Vindrellan Engidal – Sumarið 1942

Grein/Linkur: Rafvæðing og vatnsveita

Höfundur: Engidalur

Heimild:

.

Reykingatunna á skorsteininum fyrir silung og hangikjöt

.

Rafvæðing og vatnsveita

Vindrellan (-rafstöðin) sem sést á staurnum lengst til hægri á myndinni var sett upp í Engidal sumarið 1942 og nýttist vel til ljósa og hleðslu rafgeymis fyrir útvarstækið sem var í hvíta stofuskápnum, efra hólfi en rafgeymirinn var í neðra lokaða hólfinu.

Rafgeymarnir sem tóku við hleðslunni voru hins vegar í rafgeymaskápnum sem enn er andspænis stiganum upp á efstu hæðina. Í Saltvík var hins vegar ekkert rafmagn þannig að sumarið 1951 var rellan tekin niður staurinn sagaður sundur við steinbrún rellustólpans sem enn er á sínum stað. Staurinn var síðan settur upp við austurstafn fjóshlöðunnar i Saltvík, vindrafstöðin sett þar upp og þjónaði þar fyrra hlutverki allt til búskaparloka okkar þar 1960. Horfin nú en mun hafa verið 12 volta,rafgeymir f. útvarp mun hafa verið 6 volta þannig að saman þurfti að tengja tvo slíka til móttöku hleðslu..

Í bréfum Páls til Skúla kemur fram að útvarpsviðtæki var til áður í Engidal en vegna kostaðar og erfiðleika með rafhlöður mun pabbi hafa sagt áskrift upp og útvarpslaust verðið í Engidal nokkur ár áður en útvarpið kom sem fluttist með okkur til Saltvíkur.
Fljótlega mun gamla viðtækið hafa bilað og þurrhlöðutæki fengið  í þess stað á Saltvíkurheimilið.

Þessi vindmylla var í framleiðslu talsvert lengi um 1980 var hægt að fá slíka fyrir 1431 dollara hjá Leifur Boucher sf á Hverfisgötunni.  Það var tréspaði á myllunni 6 feta langur, myllan var 200 wött.

Rafmangslaust var síðan að nýju í Engidal þar til………ljósavél…………..veitukerfi

.

Fleira áhugavert: