Þingsályktun, sagan – Vernd og orkunýtingu landsvæða
Grein/Linkur: Tillaga til þingsályktunar – Um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða
Höfundur: Alþingi
.
146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 291 — 207. mál.
Stjórnartillaga.
.
Tillaga til þingsályktunar
um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Frá umhverfis- og auðlindaráðherra.
Alþingi ályktar, í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011, að fela ríkisstjórninni að vinna að framkvæmd eftirfarandi áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Áætlun þessi komi í stað áætlunar samkvæmt þingsályktun nr. 13/141, með síðari breytingu.
Samkvæmt áætluninni verði tryggt að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið verði tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Í áætluninni skal í samræmi við markmið laga nr. 48/2011 lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar, þ.m.t. verndunar.
.
VERNDAR- OG ORKUNÝTINGARÁÆTLUN
Alþingi ályktar að eftirfarandi virkjunarkostir sem falla undir lög nr. 48/2011 skuli flokkaðir í eftirfarandi flokka:
1. Orkunýtingarflokkur.
A. Vatnasvið
Landshluti | Vatnasvið | Virkjunarkostur | Nr. |
Suðurland | Skrokkalda | Skrokkölduvirkjun | R3126A |
Suðurland | Þjórsá | Holtavirkjun | R3130A |
Suðurland | Þjórsá | Urriðafossvirkjun | R3131A |
Suðurland | Þjórsá | Hvammsvirkjun | R3129A |
Vestfirðir | Austurgil | Austurgilsvirkjun | R3157A |
Vestfirðir | Ófeigsfjörður | Hvalárvirkjun | R3104B |
Norðurland | Blanda | Veituleið Blönduvirkjunar | R3105A |
B. Háhitasvæði
Landshluti | Háhitasvæði | Virkjunarkostur | Nr. |
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | Hverahlíð II | R3271B |
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | Þverárdalur | R3257A |
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | Meitillinn | R3269A |
Reykjanesskagi | Reykjanessvæði | Stóra-Sandvík | R3262A |
Reykjanesskagi | Svartsengissvæði | Eldvörp | R3263A |
Reykjanesskagi | Krýsuvíkursvæði | Sandfell | R3264A |
Reykjanesskagi | Krýsuvíkursvæði | Sveifluháls | R3266A |
Reykjanesskagi | Krýsuvíkursvæði | Austurengjar | R3267A |
Norðausturland | Námafellssvæði | Bjarnarflagsvirkjun | R3297A |
Norðausturland | Kröflusvæði | Kröfluvirkjun | R3298A |
C. Vindorka
Landshluti | Vindorkusvæði | Virkjunarkostur | Nr. |
Norðurland | Blöndulundur | Blöndulundur | R3302A |
2. Biðflokkur.
A. Vatnasvið
Landshluti | Vatnasvið | Virkjunarkostur | Nr. |
Vesturland | Hvítá | Kljáfossvirkjun | R3101A |
Vesturland | Hvítá | Hvítá við Norðurreyki | R3145A |
Vesturland | Grímsá | Reyðarvatnsvirkjun | R3144A |
Suðurland | Hólmsá | Hólmsárvirkjun | R3119A |
Suðurland | Hólmsá | Hólmsárvirkjun við Atley | R3121A |
Suðurland | Hagavatn | Hagavatnsvirkjun | R3139A |
Suðurland | Stóra-Laxá | Stóra-Laxá | R3141A |
Suðurland | Hverfisfljót | Hverfisfljótsvirkjun | R3115A |
Suðurland | Hverfisfljót | Kaldbaksvirkjun | R3151A |
Suðurland | Hvítá | Búðartunguvirkjun | R3134A |
Suðurland | Hvítá | Haukholtavirkjun | R3135A |
Suðurland | Hvítá | Vörðufell | R3136A |
Suðurland | Hvítá | Hestvirkjun | R3137A |
Suðurland | Ölfusá | Selfossvirkjun | R3138A |
Suðurland | Biskupstungur | Brúarárvirkjun | R3153A |
Suðurland | Núpsá o.fl. | Núpsárvirkjun | R3155A |
Austurland | Þistilfjörður | Hafralónsá, efra þrep | R3146A |
Austurland | Þistilfjörður | Hafralónsá, neðra þrep | R3147A |
Austurland | Vopnafjörður | Hofsárvirkjun | R3148A |
Austurland | Austurland | Hraunavirkjun – Fljótsdalur | R3149A |
Austurland | Austurland | Hraunavirkjun – Berufjörður | R3150A |
Norðurland | Blanda | Blöndudalsvirkjun | R3154A |
Norðurland | Vatnsdalsá | Vatnsdalsá | R3142A |
B. Háhitasvæði
Landshluti | Háhitasvæði | Virkjunarkostur | Nr. |
Reykjanesskagi | Krýsuvíkursvæði | Trölladyngja | R3265A |
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | Innstidalur | R3273A |
Suðurland | Hágöngur | Hágönguvirkjun | R3291A |
Suðurland | Grímsnes | Seyðishólar | R3205A |
Suðurland | Biskupstungur | Sandfell | R3206A |
Suðurland | Hrunamannahreppur | Reykjaból | R3207A |
Suðurland | Tungnaársvæði | Sköflungur | R3208A |
Suðurland | Torfajökulssvæði | Botnafjöll | R3210A |
Suðurland | Torfajökulssvæði | Grashagi | R3211A |
Suðurland | Torfajökulssvæði | Sandfell | R3212A |
Suðurland | Kjölur | Hveravellir | R3283A |
Norðausturland | Fremrinámar | Fremrinámar | R3296A |
Norðausturland | Öxarfjörður | Bakkahlaup | R3209A |
Norðausturland | Ódáðahraun | Hrúthálsar | R3295A |
C. Vindorka
Landshluti | Vindorkusvæði | Virkjunarkostur | Nr. |
Suðurland | Búrfellslundur | Búrfellslundur | R3301A |
3. Verndarflokkur.
A. Vatnasvið
Landshluti | Vatnasvið | Virkjunarkostur | Nr. |
Norðurland | Héraðsvötn | Skatastaðavirkjun C | R3107C |
Norðurland | Héraðsvötn | Skatastaðavirkjun D | R3107D |
Norðurland | Héraðsvötn | Villinganesvirkjun | R3108A |
Norðurland | Héraðsvötn | Blanda, Vestari-Jökulsá | R3143A |
Norðurland | Skjálfandafljót | Fljótshnúksvirkjun | R3109A |
Norðurland | Skjálfandafljót | Hrafnabjargavirkjun A | R3110A |
Norðurland | Skjálfandafljót | Hrafnabjargavirkjun B | R3110B |
Norðurland | Skjálfandafljót | Hrafnabjargavirkjun C | R3110C |
Suðurland | Skaftá | Búlandsvirkjun | R3140A |
Suðurland | Þjórsá – vestur | Kjalölduveita | R3156A |
Suðurland | Djúpá | Djúpárvirkjun | R3114A |
Suðurland | Hólmsá | Hólmsárlón | R3120A |
Suðurland | Markarfljót | Markarfljótsvirkjun A | R3122A |
Suðurland | Markarfljót | Markarfljótsvirkjun B | R3123B |
Suðurland | Tungnaá | Tungnaárlón | R3124B |
Suðurland | Þjórsá – vestur | Norðlingaölduveita | R3127B |
Suðurland | Jökulfall, Kjölur | Gýgjarfossvirkjun | R3132A |
Suðurland | Hvítá | Bláfellsvirkjun | R3133A |
B. Háhitasvæði
Landshluti | Háhitasvæði | Virkjunarkostur | Nr. |
Norðausturland | Gjástykkissvæði | Gjástykki | R3200B |
Reykjanesskagi | Brennisteinsfjöll | Brennisteinsfjöll | R3268A |
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | Bitra | R3274A |
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | Grændalur | R3277A |
Suðurland | Kerlingarfjöll | Hverabotn | R3279A |
Suðurland | Kerlingarfjöll | Neðri-Hveradalir | R3280A |
Suðurland | Kerlingarfjöll | Kisubotnar | R3281A |
Suðurland | Kerlingarfjöll | Þverfell | R3282A |
Greinargerð.
1. Almennt.
Tillaga þessi um verndar- og orkunýtingaráætlun er samhljóða tillögu sem var flutt á síðasta þingi en varð ekki afgreidd (853. mál 145. löggjafarþings). Að mati umhverfis- og auðlindaráðherra er mikilvægt að Alþingi fjalli efnislega um tillögur verkefnisstjórnar og því hefur ráðherra ákveðið, í samráði við ráðherra orkumála, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 48/2011, að tillögur verkefnisstjórnar verði lagðar aftur fyrir þingið í sömu mynd.
Samkvæmt 3. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011, skal eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Í verndar- og orkunýtingaráætlun skal í samræmi við markmið laga nr. 48/2011 lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar, þ.m.t. verndunar.
Verndar- og orkunýtingaráætlun tekur til landsvæða og virkjunarkosta sem verkefnisstjórn hefur fjallað um og hafa uppsett rafafl 10 MW eða meira, eða uppsett varmaafl 50 MW eða meira. Hún tekur þó ekki til stækkunar á virkjun nema stækkunin feli í sér matsskyldar framkvæmdir samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar eða úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Verndar- og orkunýtingaráætlun tekur ekki til landsvæða sem njóta friðlýsingar í samræmi við lög um náttúruvernd nema tiltekið sé í friðlýsingarskilmálum að virkjunarframkvæmdir séu heimilar á viðkomandi svæði.
Þann 14. janúar 2013 var gildandi verndar- og orkunýtingaráætlun samþykkt á Alþingi og tóku þá gildi lög nr. 48/2011, að frátöldum 1.–3. gr. sem tóku gildi 20. maí 2011. Þann 25. mars 2013 sama ár skipaði þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra verkefnisstjórn áætlunarinnar í samræmi við 8. gr. laga nr. 48/2011 og hófst þá 3. áfangi verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlunar).
Þann 21. mars 2014 skilaði verkefnisstjórn tillögum til ráðherra um flokkun þriggja virkjunarkosta, en í viðauka við erindisbréf hennar var þeim tilmælum beint til verkefnisstjórnar að forgangsraða vinnu sinni þannig að hún mundi framkvæma eins fljótt og auðið væri faglegt mat á þeim sex virkjunarkostum sem færðir voru úr nýtingarflokki í biðflokk eftir umsagnarferli 2. áfanga rammaáætlunar og þeim tveimur kostum sem ekki fengu fullnægjandi mat í meðförum verkefnisstjórnar 2. áfanga.
Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 13/141, var samþykkt á Alþingi 1. júlí 2015. Með samþykkt tillögunnar var virkjunarkosturinn Hvammsvirkjun færður úr biðflokki í orkunýtingarflokk í samræmi við tillögur verkefnisstjórnar.
2. Vinna verkefnisstjórnar og faghópa 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar.
2.1. Virkjunarkostir til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn og faghópum.
Samhliða umfjöllun um þá kosti sem voru í forgangsröðun samkvæmt viðauka við erindisbréf verkefnisstjórnar vann verkefnisstjórn að hefðbundinni umfjöllun um aðra virkjunarkosti sem sendir höfðu verið inn til umfjöllunar í 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 er það verkefni Orkustofnunar að auglýsa eftir umsóknum um umfjöllun virkjunarkosta og var það gert af hálfu stofnunarinnar 1. október 2013. Frestur til að skila inn umsóknum var framlengdur með auglýsingu þann 16. október 2013. Hinn 10. mars 2014 lagði Orkustofnun fram fyrstu drög að lista yfir virkjunarkosti til umfjöllunar.
Þann 5. júní 2014 tók gildi reglugerð um virkjunarkosti í verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 530/2014, en í reglugerðinni er kveðið á um hvaða gögn skuli fylgja umsóknum um umfjöllun um virkjunarkosti. Orkustofnun ber, samkvæmt lögum nr. 48/2011, að ganga úr skugga um að gögn sem orkufyrirtækin skila inn um virkjunarkosti vegna umfjöllunar í verndar- og orkunýtingaráætlun, séu rétt og fullnægjandi. Í bréfi til orkufyrirtækja, dagsettu 14. nóvember 2014, kallaði Orkustofnun eftir gögnum í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar og veitti frest til ársloka til afhendingar umbeðinna gagna.
Þann 20. janúar 2015 birti Orkustofnun lista á vefsíðu sinni yfir kosti til umfjöllunar í 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Voru gögn fyrir 50 fyrstu virkjunarkostina afhent verkefnisstjórn á fundi þann 21. janúar 2015. Tveir þessara kosta voru síðar dregnir til baka af Orkustofnun. Þann 20. febrúar 2015 lagði stofnunin fram skilgreiningar á 33 nýjum virkjunarkostum og lágu þá fyrir gögn vegna 81 virkjunarkosts.
Virkjunarkostir í vindorku komu í fyrsta sinn til umfjöllunar í 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Landsvirkjun afhenti Orkustofnun skilgreiningar á tveimur slíkum, Búrfellslundi og Blöndulundi, í mars 2015, og voru þeir sendir til verkefnisstjórnar með erindi frá stofnuninni þann 12. mars 2015.
Í frétt á vef verndar- og orkunýtingaráætlunar, www.ramma.is, frá 11. mars 2015 er gerð grein fyrir ákvörðun verkefnisstjórnar um hvernig skuli meðhöndla þá virkjunarkosti, 81 talsins, sem Orkustofnun hafði á þeim tímapunkti afhent verkefnisstjórninni. Verkefnisstjórn ákvað að vísa 24 virkjunarkostum til faglegrar umfjöllunar hjá faghópum. Ákveðið var að breyta ekki flokkun 23 virkjunarkosta sem flokkaðir voru í orkunýtingar- og verndarflokk í 2. áfanga, enda var metið að forsendur hefðu ekki breyst umtalsvert frá 2. áfanga áætlunarinnar. Faghópar 1 og 2 voru beðnir um álit á því hvort forsendur fimm virkjunarkosta hefðu breyst að því marki að skoða þyrfti hvort þá bæri að meta að nýju. Varð það niðurstaða faghópanna að ekki væri um verulegar forsendubreytingar að ræða og því var flokkun umræddra virkjunarkosta úr 2. áfanga rammaáætlunar látin halda sér. Eftir stóðu 29 virkjunarkostir sem verkefnisstjórn tók ekki afstöðu til á þessum tíma.
Þann 17. mars 2015 var faghópum falið að fjalla um vindorkukostina tvo sem Landsvirkjun sendi til umfjöllunar, þ.e. Búrfellslund og Blöndulund. Eins og áður hefur komið fram samþykkti Alþingi 1. júlí 2015 ályktun þess efnis að Hvammsvirkjun yrði flutt í orkunýtingarflokk. Hún var því ekki lengur í faglegri umfjöllun hjá faghópum.
Í erindi Orku náttúrunnar til Orkustofnunar, dagsettu 10. nóvember 2015, benti fyrirtækið á ýmsa vankanta á orðanotkun og skilgreiningum hugtaka í tengslum við ákveðna virkjunarkosti sem félagið hefur verið með til skoðunar. Orkuveita Reykjavíkur og Orka náttúrunnar uppfærðu í ljósi þessa afmarkanir svæða fyrir orkukostinn R3269B Meitillinn, auk þess að leggja til nýja tilhögun fyrir virkjunarkostinn R3271B Hverahlíð II í stað R3271A Hverahlíð. Nýtingarleyfi fyrir orkukostina R3270A Gráuhnúkar og R3271A Hverahlíð, sem flokkaðir voru í orkunýtingarflokk í 2. áfanga rammaáætlunar, var gefið út af Orkustofnun þann 2. nóvember 2015. Þar með féllu út virkjunarkostirnir R3270A Gráuhnúkar og R3271A Hverahlíð.
Í endanlegum tillögum verkefnisstjórnar til umhverfis- og auðlindaráðherra, sem afhentar voru 26. ágúst 2016, var því lögð fram tillaga um flokkun alls 82 virkjunarkosta. Tillögur verkefnisstjórnar eru einróma ef frá er talinn virkjunarkosturinn Hólmsárvirkjun við Atley. Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og annar fulltrúi ráðherra orkumála í verkefnisstjórn skiluðu séráliti um flokkun á þeim virkjunarkosti, sem er að finna í kafla 9.6.1 í lokaskýrslu verkefnisstjórnar. Í sérálitinu er lagt til að virkjunarkosturinn verði færður í orkunýtingarflokk þar sem ekki verði annað séð en að umhverfisáhrif þeirrar virkjunar og áhrifasvæði hennar yrðu fremur lítil í samanburði við aðra virkjunarkosti sem verkefnisstjórn 3. áfanga hefur fjallað um.
2.2. Störf faghópa í 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar.
Faghópar 1 og 2 voru skipaðir 16. apríl 2014 og tóku til starfa í maí 2014. Þar sem ekki lá fyrir hvaða virkjunarkostir yrðu teknir til umfjöllunar fyrr en tæpu ári síðar notuðu faghóparnir tímann til að ræða aðferðafræði og gera úttekt á stöðu þekkingar og því hvaða rannsóknir skorti helst á þeim svæðum sem miklar líkur væru á að yrðu til skoðunar. Í mars 2015 lá fyrir hvaða virkjunarkostir færu í faglega umfjöllun hjá faghópunum og hófst þá umfangsmikil vinna við að skilgreina rannsóknaverkefni. Sumarið 2015 nýttist faghópunum í vettvangsrannsóknir og útivinnu. Lauk gagnaúrvinnslu og skýrsluskrifum að mestu leyti snemma árs 2016 og nýttust niðurstöðurnar þannig verkefnisstjórn að fullu. Skýrslur úr þessum rannsóknum eru birtar á vefsíðu verndar- og orkunýtingaráætlunar.
Faghópur 3 var skipaður 9. júlí 2015 og tók til starfa í ágúst 2015. Í 2. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar leitaðist faghópur 3 við að meta möguleika einstakra virkjunarhugmynda til að valda breytingum, annars vegar á félagsgerð og hins vegar á efnahagsgerð samfélagsins, bæði staðbundið og á landsvísu. Niðurstöður faghópsins nýttust lítið sem ekkert við endanlega röðun og flokkun virkjunarhugmynda og því ákvað verkefnisstjórn 3. áfanga að leita leiða til að nálgast samfélagsleg áhrif virkjunarhugmynda með öðrum hætti. Hópur sérfræðinga vann minnisblað með fyrstu tillögum að slíkri aðferðafræði og í framhaldi af því var faghópur 3 skipaður, til að „ meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið, svo sem áhrifa á félagslega velferð íbúa, samfélagslega fjölbreytni, samskipti, samstöðu, virkni og aðra þá þætti sem hópurinn telur æskilegt og mögulegt að leggja mat á“, eins og það er orðað í skipunarbréfi hópsins. Meðal nýmæla í starfi faghóps 3 voru íbúafundir með íbúum á svæðum þar sem virkjunarkosti er að finna.
Hinn 12. október 2015 skipaði verkefnisstjórn faghóp 4 til að fjalla um virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til hagrænna þátta, einkum út frá áhrifum einstakra virkjunarkosta eða hópa virkjunarkosta á þjóðarhag.
Faghópar 1 og 2 skiluðu niðurstöðum sínum – faglegu mati á verðmæti landsvæða og áhrifum virkjunarkosta á þessi verðmæti, auk röðunar á virkjunarkostum út frá heildarverðmæti svæða og áhrifa virkjunarkosta – til verkefnisstjórnar þann 17. febrúar 2016. Á sama tíma lágu fyrir niðurstöður úr langflestum rannsóknum sem unnar voru á vegum faghópanna.
Faghópur 3 skilaði niðurstöðum af íbúafundum og úr skoðanakönnun meðal landsmanna. Aðferðafræði þess hóps leyfði hins vegar ekki röðun virkjunarkosta.
Faghópur 4 komst að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjanakosta sem til umfjöllunar eru í 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Því var ekki um aðrar niðurstöður að ræða frá þeim faghópi. Um aðferðafræði og niðurstöður faghópa 3 og 4 vísast til 6.–7. kafla í lokaskýrslu verkefnisstjórnar. Nánar er gerð grein fyrir störfum, aðferðafræði og niðurstöðum faghópanna fjögurra í 4.–7. kafla skýrslunnar.
2.3. Tillögur verkefnisstjórnar og samráð.
Verkefnisstjórn kynnti fyrstu drög sín að tillögu um flokkun virkjunarkosta á opnum kynningarfundum á tímabilinu 31. mars til 13. apríl 2016. Fundirnir voru haldnir á eftirtöldum stöðum:
1. Reykjavík, Kaldalón í Hörpu, fimmtudag 31. mars 2016 kl. 14–16.
2. Grindavík, Gjáin, miðvikudag 6. apríl 2016 kl. 20–22.
3. Kirkjubæjarklaustur, félagsheimilið Kirkjuhvoll, fimmtudag 7. apríl 2016 kl. 16.30–18.30.
4. Selfoss, Hótel Selfoss, fimmtudag 7. apríl 2016 kl. 20.30–22.30.
5. Stórutjarnir, Stórutjarnaskóli, mánudag 11. apríl 2016 kl. 20–22.
6. Akureyri, Hamrar í Hofi, þriðjudag 12. apríl 2016 kl. 12–14.
7. Varmahlíð, Miðgarður, þriðjudag 12. apríl kl. 20–22.
8. Nauteyri við Ísafjarðardjúp, Steinshús, miðvikudag 13. apríl 2016 kl. 20–22.
2.4. Fyrra samráðsferlið.
Með kynningarfundinum 31. mars hófst þriggja vikna kynningar- og samráðsferli í samræmi við 2. málsl. 3. mgr. 10. gr. laga nr. 84/2011. Þetta samráðsferli, sem nefnt hefur verið „fyrra samráðsferlið“, stóð til 20. apríl 2016, en þeim sem þess óskuðu var veittur framlengdur umsagnarfrestur til 22. apríl. Meðan á ferlinu stóð var öllum frjálst að senda verkefnisstjórn skriflegar athugasemdir um framkomin drög og var sérstakur umsagnarvefur opnaður á vefsíðu verndar- og orkunýtingaráætlunar til að auðvelda innsendingu athugasemda. Þar var einnig að finna helstu kynningargögn vegna samráðsferlisins, auk þess sem vakin var athygli á að einnig yrði unnt að senda inn umsagnir vegna tillagna verkefnisstjórnar að flokkun virkjunarkosta í 12 vikna samráðsferli sem hæfist 11. maí 2016 og fylgdi ákvæðum síðari hluta 3. mgr. 10. gr. laga nr. 84/2011. Alls bárust 18 umsagnir frá 15 aðilum. Umfjöllun um fyrra samráðsferlið og svör verkefnisstjórnar er að finna í kafla 9.4 í lokaskýrslu verkefnisstjórnar.
2.5. Síðara samráðsferlið.
Hinn 11. maí 2016 birti verkefnisstjórn tillögu sína að verndar- og orkunýtingaráætlun á vefsíðu áætlunarinnar og auglýsti hana í samræmi við ákvæði 3.–4. málsl. 3. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011. Þar með hófst 12 vikna samráðsferli, í daglegu tali nefnt „síðara samráðsferlið“, sem stóð til 3. ágúst 2016. Á þeim tíma gafst öllum kostur á að koma á framfæri athugasemdum við tillöguna á sérstökum umsagnarvef á vefsíðunni. Þar var einnig að finna helstu kynningargögn vegna samráðsferlisins.
Þrír aðilar óskuðu eftir lengri fresti til að skila athugasemdum. Við þessu var orðið að teknu tilliti til aðstæðna sem tilgreindar voru í beiðnunum. Alls bárust 69 umsagnir frá 44 aðilum í seinna umsagnarferlinu. Frá þessum umsögnum er greint og þeim svarað í kafla 9.5 í lokaskýrslu verkefnisstjórnar.
2.6. Skoðun ráðherra á tillögum verkefnisstjórnar.
Eftir skoðun á tillögum verkefnisstjórnar til ráðherra tók umhverfis- og auðlindaráðherra, í samráði við ráðherra orkumála, þá ákvörðun að leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um nýja verndar- og orkunýtingaráætlun þar sem tillögur verkefnisstjórnar um flokkun virkjunarkosta yrðu óbreyttar. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar fór umhverfismat verndar- og orkunýtingaráætlunar fram samhliða gerð áætlunarinnar, en skv. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011 skulu tillögur verkefnisstjórnar fara í umhverfismat í samræmi við lög nr. 105/2006, um umhverfismat áætlana. Þá hefur umhverfis- og auðlindaráðherra átt reglubundna upplýsingafundi með formanni verkefnisstjórnar þar sem sá síðarnefndi hefur upplýst ráðherra um stöðu mála við vinnu við 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Ráðherra hefur því verið upplýstur með reglubundnum hætti um verklag og málsmeðferð verkefnisstjórnar.
Rökstuðning fyrir flokkun hvers virkjunarkosts er að finna í 3. kafla hér að aftan en að öðru leyti vísast í lokaskýrslu verkefnisstjórnar vegna umfjöllunar um aðferðafræði, verklag og málsmeðferð. Í skýrslu verkefnisstjórnar er að auki að finna svör við þeim umsögnum og athugasemdum sem henni bárust í lögbundnu samráðs- og kynningarferli og er að finna í kafla 9.5 í lokaskýrslu verkefnisstjórnar.
2.7. Skipan verkefnisstjórnar.
Í 8. gr. laga nr. 48/2011 segir að ráðherra skipi sex manna verkefnisstjórn til fjögurra ára í senn sem er ráðherra til ráðgjafar við undirbúning að gerð tillagna fyrir verndar- og orkunýtingaráætlun. Tveir stjórnarmenn eru tilnefndir af þeim ráðherra er fer með orkumál, einn af þeim ráðherra er fer með málefni menningarminja, einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og tveir án tilnefningar og skal annar þeirra skipaður formaður stjórnarinnar. Varamenn eru skipaðir með sama hætti.
Í núverandi verkefnisstjórn 3. áfanga sitja þessir:
Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, formaður verkefnisstjórnar, skipaður án tilnefningar.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor, skipuð án tilnefningar.
Helga Barðadóttir, sérfræðingur, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður, tilnefndur af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af forsætisráðuneyti.
Elín R. Líndal, sveitarstjórnarfulltrúi, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Varamenn eru þessir:
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, varamaður formanns, skipuð án tilnefningar.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, skipaður án tilnefningar.
Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, tilnefndur af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Sigrún Helgadóttir, líffræðingur, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, tilnefndur af forsætisráðuneyti.
Guðjón Bragason, sviðsstjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Starfsmaður verkefnisstjórnarinnar er Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
2.8. Skipan faghópa.
Í 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 segir að verkefnisstjórn skuli skipa faghópa með sérfræðingum á viðeigandi sviðum sem fari yfir virkjunaráform hver frá sínum sjónarhóli, meti þá með stigagjöf og geri tillögur til verkefnisstjórnar. Fjöldi faghópa og skipan þeirra er ákveðin af verkefnisstjórn.
Í faghópum vegna 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar sitja þessir:
Faghópur 1:
Skúli Skúlason, prófessor, Háskólanum á Hólum, formaður.
Ása Lovísa Aradóttir, prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands.
Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur, Fornleifastofnun Íslands.
Gísli Már Gíslason, prófessor, Háskóla Íslands.
Kristján Jónasson, sviðsstjóri, Náttúrufræðistofnun Íslands.
Sólborg Una Pálsdóttir, verkefnastjóri, Minjastofnun Íslands.
Sólveig Pétursdóttir, verkefnastjóri, Matís.
Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi.
Þorvaldur Þórðarson, prófessor, Háskóla Íslands.
Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði.
Faghópur 2:
Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor, Háskóla Íslands, formaður.
Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri AGMOS ehf.
Áki Karlsson, þjóðfræðingur, Landsbókasafni Íslands.
Einar Torfi Finnsson, landmótunarfræðingur, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum ehf.
Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri, Veiðimálastofnun.
Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent, Landbúnaðarháskóla Íslands (sagði sig frá starfinu í nóvember 2014 sökum anna).
Sigrún Valbergsdóttir, fararstjóri og leiðsögumaður.
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur, Náttúrustofu Norðausturlands.
Sveinn Runólfsson, fyrrv. landgræðslustjóri, Landgræðslu ríkisins.
Sveinn Sigurmundsson, ráðunautur, Búnaðarsambandi Suðurlands (skipaður í nóvember 2015 til að taka við af Jóhannesi Sveinbjörnssyni).
Faghópur 3:
Jón Ásgeir Kalmansson, heimspekingur, formaður.
Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur, lektor Viðskiptafræðideild HÍ.
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur, sviðsstjóri Embætti landlæknis.
Magnfríður Júlíusdóttir, landfræðingur, lektor Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.
Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur.
Faghópur 4:
Dr. Daði Már Kristófersson, hagfræðingur, forseti Félagsvísindasviðs HÍ, formaður.
Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum, HÍ.
Dr. Sigurður Jóhannesson, sérfræðingur í alþjóðahagfræði, HÍ.
3. Rökstuðningur fyrir flokkun sérhvers virkjunarkosts.
Í eftirfarandi lista kemur fram stuttur rökstuðningur fyrir flokkun hvers og eins þeirra virkjunarkosta sem flokkaðir hafa verið í samræmi við 1. og 3. gr. laga nr. 48/2011. Ítarlegri rökstuðning er að finna í meðfylgjandi skýrslu verkefnisstjórnar (fylgiskjal).
1. Orkunýtingarflokkur.
A. Vatnasvið
Landshluti | Vatnasvið | Virkjunarkostur | Nr. |
Ný afgreiðsla: | |||
Suðurland | Skrokkalda | Skrokkölduvirkjun | R3126A |
Rökstuðningur: Virkjunin er á miðhálendinu en þar sem nú þegar er búið að gera miðlunarlón (Hágöngulón), stíflur og tilraunaborholur er ekki lengur um óraskað svæði að ræða. Mannvirki virkjunarinnar verða að mestu neðanjarðar og því lítt sýnileg, að frátöldu hlaðhúsi, spenni og 1 km löngum skurði vestan við núverandi Sprengisandsleið. Ekki er gert ráð fyrir umfangsmikilli vegagerð vegna framkvæmdarinnar og auðvelt ætti að vera að afmá að mestu sýnilegt rask að framkvæmd lokinni. Í greinargerð virkjunaraðila kemur fram að raforka verði flutt með jarðstreng og því ætti þar ekki að vera um að ræða sýnileg áhrif vegna raforkuflutnings. | |||
Suðurland | Þjórsá | Holtavirkjun | R3130A |
Rökstuðningur: Óvissu um virkni seiðafleytna og um áhrif vatnsmagns- og rennslisbreytinga á gönguleiðir, hrygningarstöðvar og uppeldisstöðvar laxfiska verður ekki eytt á því stjórnsýslustigi sem verkefnisstjórnin starfar á, eðlilegt að um hana sé fjallað í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og við leyfisveitingar. | |||
Suðurland | Þjórsá | Urriðafossvirkjun | R3131A |
Rökstuðningur: Óvissu um virkni seiðafleytna og um áhrif vatnsmagns- og rennslisbreytinga á gönguleiðir, hrygningarstöðvar og uppeldisstöðvar laxfiska verður ekki eytt á því stjórnsýslustigi sem verkefnisstjórnin starfar á. Eðlilegt er að um hana sé fjallað í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og við leyfisveitingar. | |||
Vestfirðir | Austurgil | Austurgilsvirkjun | R3157A |
Rökstuðningur: Virkjunarkosturinn er inni á svæði sem er óbyggt víðerni samkvæmt lagalegri skilgreiningu, en samkvæmt niðurstöðum faghóps 2 hefði virkjun á svæðinu lítil áhrif á ferðamennsku, beit og veiði. Í ljósi framkominna gagna um gróðurfar, jarðfræði, fuglalíf, vatnalíf og menningarminjar á svæðinu er lagt til að virkjunarkosturinn verði í orkunýtingarflokki. | |||
Óbreytt frá afgreiðslu Alþingis 1. júlí 2015: | |||
Suðurland | Þjórsá | Hvammsvirkjun | R3129A |
Rökstuðningur: Vísað er til tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 13/141 sem samþykkt var á Alþingi 1. júlí 2015 þar sem virkjunarkosturinn var færður úr biðflokki yfir í orkunýtingarflokk. | |||
Óbreytt frá afgreiðslu Alþingis 14. janúar 2013: | |||
Vestfirðir | Ófeigsfjörður | Hvalárvirkjun | R3104B |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Norðurland | Blanda | Veituleið Blönduvirkjunar | R3105A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. |
B. Háhitasvæði
Landshluti | Háhitasvæði | Virkjunarkostur | Nr. |
Ný afgreiðsla: | |||
Reykjanesskagi | Krýsuvíkursvæði | Austurengjar | R3267A |
Rökstuðningur: Fremur lágar einkunnir faghópa 1 og 2. Verði virkjunarkosturinn nýttur er að mati faghóps 2 líklegt að verðmæti svæðisins í kringum Trölladyngju muni aukast, sérstaklega í ljósi nálægðar svæðisins við höfuðborgarsvæðið, og það sama gildir um svæðið við Austurengjar ef virkjun yrði reist við Trölladyngju. Vegna samlegðaráhrifa ber því að skoða ráðstöfun Austurengja í samhengi við afdrif svæðisins í grennd við Trölladyngju. Af þessum sökum er ekki talið réttlætanlegt að ráðstafa báðum þessum virkjunarkostum án þess að leggja nýtt mat á þau áhrif sem ráðstöfun annars svæðisins hefur á verðmæti hins. Á grundvelli áhrifaeinkunna frá faghópum 1 og 2 er lagt til að Austurengjar falli í nýtingarflokk en Trölladyngja í biðflokk. | |||
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | Hverahlíð II | R3271B |
Rökstuðningur: Lágar einkunnir faghópa 1 og 2 og stækkun á þegar röskuðu svæði en virkjunarkosturinn felur í raun í sér stækkun virkjunarsvæðisins í Hverahlíð til suðurs undir Norðurhálsa. | |||
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | Þverárdalur | R3257A |
Rökstuðningur: Fremur lágar einkunnir faghópa 1 og 2. Verði virkjunarkosturinn nýttur er að mati faghóps 2 líklegt að verðmæti Innstadals muni aukast, sérstaklega í ljósi nálægðar svæðisins við höfuðborgarsvæðið. Vegna samlegðaráhrifa ber því að skoða ráðstöfun Þverárdals í samhengi við afdrif Innstadals. Af þeim sökum er ekki talið réttlætanlegt að ráðstafa báðum þessum virkjunarkostum án þess að leggja nýtt mat á þau áhrif sem ráðstöfun annars svæðisins hefur á verðmæti hins. Á grundvelli áhrifaeinkunna er lagt til að Þverárdalur falli í nýtingarflokk en Innstidalur í biðflokk. | |||
Óbreytt frá afgreiðslu Alþingis 14. janúar 2013: | |||
Reykjanesskagi | Reykjanessvæði | Stóra-Sandvík | R3262A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Reykjanesskagi | Svartsengissvæði | Eldvörp | R3263A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Reykjanesskagi | Krýsuvíkursvæði | Sandfell | R3264A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Reykjanesskagi | Krýsuvíkursvæði | Sveifluháls | R3266A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | Meitillinn | R3269A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Norðausturland | Námafellssvæði | Bjarnarflagsvirkjun | R3297A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Norðausturland | Kröflusvæði | Kröfluvirkjun | R3298A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. |
C. Vindorka
Landshluti | Vindorkusvæði | Virkjunarkostur | Nr. |
Norðurland | Blöndulundur | Blöndulundur | R3302A |
Rökstuðningur: Virkjunarkosturinn er á röskuðu svæði sem hefur fremur lágt verndargildi að mati faghóps 1. |
2. Biðflokkur.
Virkjunarkostir með rökstuðningnum Gögn ekki fullnægjandi eru virkjunarkostir sem lagðir voru fram í 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar af Orkustofnun í samræmi við 2. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 án þess að fyrir lægi beiðni um slíkt frá virkjunaraðila. Í heild er um að ræða 28 virkjunarkosti. Þegar verkefnisstjórn hóf vinnu við 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar lá fyrir að hún mundi ekki á starfstíma sínum geta lokið umfjöllun um alla virkjunarkostina. Í ljósi þessa ákvað verkefnisstjórn því að forgangsraða vinnu sinni þannig að þeir virkjunarkostir sem virkjunaraðilar hefðu óskað eftir að yrði fjallað um voru teknir til umfjöllunar og skyldu njóta forgangs. Þessir 28 virkjunarkostir eru samt sem áður hluti af tillögum verkefnisstjórnar í biðflokki, en efnisleg umfjöllun um þá virkjunarkosti hefur ekki farið fram.
A. Vatnasvið
Landshluti | Vatnasvið | Virkjunarkostur | Nr. |
Ný afgreiðsla: | |||
Suðurland | Hólmsá | Hólmsárvirkjun | R3119A |
Rökstuðningur: Hátt verndargildi og há áhrifaeinkunn faghóps 2, mikil framtíðarverðmæti fyrir ferðaþjónustuna og hugsanleg samlegðaráhrif vegna ráðstöfunar annarra verðmætra vatnasviða. Talið þjóna almannahagsmunum að bíða með ákvörðun um ráðstöfun vatnasviðsins þar til lagt hefur verið nýtt mat á verndargildi þess. | |||
Suðurland | Hólmsá | Hólmsárvirkjun við Atley | R3121A |
Rökstuðningur: Hátt verndargildi og fremur há áhrifaeinkunn faghóps 2, mikil framtíðarverðmæti fyrir ferðaþjónustuna og hugsanleg samlegðaráhrif vegna ráðstöfunar annarra verðmætra vatnasviða. Talið þjóna almannahagsmunum að bíða með ákvörðun um ráðstöfun vatnasviðsins þar til lagt hefur verið nýtt mat á verndargildi þess. | |||
Suðurland | Hvítá | Búðartunguvirkjun | R3134A |
Rökstuðningur: Hátt verndargildi, nálægð við Gullfoss en virkjunarkosturinn felur í sér inngrip í Hvítá skammt fyrir ofan fossinn. Skortur er á rannsóknum á áhrifum á upplifun ferðamanna en engar slíkar rannsóknir eru til. | |||
Suðurland | Hagavatn | Hagavatnsvirkjun | R3139A |
Rökstuðningur: Mjög mikill breytileiki í einkunnum fyrir einstök viðföng, þ.e. mjög háar og mjög lágar einkunnir. Mjög verðmæt ummerki um hörfunarsögu jökuls, en ummerki þessarar sögu eru óröskuð. Miklir framtíðarmöguleikar fyrir útivist. Mannvirkjagerð á svæði sem er óbyggt víðerni samkvæmt skilgreiningu laga um náttúruvernd. Hugsanleg samlegðaráhrif með Búðartunguvirkjun. | |||
Suðurland | Stóra-Laxá | Stóra-Laxá | R3141A |
Rökstuðningur: Fremur lág meðaltöl áhrifaeinkunna, neikvæð áhrif á fágætan laxastofn og miklir framtíðarmöguleikar fyrir ferðaþjónustu. Mannvirkjagerð á svæði sem er óbyggt víðerni samkvæmt skilgreiningu laga um náttúruvernd, hugsanleg samlegðaráhrif með Þjórsá og óvissa um samfélagsleg áhrif. | |||
Óbreytt frá afgreiðslu Alþingis 14. janúar 2013 og aðrir nýir virkjunarkostir: | |||
Vesturland | Hvítá í Borgarfirði | Kljáfossvirkjun | R3101A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Vesturland | Grímsá í Borgarfirði | Reyðarvatnsvirkjun | R3144A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Vesturland | Hvítá í Borgarfirði | Hvítá við Norðurreyki | R3145A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Hverfisfljót | Hverfisfljótsvirkjun | R3115A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Hvítá í Árnessýslu | Haukholtavirkjun | R3135A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Hvítá í Árnessýslu | Vörðufell | R3136A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Hvítá í Árnessýslu | Hestvirkjun | R3137A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Ölfusá | Selfossvirkjun | R3138A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Hverfisfljót | Kaldbaksvirkjun | R3151A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Biskupstungur | Brúarárvirkjun | R3153A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Núpsá o.fl. | Núpsárvirkjun | R3155A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Austurland | Þistilfjörður | Hafralónsá efra þrep | R3146A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Austurland | Þistilfjörður | Hafralónsá neðra þrep | R3147A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Austurland | Vopnafjörður | Hofsárvirkjun | R3148A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Austurland | Austurland | Hraunavirkjun Fljótsdaldur | R3149A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Austurland | Austurland | Hraunavirkjun Berufjörður | R3150A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Norðurland | Blanda | Blöndudalsvirkjun | R3154A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Norðurland | Vatnsdalsá | Vatnsdalsá | R3142A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. |
B. Háhitasvæði
Landshluti | Háhitasvæði | Virkjunarkostur | Nr. |
Ný afgreiðsla: | |||
Reykjanesskagi | Krýsuvíkursvæði | Trölladyngja | R3265A |
Rökstuðningur: Fremur lágar einkunnir faghópa 1 og 2 og vegna samlegðaráhrifa er líklegt að verðmæti svæðisins aukist ef virkjað verður við Austurengjar og ber að skoða ráðstöfun í samhengi við afdrif þess svæðis. | |||
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | Innstidalur | R3273A |
Rökstuðningur: Vaxandi fágæti lítt raskaðra útivistarsvæða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Vegna samlegðaráhrifa ber að skoða ráðstöfun í samhengi við afdrif Þverárdals. | |||
Suðurland | Hágöngur | Hágönguvirkjun | R3291A |
Rökstuðningur: Tiltölulega há áhrifaeinkunn faghóps 2 og mikið sýnilegt rask í næsta nágrenni friðlýsts svæðis. Skortur á skilgreiningu skilmála fyrir nærsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. | |||
Norðausturland | Fremrinámar | Fremrinámar | R3296A |
Rökstuðningur: Upplýsingar skortir um öflun kælivatns og mikill breytileiki er í einkunnum fyrir einstök viðföng þ.e. mjög háar og mjög lágar einkunnir. Virkjun mundi skerða víðerni og landslagsheildir. Mannvirkjagerð á svæði sem er óbyggt víðerni og framtíðarvirði er hugsanlega vanmetið. Mjög sérstök örveruflóra á svæðinu. | |||
Óbreytt frá afgreiðslu Alþingis 14. janúar 2013 og aðrir nýir virkjunarkostir: | |||
Suðurland | Grímsnes | Seyðishólar | R3205A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Biskupstungur | Sandfell | R3206A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Hrunamannahreppur | Reykjaból | R3207A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Tungnaársvæði | Sköflungur | R3208A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Torfajökulssvæði | Botnafjöll | R3210A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Torfajökulssvæði | Grashagi | R3211A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Torfajökulssvæði | Sandfell | R3212A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Suðurland | Kjölur | Hveravellir | R3283A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Norðausturland | Öxarfjörður | Bakkahlaup | R3209A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. | |||
Norðausturland | Ódáðahraun | Hrúthálsar | R3295A |
Rökstuðningur: Gögn ekki fullnægjandi. |
C. Vindorka
Landshluti | Vindorkusvæði | Virkjunarkostur | Nr. |
Suðurland | Búrfellslundur | Búrfellslundur | R3301A |
Rökstuðningur: Lágar einkunnir faghóps 1 og háar einkunnir faghóps 2. Mikil neikvæð áhrif á mörg verðmæt ferðasvæði. |
3. Verndarflokkur.
A. Vatnasvið
Landshluti | Vatnasvið | Virkjunarkostur | Nr. |
Ný afgreiðsla: | |||
Norðurland | Héraðsvötn | Skatastaðavirkjun C | R3107C |
Rökstuðningur: Vatnasvið Héraðsvatna er með hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í faghópi 1 í 3. áfanga og þá er virkjunarkosturinn Skatastaðavirkjun C með næsthæstu áhrifaeinkunn allra virkjunarkosta sem faghópurinn fjallaði um. Virkjunarkosturinn er á svæði sem er óbyggð víðerni samkvæmt lagalegri skilgreiningu og virkjun á svæðinu mundi hafa í för með sér umtalsvert rask á hálendi, svo og á sífrerarústum og fleiri fyrirbærum sem Íslendingar bera alþjóðlega ábyrgð á. Virkjun mundi slíta sundur vistkerfi og samfélög lífvera, hafa mikil neikvæð áhrif á vistgerðir með verulegt verndargildi samkvæmt náttúruverndarlögum og valda mikilli röskun vegna breytinga á rennsli og framburði, sérstaklega á flæðiengjum sem hafa mikið vistfræðilegt gildi og eru þær umfangsmestu á landinu. Þá gætu framkvæmdirnar spillt stórum minjaheildum í Austur- og Vesturdal frá árunum 870–1400, sem jafnvel eru einstakar á heimsvísu. Einnig yrði mikil skerðing á sjónrænni fjölbreytni og á fágætum landslagsgerðum. Í niðurstöðum faghóps 2 kemur fram að jökulsárnar í Skagafirði séu bestu ár á landinu, og jafnvel í Evrópu, til flúðasiglinga og að Jökulsá eystri sé sú eina á landinu þar sem hægt er að fara í tveggja daga siglingu. Árnar séu því mjög mikilvægar fyrir ferðaþjónustu bæði á landsvísu og í héraði. Virkjun þessara vatnsfalla mundi því í raun hafa meiri áhrif en meðaltal áhrifaeinkunna faghópsins gefur til kynna. | |||
Norðurland | Héraðsvötn | Skatastaðavirkjun D | R3107D |
Rökstuðningur: Vatnasvið Héraðsvatna er með hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í faghópi 1 í 3. áfanga og þá er virkjunarkosturinn Skaðastaðavirkjun D með þriðju hæstu áhrifaeinkunn sem faghópurinn fjallaði um. Virkjunarkosturinn er á svæði sem er óbyggt víðerni samkvæmt lagalegri skilgreiningu. Virkjun á svæðinu mundi hafa í för með sér umtalsvert rask á hálendi, svo og á sífrerarústum og fleiri fyrirbærum sem Íslendingar bera alþjóðlega ábyrgð á. Virkjun mundi slíta sundur vistkerfi og samfélög lífvera, hafa mikil neikvæð áhrif á vistgerðir með verulegt verndargildi samkvæmt náttúruverndarlögum og valda mikilli röskun vegna breytinga á rennsli og framburði, sérstaklega á flæðiengjum sem hafa mikið vistfræðilegt gildi og eru þær umfangsmestu á landinu. Þá gætu framkvæmdirnar spillt stórum minjaheildum í Austur- og Vesturdal frá árunum 870–1400, sem jafnvel eru einstakar á heimsvísu. Einnig yrði mikil skerðing á sjónrænni fjölbreytni og á fágætum landslagsgerðum. Í niðurstöðum faghóps 2 kemur fram að jökulsárnar í Skagafirði séu bestu ár á landinu, og jafnvel í Evrópu, til flúðasiglinga og að Jökulsá eystri sé sú eina á landinu þar sem hægt er að fara í tveggja daga siglingu. Árnar séu því mjög mikilvægar fyrir ferðaþjónustu bæði á landsvísu og í héraði. Virkjun þessara vatnsfalla mundi því í raun hafa meiri áhrif en meðaltal áhrifaeinkunna faghópsins gefur til kynna. | |||
Norðurland | Héraðsvötn | Villinganesvirkjun | R3108A |
Rökstuðningur: Vatnasvið Héraðsvatna er með hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í faghópi 1 í 3. áfanga. Villinganesvirkjun mundi hafa í för með sér umtalsvert rask, aftengja landmótunarferli vatnsfalla og hylja gljúfur. Virkjunin mundi slíta sundur vistkerfi og samfélög lífvera, raska alþjóðlega mikilvægum fuglasvæðum á láglendi, hafa mikil neikvæð áhrif á vistgerðir með verulegt verndargildi samkvæmt náttúruverndarlögum og valda mikilli röskun vegna breytinga á rennsli og framburði, sérstaklega á flæðiengjum sem hafa mikið vistfræðilegt gildi og eru þær umfangsmestu á landinu. Einnig yrði mikil skerðing á sjónrænni fjölbreytni. Í niðurstöðum faghóps 2 kemur fram að jökulsárnar í Skagafirði séu bestu ár á landinu, og jafnvel í Evrópu, til flúðasiglinga og að Jökulsá eystri sé sú eina á landinu þar sem hægt er að fara í tveggja daga siglingu. Árnar séu því mjög mikilvægar fyrir ferðaþjónustu bæði á landsvísu og í héraði. Virkjun þessara vatnsfalla mundi því í raun hafa meiri áhrif en meðaltal áhrifaeinkunna faghópsins gefur til kynna. | |||
Norðurland | Héraðsvötn | Blanda, Vestari-Jökulsá | R3143A |
Rökstuðningur: Vestari-Jökulsá er hluti af því landsvæði sem lagt er til að flokkað verði í verndarflokk (sbr. umfjöllun um virkjunarkostina Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D og Villinganesvirkjun) og því er lagt til að virkjunarkosturinn verði flokkaður í verndarflokk. | |||
Norðurland | Skjálfandafljót | Fljótshnúksvirkjun | R3109A |
Rökstuðningur: Vatnasvið Skjálfandafljóts er með þriðja hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í faghópi 1 í 3. áfanga. Virkjunin mundi hafa í för með sér umtalsvert rask á hálendi, mikla röskun á varpstöðvum heiðagæsa og fálka og einnig röskun á framburði og vatnsstöðu niður í sjó, þar sem eru mikilvæg votlendissvæði fyrir fugla, einhver þau tegundaríkustu á landinu. Á vatnasviði Skjálfandafljóts eru 16 tegundir fugla á válista. Virkjunarmannvirki yrðu á svæði sem er óbyggt víðerni samkvæmt lagalegri skilgreiningu. Virkjunin er einn þriggja virkjunarkosta sem hafa mundu mest neikvæð áhrif á ferðamennsku og útivist samkvæmt niðurstöðum faghóps 2 og mundi skerða víðfeðmar heildstæðar landslagsheildir sem einkennast af óbyggðum víðernum. | |||
Norðurland | Skjálfandafljót | Hrafnabjargavirkjun A | R3110A |
Rökstuðningur: Vatnasvið Skjálfandafljóts er með þriðja hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í faghópi 1 í 3. áfanga. Virkjunin mundi minnka vatnsmagn í Ingvararfossi og Aldeyjarfossi verulega, hafa í för með sér umtalsvert rask við Hrafnabjörg, raska mjög varpstöðvum heiðagæsa og fálka, svo og framburði og vatnsstöðu niður í sjó, þar sem eru mikilvæg votlendissvæði fyrir fugla, einhver þau tegundaríkustu á landinu. Á vatnasviði Skjálfandafljóts eru 16 tegundir fugla á válista. Virkjunin mundi eyðileggja að mestu menningarlandslag í Krókdal og skerða einnig rannsóknarmöguleika á menningarminjum á öðrum svæðum. Samkvæmt niðurstöðum faghóps 2 mundi virkjunin draga mjög úr áhuga ferðamanna á að ferðast um svæðið og almennt er virkjunarkosturinn einn þeirra fimm virkjunarkosta sem hafa mundu mest neikvæð áhrif á ferðamennsku og útivist. | |||
Norðurland | Skjálfandafljót | Hrafnabjargavirkjun B | R3110B |
Rökstuðningur: Vatnasvið Skjálfandafljóts er með þriðja hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í faghópi 1 í 3. áfanga. Virkjunin hlífir Aldeyjarfossi en mundi minnka vatnsmagn í Ingvararfossi verulega, hafa í för með sér umtalsvert rask við Hrafnabjörg, raska mjög varpstöðvum heiðagæsa og fálka, svo og framburði og vatnsstöðu niður í sjó, þar sem eru mikilvæg votlendissvæði fyrir fugla, einhver þau tegundaríkustu á landinu. Á vatnasviði Skjálfandafljóts eru 16 tegundir fugla á válista. Virkjunin mundi eyðileggja að mestu menningarlandslag í Krókdal og skerða einnig rannsóknarmöguleika á menningarminjum á öðrum svæðum. Samkvæmt niðurstöðum faghóps 2 mundi virkjunin draga mjög úr áhuga ferðamanna á að ferðast um svæðið. | |||
Norðurland | Skjálfandafljót | Hrafnabjargavirkjun C | R3110C |
Rökstuðningur: Vatnasvið Skjálfandafljóts er með þriðja hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í faghópi 1 í 3. áfanga. Virkjunin hlífir Aldeyjarfossi en mundi minnka vatnsmagn í Ingvararfossi verulega, hafa í för með sér umtalsvert rask við Hrafnabjörg, raska mjög varpstöðvum heiðagæsa og fálka, svo og framburði og vatnsstöðu niður í sjó, þar sem eru mikilvæg votlendissvæði fyrir fugla, einhver þau tegundaríkustu á landinu. Á vatnasviði Skjálfandafljóts eru 16 tegundir fugla á válista. Virkjunin mundi eyðileggja að mestu menningarlandslag í Krókdal og skerða einnig rannsóknarmöguleika á menningarminjum á öðrum svæðum. Samkvæmt niðurstöðum faghóps 2 mundi virkjunin draga mjög úr áhuga ferðamanna á að ferðast um svæðið. | |||
Suðurland | Skaftá | Búlandsvirkjun | R3140A |
Rökstuðningur: Vatnasvið Skaftár er með næsthæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í faghópi 1 í 3. áfanga. Þá fékk virkjunarkosturinn hæstu áhrifaeinkunn allra virkjunarkosta sem til umfjöllunar voru, bæði hjá faghópi 1 og faghópi 2. Í niðurstöðum faghóps 1 kemur fram að Búlandsvirkjun mundi hafa í för með sér rof á einstæðri jarðfræðilegri heild og spilla ummerkjum Skaftárelda sem eru einstæðar minjar á heimsvísu. Einstök lindasvæði gætu raskast, fjölbreytt búsvæði fiska og smádýra mundu eyðileggjast og mikil óvissa er um vatnsrennsli á verðmætustu búsvæðunum. Mikið rask yrði á gróðri og jarðvegi, auk áhrifa á vistkerfi og jarðveg vegna foks úr lónstæði og farvegi Skaftár frá inntakslóni að útfalli. Menningarminjar væru í hættu, þar á meðal Granahaugur og Tólfahringur sem býður upp á mikla möguleika í rannsóknum. Einnig yrði mikil skerðing á sjónrænu gildi og fjölbreytni, auk mikilla áhrifa á fágætar landslagsgerðir. Í niðurstöðum faghóps 2 kemur fram að neikvæð áhrif Búlandsvirkjunar yrðu víðtæk. Mannvirki fyrirhugaðrar virkjunar yrðu rétt við hálendismiðstöðina Hólaskjól en þar er gjarnan upphaf eða endir gönguleiða um Fjallabakssvæðið, svo sem norður til Langasjávar, til vesturs í Þórsmörk, Heklu eða Landmannalauga og að einhverju leyti á Lakasvæðið. Búlandsvirkjun hefur næstmest neikvæð áhrif á ferðamennsku og útivist af þeim virkjunarkostum sem til umfjöllunar eru. Einnig mundi virkjunin hafa mjög mikil neikvæð áhrif á beitarhlunnindi og umtalsverð neikvæð áhrif á veiði, einkum vegna óvissu um áhrif á rennsli um lindir til Grenlækjar, Tungulækjar og Eldvatns. Í þeim eru sérstakir stofnar sjóbirtings sem eru með þeim stærstu hér á landi og gefa umtalsverð veiðihlunnindi. Áhrif verða einnig vegna minnkaðs vatnsrennslis til Tungufljóts. | |||
Suðurland | Þjórsá – vestur | Kjalölduveita | R3156A |
Rökstuðningur: Að fengnu áliti faghópa 1 og 2 taldi verkefnisstjórn að um væri að ræða breytta útfærslu Norðlingaölduveitu, að sama vatnasvið, Þjórsárver, sé undir í báðum tilvikum og að virkjunarframkvæmdir á þessu landsvæði muni hafa áhrif sem skerði verndargildi svæðisins. Ákvörðun um að setja Norðlingaölduveitu í verndarflokk í verndar- og orkunýtingaráætlun 2013 byggðist fyrst og fremst á sérstöðu og verndargildi svæðisins. Þrátt fyrir að nafn virkjunarkostsins sé annað, vatnsborð lónsins sé lægra, lónið minna og mannvirki neðar í farveginum hafa framkvæmdirnar áhrif á sama landsvæði og því hefur þessi breytta útfærsla virkjunarkostsins ekki áhrif á þessar grunnforsendur flokkunarinnar. | |||
Óbreytt frá afgreiðslu Alþingis 14. janúar 2013: | |||
Suðurland | Djúpá | Djúpárvirkjun | R3114A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Suðurland | Hólmsá | Hólmsárlón | R3120a |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Suðurland | Markarfljót | Markarfljótsvirkjun A | R3122A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Suðurland | Markarfljót | Markarfljótsvirkjun B | R3123B |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Suðurland | Tungnaá | Tungnaárlón | R3124B |
Rökstuðningur: Breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013 á útfærslu virkjunarkostsins breyta ekki forsendum fyrir verndargildi viðkomandi landsvæðis og flokkun þess í verndarflokk. | |||
Suðurland | Þjórsá – vestur | Norðlingaölduveita | R3127B |
Rökstuðningur: Breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013 á útfærslu virkjunarkostsins breyta ekki forsendum fyrir verndargildi viðkomandi landsvæðis og flokkun þess í verndarflokk. | |||
Suðurland | Jökulfall, Kjölur | Gýgjarfossvirkjun | R3132A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Suðurland | Hvítá, Árnessýslu | Bláfellsvirkjun | R3133A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. |
B. Háhitasvæði
Landshluti | Háhitasvæði | Virkjunarkostur | Nr. |
Óbreytt frá afgreiðslu Alþingis 14. janúar 2013: | |||
Norðausturland | Gjástykkissvæði | Gjástykki | R3200B |
Rökstuðningur: Breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013 á útfærslu virkjunarkostsins breyta ekki forsendum fyrir verndargildi viðkomandi landsvæðis og flokkun þess í verndarflokk. | |||
Reykjanesskagi | Brennisteinsfjöll | Brennisteinsfjöll | R3268A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | Bitra | R3274A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | Grændalur | R3277A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Suðurland | Kerlingarfjöll | Hverabotn | R3279A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Suðurland | Kerlingarfjöll | Neðri-Hveradalir | R3280A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Suðurland | Kerlingarfjöll | Kisubotnar | R3281A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. | |||
Suðurland | Kerlingarfjöll | Þverfell | R3282A |
Rökstuðningur: Engar eða óverulegar breytingar frá verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt var 14. janúar 2013. |
Fylgiskjal.
Lokaskýrsla verkefnisstjórnar 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar 2013–2017.