Kol­díoxíði, brenni­steinsvetni – Niðurdæling hafin

Grein/L.inkur: Niðurdæling hafin á Nesjavöllum

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

Nýja til­rauna­stöðin. Ljós­mynd/​Gunn­ar Freyr

.

Mars 2023

Niðurdæling hafin á Nesjavöllum

Niður­dæl­ing á kol­díoxíði (CO2) og brenni­steinsvetni (H2S) frá Nesja­valla­virkj­un er haf­in eft­ir að ný til­rauna­stöð Car­bfix til kol­efn­is­föng­un­ar og -förg­un­ar við virkj­un Orku nátt­úr­unn­ar á Nesja­völl­um var tek­in í notk­un.

Nökkvi Andersen verkefnastjóri við nýju tilraunastöðina. Verkefnið er fjármagnað af …

Nökkvi Andersen verkefnastjóri við nýju tilraunastöðina. Verkefnið er fjármagnað af GECO-verkefni Evrópusambandsins. Ljósmynd/Gunnar Freyr

ram kem­ur í til­kynn­ingu að stöðin sé afrakst­ur um­fangs­mik­ill­ar þró­un­ar- og rann­sókn­ar­vinnu. Til­rauna­stöðin sem var þróuð og smíðuð fyr­ir verk­efnið er fær­an­leg. Það opn­ar mögu­leika á nýta hana í önn­ur til­rauna­verk­efni á veg­um Car­bfix síðar meir.

Eitt af mark­miðum verk­efn­is­ins er að leggja grunn að fullri hreins­un á CO2 og H2S frá Nesja­valla­virkj­un síðar meir með var­an­legri hreins­istöð. Áætlað er að hún verði kom­in í notk­un árið 2030, ásamt því að auka skil­virkni Car­bfix-tækn­inn­ar.

Nýja til­rauna­stöðin sem nú hef­ur verið tek­in í notk­un var hönnuð og byggð í sam­vinnu við Mann­vit, Verkís og Héðinn.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að verk­efnið sé þýðing­ar­mikið skref til minnka enn frek­ar gróður­húsaloft­teg­unda frá jarðvarma­virkj­un­um, sem er eitt af lyk­il­verk­efn­um í lofts­lagsaðgerðum Íslands.

Um 3.000 tonn af CO2 á ári

Nýja til­rauna­stöð Car­bfix á Nesja­völl­um fang­ar allt H2S sem í gegn­um hana fer og allt að 98% af CO2. Hún af­kast­ar um 3.000 tonn­um af CO2 á ári og um 1.000 tonn­um af H2S, sem er u.þ.b. 20% af los­un virkj­un­ar­inn­ar.

CO2 er leyst í vatni í stöðinni og er gashlöðnu vatni dælt niður í basalt­berg­lög um niður­dæl­ing­ar­hol­ur. Þegar niður­dæl­ing­ar­vökvinn flæðir út í basalt­berg­grunn­inn leys­ast málm­ar á borð við kalsíum, magnesí­um og járn úr basalt­inu, sem ganga í efna­sam­band við CO2 og falla út sem kar­bónatsteind­ir.

Stolt­ur af teym­inu

„Ég er mjög stolt­ur af Car­bfix-teym­inu, sam­starfsaðilum okk­ar hjá Orku nátt­úr­unn­ar og öðrum, fyr­ir þá miklu vinnu og þraut­seigju sem ein­kenndu verk­efnið,“ seg­ir Nökkvi And­er­sen verk­efna­stjóri í til­kynn­ing­unni.

„Þetta var krefj­andi en gef­andi vinna og ár­ang­ur­inn end­ur­spegl­ar góða sam­vinnu allra sem að verk­inu komu. Þetta er stór áfangi fyr­ir okk­ur, ekki bara hvað varðar fót­spor Nesja­valla­virkj­un­ar held­ur ekki síður fyr­ir frek­ari inn­leiðingu Car­bfix tækn­inn­ar í framtíðinni.“

Sýn­ir heim­in­um að þetta er hægt

„Orka nátt­úr­unn­ar hef­ur tekið ákvörðun um að vera með spor­lausa fram­leiðslu fyr­ir árið 2030 og það verk­efni höf­um við unnið í sam­starfi við Car­bfix,“ seg­ir Berg­lind Rán Ólafs­dótt­ir fram­kvæmda­stýra ON. „Sam­starfið hef­ur gengið af­skap­lega vel og allt stefn­ir í að Hell­is­heiðar­virkj­un verði fyrsta spor­lausa jarðvarma­virkj­un í heimi fyr­ir árið 2025 og síðan Nesja­valla­virkj­un fyr­ir árið 2030. Við erum fyrst til þess að taka slíka ákvörðun og þetta sam­starf sýn­ir heim­in­um öll­um að þetta er hægt – og það er ein­mitt það sem til þarf.“

Fleira áhugavert: