Euroskills 2023 – Fulltrúi Íslands

Grein/Linkur: Kristófer Kárason keppir í pípulögnum í EuroSkills

Höfundur: Samtök Iðnaðarins

Heimild:

.

Mynd (Kristófer Kárason)  – si.is 22.08.2023

.

Ágúst 2023

Kristófer Kárason keppir í pípulögnum í EuroSkills

Kristófer Kárason er fulltrúi Íslands í keppni í pípulögnum í  EuroSkills sem fer fram í Gdansk í Póllandi 5.- 9. september næstkomandi. Það eru Félag pípulagningameistara, FP, og  Félag iðn- og tæknigreina, FIT, sem senda Kára í keppnina. Gunnar Ásgeir Sigurjónsson mun þjálfa og halda utan um verkefnið. Þess má geta að Kristófer varð Íslandsmeistari í pípulögnum árið 2019 og er þriðji ættliðurinn sem lærir pípulagnir.
Keppnin í pípulögnum skiptist upp í 4 grunnþætti; neysluvatn, hitakerfi, hreinlætistæki og gaslögn. Það verða lagðar lagnir frá varmadælu og gasbrennara að hitakút og að hitakerfi. Kerfið er þannig uppbyggt að varmadæla á að reyna að sjá kerfinu fyrir hita og er lagt frá henni að hitakút þar sem upphitun fer fram í gegnum spíral í kútnum. Önnur lögn fer frá varmadælunni að hitakerfi. Ef varmadæla nær ekki að anna eftirspurn kerfisins getur gasbrennarinn tekið yfir bæði hita og neysluvatnskerfi. Lagnir frá varmadælu og gasbrennara fara í skipti þar sem hægt er að skipta á milli hvort kerfið hitar upp hitakerfið. Hitakerfið skiptist í ofna og gólfhitakerfi. Lagt er að einum ofni og gólfhitadeilikistu. Neysluvatn er lagt að hreinlætistækjum og það þarf að setja upp klósettgrind, handlaugargrind og innbyggt sturtublöndunartæki ásamt sturtubotni. Það þarf að leggja frárennslislögn frá þessum tækjum.Efnið sem notað er í keppninni er galvaniserað pressað stál, eir sem verður lóðaður með tini og einnig verður hluti af eirlögninni pressaður. Tengingar við hreinlætistæki verða lagðar úr álplasti.Það verður mikið beygt í keppninni og nákvæmni og snyrtileiki ásamt vinnuhraða eru lykilorð í þessari keppni. Tíminn sem er gefinn í keppninni eru 18 klukkustundir.

Hér er hægt að nálgast myndband með innliti til Kristófers Kárasonar:  https://www.facebook.com/lagnameistarinn/videos/1003771877295389

Fleira áhugavert: