kvöldmatar: Drekktu minnst eitt glas af vatni
- 30-45 mínútum fyrir kvöldmat: Drekktu hægt eitt glas af vatni í 15 mínútur
- Kvöldmatur: Fáðu þér sopa af vatni eins og þú þarft
- Milli kvöldmatar og háttatíma: Drekktu að minnsta kosti eitt glas af vatni (athugaðu að ef þú drekkur of mikið vatn rétt áður en þú ferð að sofa gæti þú þurft að vakna til að pissa)
- Sestu niður þegar þú drekkur vatn. Þegar þú borðar þá situr þú oftast. Þá er líkaminn fókuseraður á að melta. Sendu líkamanum sömu skilaboð þegar þú drekkur vatn.
Æfingar og vatnsdrykkja:
- 15-30 mínútum fyrir æfingu: Drekktu glas af vatni
- Á meðan æfingunni stendur: Fáðu þér sopa af vatni endrum og eins
- Eftir æfingu: Drekktu glas af vatni
Þú munt finna fyrir breytingu á mánuði, ef þú ferð eftir þessum ráðleggingum hér að ofan. Athugaðu hendur og varir og taktu eftir hvort þær eru ekki minna þurrar. Eru til dæmis lýti, ef einhver voru áður, í andliti horfin? Kominn heilbrigður gljái í hár og húð? Kannski tekur þú eftir að þú ert minna þreytt/-ur að vakna á morgnanna og hefur meiri orku yfir daginn. Velkomin í þína eigin vökvun!