Lagnavefurinn Lagnaval – Upplýsingavefur sem var

Grein/Linkur: Lagnavefurinn lagnaval.is

Höfundur: Páll Árnason, Iðntæknistofnun – Ásbjörn Einarsson, Verkfræðiþj. ÁE – Hrefna Kristmannsdóttir, Orkustofnun
Einar Jón Ásbjörnsson, Iðntæknistofnun – Jón Mattíasson, Iðntæknistofnun – Steinunn Hauksdóttir, Orkustofnun

Heimild:

.

2001

Smella á skjal til að opna

Smella á skjal til að opna

.

Lagnaval.is er upplýsingavefsíða um val á vatnslagnaefni fyrir íslenskar aðstæður.

Vefsíðan gefur (gaf) ráðleggingar um val á lagnaefni fyrir helstu búsvæði landsins út frá efnagreiningum á neyslu- og hitaveituvatni. Notandi síðunnar getur því valið sitt búsvæði og fundið út hvaða lagnaefni hentar fyrir heitt og kalt kranavatn. Að sama skapi má sjá hvaða lagnaefni hentar fyrir mismunandi hitakerfi, þ.e. gegnumstreymis-, hringrásar-, gólfhita- og snjóbræðslukerfi.

Þá er einnig gefinn möguleiki á að slá inn einhverja tiltekna efnagreiningu og fá ráðgjöf miðað við hana. Þeir eiginleikar vatnsins sem þá eru settir inn, eru þeir sem skipta meginmáli fyrir lagnavalið. Fyrir kalt vatn eru eiginleikarnir sýrustig vatnsins (pH) og styrkur koltvíoxíðs (CO2), súrefnis (O2), klórs (Cl), kalsíum (Ca) og magnesíum (Mg). Fyrir hitaveituvatn eru þetta sömu þættir og áður en að auki hitastig vatnsins og styrkur brennisteinsvetnis (H2S), kísiloxíðs (SiO2) og flúors (F).

Finna má upplýsingar um mismunandi gerðir lagnaefnis á vefsíðunni og birtur er listi yfir greinar sem tengjast hugmyndafræði síðunnar. Einnig eru gefnir tenglar inn á heimasíður ýmissa fyrirtækja, stofnana og veitna.

Fleira áhugavert: