Flotsaur – Góða heilsa eða slæmt?
Grein/Linkur: Er flotsaur til marks um góða heilsu?
Höfundur: Lifandi Vísindi
.
.
Maí 2023
Er flotsaur til marks um góða heilsu?
Pabbi minn sagði ætíð að saur sem liggur og flýtur í vatninu eftir salernisferð væri til marks um góða heilsu og vænlegt trefjamagn. Er þetta rétt?
Ef saurinn ykkar flýtur eftir salernisferð þá tilheyrið þið þeim 10-15% fólks sem kúkar flotkúk.
Fljótandi saurinn stafar fyrst og fremst af þarmalofti í hægðunum. Vísindamenn veittu því athygli í rannsókn einni að hægðir tiltekinna músa án þarmagerla sukku ávallt beint til botns á meðan hægðir annarra músa flutu ætíð ofan á vatninu. Um leið og komið hafði verið fyrir gerlum í þörmum tilraunamúsanna fór saur þeirra einnig að fljóta.
Flotsaur kann að vera af hinu góða eða slæma
Flotgeta saursins kann einnig að stafa af óvenjumiklu fituinnihaldi.
Feitar hægðir eru oft til marks um fitusaur sem vísar til óeðlilegs magns fitu eða fituefna í hægðum. Fitusaur getur m.a. stafað af sýkingum í þörmum, bólgu í briskirtlinum eða glútenóþoli. Í slíkum tilvikum er flotsaur ekki af hinu góða.
Þeir sem borða næringarríka fæðu hafa yfir að ráða þarmagerlum sem sjá fyrir miklu lofti. Það loft sem ekki losnar þegar við leysum vind safnast fyrir í hægðunum og lyftir saurnum upp á vatnsyfirborðið. Fljótandi saur er fyrir vikið til marks um góða heilsu sökum þess að margir gerlar sem brjóta niður trefjar hafa jákvæð áhrif á heilsuna.
Sjúkdómsvaldandi gerlar geta þó einnig leitt af sér loft, svo heilsuáhrifin ráðast í raun af gerlunum sem loftframleiðslunni valda.
Þess vegna flýtur saur
Loftframleiðandi örverur sjá til þess að halda saurnum ofarlega í vatninu.