Hvernig er álag á ferskvatn og strandsjó mælt?

Grein/Linkur:  Álagsgreining

Höfundur: Umhverfistofnun

Heimild: 

.

.

Álagsgreining

Margs konar umsvif manna geta valdið álagi á ferskvatn og strandsjó, ýmist með losun efna út í umhverfið eða vegna vatnsformfræðilegra breytinga. Dæmi um álag vegna losun efna út í umhverfið væri t.d. fráveita frá þéttbýli, ýmiskonar iðnaður, fiskeldi eða áburðarnotkun í landbúnaði. Álag vegna vatnsformfræðilegra breytinga væri t.d. breytingar á árfarvegi, stíflur, vegir, hafnir eða efnistaka. Álagsgreina skal vatnshlot út frá punkt losun og dreifðri losun mengunar í vatni en einnig vegna breytinga á vatnshlotum. Greinarmunur er gerður á punkt losun og dreifðri losun. Með punkt losun er átt við afmarkaða uppsprettu mengunar, s.s. útrásarop fráveitu frá þéttbýli eða starfsleyfisskyldri starfsemi. Dreifð losun í vatn er hins vegar losun sem ekki er hægt að afmarka á ákveðnum stað t.d. landbúnaður eða frístundabyggðir.

Umhverfisstofnun lagði mat á álag á vatnshlot í stöðuskýrslu sem gefin var út árið 2013. Í þessari fyrstu álagsgreiningu á vatnshlot undir stjórn vatnamála var sjónum fyrst og fremst beint að fjölbreyttu álagi af völdum punktlosunar. Umhverfisstofnun hefur unnið að endurskoðun þessarar álagsgreiningar þar sem sérstökum sjónum var beint að álagi vegna fráveitu og fiskeldis. Frekari afmörkun vatnshlota í strandsjó var gerð í kjölfarið til að ná betur utan um þetta álag. Jafnframt er verið að vinna að nánari greiningu á álagi af völdum dreifðrar losunar þar sem sjónum verður sérstaklega beint að þekju landbúnaðarlands á vatnasviði vatnshlotanna.

Fleira áhugavert: