Katl neysluvatn – Dýrara en þú heldur

Grein/Linkur: Kalda vatnið getur verið átta sinum dýrara en það heita

Höfundur: Sigurður Grétar Guðmundsson

Heimild: 

.

vatnsdrikkja

.

Október 2007

Kalda vatnið getur verið átta sinum dýrara en það heita

Það virðast margir hafa vaknað upp við vondan draum þegar þeir gerðu sér grein fyrir að kalda, tæra íslenska drykkjarvatnið er síður en svo ókeypis.

Hvernig má það vera, það rennur ómælt inn á hvert heimili eða er ekki svo.

Jú, nánast inn á hvert heimili á landinu, þó með einni undantekningu. Í Vestmannaeyjum er rennslismælir í hverju húsi fyrir kalt vatn svo ætla mætti að Vestmannaeyingar séu rukkaðir fyrir hvern dropa og það er í sjálfu sér hárrétt. Hins vegar er ekki þar með sagt að þeir séu verr settir eða þurfi að borga meira fyrir kalda vatnið en aðrir þéttbýlisbúar.

Víðast hvar er borgað fyrir heita vatnið eftir rennslismæli, ákveðin upphæð fyrir hvern rúmmetra af heitu vatni eða fyrir hvert tonn eins og oft er sagt í daglegu tali. En gjaldtakan fyrir kalda vatnið er ekki eftir því vatnsmagni sem hver og einn notar heldur er gjaldið reiknað út eftir fasteignamati húss eða íbúðar.

Er þetta réttlátur gjaldstofn?

Tæplega er hægt að segja það. Þarna er ekkert tillit tekið til þess hve margir eru í heimili en að sjálfsögðu eykst kaldavatnsnotkunin með hverjum einstaklingi í fjölskyldunni. Sérstaklega verður þetta óréttlátt gagnvart eldra fólki sem vill búa áfram í sínum ágætu en kannski stóru húsum. Það er ekki vafi á því að það er notað miklu meira af köldu vatni meðan öll börnin eru að vaxa úr grasi.

kalda vatnidHugsum okkur svolítið dæmi um kostnað við heitt vatn annars vegar og kalt hins vegar, hafa ber í huga að þetta er aðeins tilbúið dæmi og þessi kostnaður getur verið ærið mismunandi eftir hvar á landinu er og í hvaða sveitarfélagi. Gefum okkur að húsið sé 600 rúmmetrar og heitavatnsnotkun á ári sé 780 rúmmetrar á 80 kr/m3 sem gerir 62.400 kr. Kalda vatnið er ómælt en borgast sem hlutfall af fasteignamati hússins og til að gera langa sögu stutta segjum við að það sé sama upphæð og borgað er fyrir heita vatnið, hvort tveggja miðað við kostnað á ári.

En hverju eyða öldruð hjón á ári af köldu vatni?

Ekki út í hött að segja það vera 50 rúmmetra á höfuð eða 100 rúmmetra samanlagt,

Hvað kostar þá rúmmetrinn af köldu vatni?

Hann kostar hvorki meira né minna en 624 kr. þegar heita vatnið kostar 80 kr., kalda vatnið er því sem næst átta sinnum dýrara en heita vatnið!

Þetta er líklega nokkuð sem fæstir húseigendur gera sér grein fyrir en það skal endurtekið að þetta er tilbúið dæmi. Það væri sannarlega fróðlegt að fá raunveruleg dæmi t. d. frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Eitthvað er á bak við það að þar ryðjast sveitarstjórnarmenn hver um annan þveran til að koma sér upp sinni eigin kaldavatnsveitu, eftir einhverju er að slægjast.

Þegar tvö núll voru skorin aftan af krónunni um árið urðu margir varir við að sumir seljendur vöru og þjónustu notuðu sér breytinguna til að hagnast, í þeirri von að hver og einn væri ekki með innbyggðu reiknivélina í startstöðu. Sama gerðist, og þó miklu freklegar, þegar evra var tekin upp í mörgum Evrópulöndum.

En við síðustu endurskoðun á fasteignamati hérlendis, sem víðast hvar var allhressilega til hækkunar, notuðu sveitarstjórnir tækifærið og stórhækkuðu öll gjöld af fasteignum þar sem fasteignamatið er gjaldstofn fyrir öll þau gjöld, hvaða nafni sem þau nefnast, fasteignagjald, vatnsskattur, holræsagjald og svo framvegis. Flest þeirra sýndu þó lit, eða miklu fremur klæki, með því að lækka prósentuna sem miðað var við, en víðast var það aðeins sýndarmennska.

Er ekki kominn tími til að gera sér grein fyrir að þessi gjaldstofn sveitarfélaga, fasteignir og íbúðarhúsnæði almennings, er jafnvel svo skattlagt að það stendur eðlilegu viðhaldi húsa fyrir þrifum?

Fleira áhugavert: