Vindorkuverkefni OR – Háhitasvæðin, raforkuframboð

Grein/Linkur: Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

Mastur til vind­mæl­inga á fjalli ofan við Hell­is­heið­ar­virkju

.

Janúar 2023

Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur

Ketill Sigurjónsson

Í Silfri Egils í desember 2022 var athygl­is­vert við­tal við Bjarna Bjarna­son, sem verið hefur for­stjóri Orku­veitu Reykja­víkur (OR) í rúman ára­tug og lætur senn af störf­um. Umfjöll­un­ar­efnið var orku­þörf og hvernig ná megi mark­miðum um orku­skipti hér á landi. Sjónum var sér­stak­lega beint að vind­orku og þar kom m.a. fram að OR muni lík­lega fara í slík verk­efni. Ýmis­legt fleira áhuga­vert kom fram í við­tal­inu, sem vert er að rekja.

Við­talið byrj­aði á umfjöllun um hita­veit­una. Þar lýsti for­stjóri OR því að búast megi við að á næstu ára­tugum auk­ist notkun á heitu vatni langt umfram það sem unn er að fram­leiða í dag. Þess vegna þurfi að fara í meiri fram­kvæmdir og fyrst og fremst að nota varma­orku háhita­svæð­anna við höf­uð­borg­ar­svæðið fyrir hita­veit­una. Fremur lítið af henni muni fara til auk­innar raf­orku­fram­leiðslu.

Það er rétt og eðli­legt sjón­ar­mið að hita­veitan hafi for­gang að þessum jarð­varma. OR er fyr­ir­tæki í eigu Reykja­vík­ur­borgar og nágranna­sveit­ar­fé­laga og heitt vatn verður ekki sótt langt handan lækj­ar­ins. Raf­magnið sem notað er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu getur aftur á móti komið víða að.

Þessi áform OR um að háhita­svæðin í nágrenni Reykja­víkur muni skila tak­mark­aðri nýrri raf­orku virð­ast reyndar ekki í sam­ræmi við það hvernig verk­efni fyr­ir­tæk­is­ins eru kynnt í gild­andi Ramma­á­ætl­un. Sam­kvæmt þeirri áætlun hefur OR áform um nokkrar jarð­hita­virkj­anir á Hell­is­heið­ar- og Heng­il­svæð­inu til umtals­verðrar nýrrar raf­orku­fram­leiðslu. Af umræddu við­tali má aftur á móti ráða að þær virkj­anir verði ekki að veru­leika í þeirri mynd sem Ramma­á­ætlun gefur til kynna. Því má segja að nýlega upp­færð Ramma­á­ætlun sé í reynd strax orðin úrelt.

Næst var í við­tal­inu vikið að orku­skipt­un­um. Þ.e. mark­miði íslenskra stjórn­valda um að inn­lend end­ur­nýj­an­leg raf­orku­fram­leiðsla og afurðir af þeirri starf­semi (svo sem raf­magn, grænt met­an, met­anól o.fl.) leysi inn­flutt jarð­efna­elds­neyti sem mest af hólmi. For­stjóri OR álítur ekki raun­hæft að upp­fylla þau mark­mið með nýjum virkj­unum ein­göngu. Til að ná mark­miðum um orku­skipti þurfi senni­lega a.m.k. eitt álver hér að hætta starf­semi svo raf­orkan sem þangað hefur verið seld geti farið til orku­skipta.

Í þessu sam­bandi er vert að nefna að OR selur mjög stóran hluta af raf­orku­fram­leiðslu sinni til álvers Norð­ur­áls á Grund­ar­tanga og er álverið langstærsti við­skipta­vinur OR. Þeir stóru raf­orku­samn­ingar renna að mestu út eftir ein­ungis örfá ár. Raf­orku­samn­ingar hinna tveggja álver­anna hér eru við Lands­virkjun og gilda til 2036 og 2048. Fróð­legt verður að sjá hvort OR hyggst end­ur­nýja samn­inga við Norð­urál eða ekki.

Bjóð­ist OR gott verð fyrir áfram­hald­andi raf­orku­sölu til álvers­ins á Grund­ar­tanga er vand­séð annað en að raf­orku­sala OR til álvers­ins muni halda áfram. Og í ljósi lofts­lags­mála og los­unar kolefnis er reyndar varla heppi­legt að hér loki álver, því álverin hér eru mun umhverf­is­vænni en flest önnur álver heims­ins. Þess vegna er raun­sæja sviðs­myndin sú að hér þurfi að bæta veru­lega í raf­orku­fram­leiðslu. Enda er OR að skoða mögu­leika á auk­inni raf­orku­öfl­un. Og horfir þar að sjálf­sögðu m.a. til vind­orku.

Já — þriðja meg­in­at­riðið sem fjallað var um í við­tal­inu við for­stjóra OR voru áform um að virkja vind­inn til raf­orku­fram­leiðslu. Þar lýsti for­stjór­inn því að fyr­ir­tækið fari lík­lega í rann­sóknir og mögu­lega upp­bygg­ingu vind­myllu­garðs við Hell­is­heið­ar­virkjun og einnig geti komið til greina að OR reisi vind­myllur við Nesja­valla­virkj­un.

Það er því ljóst að OR sér vind­ork­una sem álit­legan virkj­un­ar­kost. Sem er ekki skrýtið því það að virkja vind­inn er senni­lega ódýr­ari aðferð fyrir OR til að fram­leiða meira raf­magn heldur en með nýrri jarð­hita­virkj­un. En það kom grein­ar­höf­undi á óvart að í við­tal­inu gætti for­stjór­inn var­hug við áformum ann­arra fyr­ir­tækja í vind­orku (að Lands­virkjun und­an­skil­inn­i). Hann álítur sem sagt að OR og Lands­virkjun séu heppi­leg til að virkja vind, en sér flest því til for­áttu að þaul­reynd vind­orku­fyr­ir­tæki í erlendri eigu séu með slík áform hér.

For­stjóri OR, sem sjálfur virð­ist býsna jákvæður gagn­vart vind­orku­verk­efnum hjá fyr­ir­tæk­inu, segir áformin sem fáein fyr­ir­tæki í erlendri eigu hafa kynnt um vind­orku­upp­bygg­ingu hér á landi vera óraun­hæf, fela í sér mikið umhverfistjón og vera ógnun við ferða­þjón­ustu. Að auki er hann lítt hrif­inn af und­ir­bún­ingi og fram­setn­ingu erlendu fyr­ir­tækj­anna. Til­tók for­stjór­inn það sér­stak­lega að þau fyr­ir­tæki séu drifin áfram af „ágóða“ og „ekki að bjarga lofts­lag­in­u“.

Þessar full­yrð­ingar for­stjóra OR um lofts­lagið og mein­tan ásetn­ing fyr­ir­tækja sem hyggja á sam­keppni m.a. við OR eru býsna sér­kenni­leg­ar. Hér verður þó ekki velt vöngum um það hvort OR eða eitt­hvert annað orku­fyr­ir­tæki á Íslandi, í Nor­egi eða ann­ars staðar sé áhuga­sam­ast um að bjarga lofts­lag­inu. Enda hljóta umrædd ummæli for­stjóra OR að vera eitt­hvað van­hugs­uð.

Önnur óvænt ummæli for­stjór­ans voru þau að vind­orku­verk­efni hér geti skapað aðstæður sem jafn­ist á við hrun banka­kerf­is­ins 2008 og jafn­vel þjóð­ar­gjald­þrot. Þetta er satt að segja furðu­legur hræðslu­á­róður gagn­vart þeim fyr­ir­tækjum sem hér hafa fjár­fest í rann­sóknum á vindi og umhverf­is­mati á nokkrum stöðum og horfa til þess að rann­saka fleiri staði með það að mark­miði að þróa skyn­sam­leg vind­orku­verk­efni hér. Að for­stjóri OR segi mögu­lega upp­bygg­ingu ann­arra en OR og Lands­virkj­unar í vind­orku vera lík­lega til að skapa hættu á efna­hags­legum ham­förum er fyr­ir­tæk­inu varla sæm­andi.

Stöldrum nú aðeins við þá meintu ágóða­von erlendu vind­orku­fyr­ir­tækj­anna sem for­stjóri OR minnt­ist á í við­tal­inu. Grein­ar­höf­undur starfar einmitt fyrir eitt af þessum erlendu fyr­ir­tækj­um. Sem er Zephyr Iceland; dótt­ur­fé­lag norska vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr AS sem er í eigu tveggja norskra vatns­afls­fyr­ir­tækja sem bæði eru í eigu norskra sveit­ar­fé­laga og fylkja.

Meðal mark­miða Zephyr er að þjón­usta við­skipta­vini sína vel og að reisa og reka vind­myllur af fag­mennsku. Grein­ar­höf­undur skal þó fyrstur manna fall­ast á það að auk þess­ara mark­miða þá er Zephyr vissu­lega áhuga­samt um að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, hvort sem er í Nor­egi, Sví­þjóð eða á Íslandi, skili ágóða. Fremur en tapi.

Slíkt mark­mið um ágóða er varla sér­stak­lega baga­legt né óvenju­legt. Vænt­an­lega hefur OR nákvæm­lega sams­konar mark­mið, þ.e. að vera almennt rekið með hagn­aði fremur en tapi. Því er erfitt að átta sig á hvað for­stjóri OR nákvæm­lega á við með umræddum orðum sínum um að norska Zephyr sé drifið áfram af ágóða (og ekki því að bjarga lofts­lag­in­u). En hvað svo sem hann á við þá ætti öllum að vera ljóst að for­stjór­inn er þarna á nokkuð hálu svelli í mál­flutn­ingi sín­um.

For­stjóri OR virð­ist hafa tölu­verðar áhyggjur af því að norska Zephyr og önnur erlend vind­orku­fyr­ir­tæki muni fara ein­hverju geggj­uðu offari í fjár­fest­ingum sínum hér. Grein­ar­höf­undur getur ekki svarað fyrir önnur fyr­ir­tæki en Zephyr Iceland. En vill af þessu til­efni benda á að móð­ur­fé­lag Zephyr Iceland, norska Zephyr, er nú með um 800 MW af vind­orku í rekstri í Nor­egi og er einnig með starf­semi í Sví­þjóð. Þessi verk­efni hafa gengið vel og ekki eru neinar vís­bend­ingar um að Zephyr fari fram með verk­efni af kæru­leysi eða offari. Eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins eru sveit­ar­fé­lög og fylki í nágrenni Osló með nokkur hund­ruð þús­und íbúa og þar eru kröfur um var­færni, skyn­sam­lega upp­bygg­ingu og góða við­skipta­hætti varla síðri en hjá eig­endum OR.

Það er líka til marks um gæði og orð­spor vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr að fyrir fáeinum mán­uðum keypti hið þaul­reynda sænska syst­ur­fyr­ir­tæki Lands­virkj­un­ar, þ.e. sænska rík­is­orku­fyr­ir­tækið Vatten­fall, stóran hlut í umfangs­miklum vind­orku­verk­efnum sem Zephyr er með í þróun þar. Þó svo for­stjóri OR virð­ist lítt treysta útlenska Zephyr þá er því a.m.k. treyst af einu reyndasta rík­is­orku­fyr­ir­tæki heims á sviði end­ur­nýj­an­legrar orku. Kjarni máls­ins er auð­vitað sá að það er engin ástæða til að ætla annað en að norska Zephyr bæði vilji og geti þróað vind­orku­verk­efni hér af fag­mennsku.

Það er athygl­is­vert að fyrir nokkrum árum reisti OR mastur til vind­mæl­inga á fjalli ofan við Hell­is­heið­ar­virkjun. For­stjóri OR nefndi þetta þegar þátta­stjórn­andi Silf­urs­ins spurði hann út í vind­orku­fram­kvæmdir OR. Skemmst er frá að segja að það verk­efni tókst illa. Mastrið þoldi ekki vind­inn, eins og for­stjór­inn lýsti í við­tal­inu og hló aðeins við. Hvort stjórn eða eig­endur OR tóku þessu fallna vindmastri jafn létt er ekki vit­að. Miðað við kostn­að­inn við alvöru vindmastur þá fuku þarna nokkrir tugir millj­óna króna úr vösum OR út í loft­ið.

Auðvitað geta vind­mæl­ingar stundum mis­tek­ist og kannski er svo­lítið ósann­gjarnt af grein­ar­höf­undi að vera að rifja upp þetta mis­heppn­aða mastur OR. En sér­kenni­legur mál­flutn­ingur for­stjóra OR kallar á að þetta sé nefnt. Og líka það að Zephyr Iceland hef­ur, rétt eins og OR, nú þegar sett upp eitt vindmastur hér á landi og það einmitt ekki langt frá þeim stað þar sem OR reisti sitt mast­ur. Þetta vind­mæl­ingamastur Zephyr Iceland var starf­rækt í tvö og tekið niður að því búnu. Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir ofsa­veður á stundum yfir vetr­ar­tíma­bilin þá duttu vind­mæl­ing­arnar aldrei út. Þarna feng­ust því full­kom­lega sam­felldar 2ja ára mæl­ingar líkt og lagt var upp með í sam­ræmi við við­mið­anir í alþjóð­lega vind­orku­geir­an­um.

Í stað þess að hnýta í Zephyr Iceland eða önnur fyr­ir­tæki sem kunna að veita OR sam­keppni í að þróa vind­orku­verk­efni á Íslandi væri kannski ráð fyrir OR að ein­beita sér meira að sínum verk­efnum á sviði vinds­ins og und­ir­búa þau verk­efni betur en gert hefur ver­ið. Og vegna þess hversu brös­ótt þetta hefur gengið hjá OR fram til þessa, væri mögu­lega upp­lagt fyrir fyr­ir­tækið að leita eftir sam­starfi við eitt­hvert þeirra „ágóða­drifnu“ erlendu fyr­ir­tækja sem hér eru og tryggja þannig aðgang sinn að þekk­ingu og reynslu í þróun vind­orku. Slíkt myndi kannski auka líkur á far­sælli upp­bygg­ingu þeirra vind­orku­verk­efna sem OR hefur hug á. Fróð­legt verður að sjá hvort stjórn OR og nýr for­stjóri muni íhuga slíkar leið­ir, fremur en að reyna með lítt mál­efna­legum hætti að gera Zephyr Iceland og fleiri fyr­ir­tæki tor­tryggi­leg.

Í við­tal­inu lýsti for­stjóri OR einnig þeirri skoðun sinni að núver­andi áætl­anir fyr­ir­tækja hér feli það í sér að hér kunni að rísa þús­und stórar vind­myllur sem muni dreifast á meira en þrjá­tíu staði. Og að það myndi valda miklu umhverfistjóni og tjóni fyrir ferða­þjón­ust­una hér á landi. Þarna er gengið býsna langt í full­yrð­ing­um. Talan þús­und vind­myllur sem for­stjóri OR nefndi í við­tal­inu er óviss heild­ar­tala vegna sam­an­lagðra margra verk­efna hinna ýmsu fyr­ir­tækja. Þar að auki byggir talan á þeirri ályktun for­stjóra OR að vind­orku­verk­efni á Íslandi geti ekki verið hag­kvæmt nema lág­marks­fjöldi vind­mylla sé um 30 tals­ins. Sem er ein­fald­lega rangt. Og jafn­vel þó svo þetta væri raun­sönn tala um sam­an­lagðan vind­myllu­fjölda allra þeirra áforma sem þessi fyr­ir­tæki eru að skoða í vind­orku, þá segir þessi tala ekk­ert um það hvaða vind­orku­verk­efni hér eru lík­leg til að verða að veru­leika, né hver heild­arfjöldi vind­mylla verð­ur.

Hóf­leg virkjun vind­orku framundan

Öll þau verk­efni í vind­orku sem eru til skoð­un­ar, að einu und­an­skildu, eiga það sam­eig­in­legt að vera fremur skammt á veg kom­in. Und­an­tekn­ingin er s.k. Búr­fellslundur sem Lands­virkjun áformar við Þjórsá ofan Búr­fells, gegnt Heklu, enda hefur það verk­efni verið mun lengur í und­ir­bún­ingi en vind­orku­verk­efni Zephyr Iceland eða ann­arra. Ein­hver verk­efn­anna kunna að falla nið­ur. Ein­hver verk­efn­anna kunna að verða tölu­vert og jafn­vel miklu minni en sú hámarks­stærð sem svæðin gefa færi á. Ein­ungis nokkur verk­efn­anna eru komin í ferli mats á umhverf­is­á­hrif­um. Og fag­legar vind­mæl­ingar hafa enn ekki átt sér stað nema í örfáum verk­efn­anna.

Í hnot­skurn þá er ennþá alls­endis óvíst hversu mikið vindafl mun rísa á Íslandi. Vissu­lega eru hér ýmis tæki­færi til að nýta vind­inn til hag­kvæmrar raf­orku­fram­leiðslu. Og Zephyr Iceland hefur það mark­mið að reisa hér tölu­vert á vindafl. Tím­inn mun leiða í ljós hvort vind­mæl­ing­ar, eft­ir­spurn, tækni, umhverf­is­á­herslur og orku­mark­aður hér þró­ast með þeim hætti að tæki­færi skap­ist til að virkja veru­legt vindafl. En það er býsna lang­sótt að búast við því að hér séu að fara að spretta upp þús­und stórar vind­myllur á jafn­vel skömmum tíma.

Senni­leg­ast er að upp­bygg­ing vind­orku hér fari fremur rólega af stað, enda eru þetta flókin verk­efni sem kalla á veru­legar rann­sóknir og þurfa að fara í gegnum strangt umhverf­is-, skipu­lags- og leyf­is­ferli og eru líka háð því að kaup­andi að raf­orkunni sé til stað­ar. Þetta og ýmis­legt fleira, eins og t.d. það að aðgangur að vara­afli er tak­mark­andi þátt­ur, veldur því að virkjun vind­orku hér á Íslandi verður senni­lega fremur hóg­vær. Hóg­vær, en engu að síður hag­kvæm og góð við­bót við raf­orku­kerfið og um leið hluti af því ferli að íslenskt sam­fé­lag geti í auknum mæli gengið fyrir inn­lendri end­ur­nýj­an­legri orku fremur en inn­fluttu bens­íni og olíu.

Grein­ar­höf­undur er alger­lega sam­mála for­stjóra OR um að vanda þurfi til verka við upp­bygg­ingu vind­orku. Þó það nú væri. Og ef að sporin hræða for­stjór­ann, líkt og hann nefndi og vís­aði til meintrar hjarð­hegð­unar og gjald­þrota hér í ref­arækt og lax­eldi á síð­ustu öld, þá vill svo til að þaul­reynt vind­orku­fyr­ir­tæki líkt og norska Zephyr er satt að segja nokkuð lík­legt til að fram­kvæma verk­efni af þessu tagi af fag­mennsku og við­eig­andi var­kárni. Og hefur jafn­vel burði til að gera það eins vel ef ekki betur en OR, sem hefur fjarska litla reynslu af vind­orku.

Það má líka taka undir þau sjón­ar­mið hjá for­stjóra OR að það er vissu­lega vanda­samt verk­efni fyrir Ísland að ætla að fara í alger orku­skipti. Þar er um að ræða lang­tíma­mark­mið og mikil óvissa er enn um það hvort eða hvernig mark­mið þar að lút­andi munu nást. Vind­orka verður vafa­lítið hluti af því að auka hlut­fall inn­lendrar end­ur­nýj­an­legrar orku á kostnað inn­flutts jarð­efna­elds­neyt­is. En hvernig þetta allt mun þró­ast er ekki fyr­ir­séð og að sjálf­sögðu er geysi­lega mik­il­vægt að vanda þar til verka og m.a. forð­ast að valda nátt­úr­spjöll­um. Þetta á auð­vitað ekki bara við um nýt­ingu vind­orku, heldur líka virkjun vatns­afls og jarð­varma og margt fleira.

Eftir því sem vinnu Zephyr Iceland við verk­efnin hér vindur áfram og hinir ýmsu staðir eru rann­sak­aðir meira mun skýr­ast hvaða verk­efni fyr­ir­tæk­is­ins eru best og raun­hæfust til að verða að veru­leika. Stærð þeirra er enn óviss og umfangið mun eðli­lega m.a. hald­ast í hendur við raf­orku­eft­ir­spurn. Vegna þess­ara og fleiri óvissu­þátta er skyn­sam­leg­ast að taka kynntum áformum um afl á hverjum stað með fyr­ir­vara og vik­mörkin þar geta verið umtals­verð.

Vert er líka að nefna að verk­efni Zephyr Iceland eru nú þegar byrjað að skapa marg­vís­lega vinnu hér og tekjur fyrir t.d. íslenska forn­leifa­fræð­inga, fugla­fræð­inga, nátt­úru­fræð­inga, skipu­lags­fræð­inga og verk­fræð­inga. Sú vinna er greidd með eigin fé fyr­ir­tæk­is­ins sem kemur inn í landið frá Nor­egi í formi erlends gjald­eyr­is.

Þetta nefn­ist erlend fjár­fest­ing, sem margir stjórn­mála­menn og fleiri eru einmitt sífellt að kalla eftir og segja mik­il­væga fyrir okkur Íslend­inga. Og þó svo þetta séu engar risa upp­hæðir hjá Zephyr Iceland enn sem komið er, þá er þarna um að ræða fjár­magn og þekk­ingu sem OR ætti ekki að ótt­ast. Á næstu þremur árum má gera ráð fyrir að Zephyr verji hér sem nemur um hálfum millj­arði króna í meiri rann­sókn­ir. Í fram­haldi af því ætti að verða unnt að reisa fyrsta vind­myllu­garð fyr­ir­tæk­is­ins hér, sem gæti orðið fjár­fest­ing upp á um tutt­ugu millj­arða króna. Eft­ir­spurn eftir raf­orku gæti þó kallað á meiri fjár­fest­ingu þá þeg­ar, en um það er of snemmt að segja.

Hvað nátt­úru­vernd og ferða­þjón­ustu snertir þá er skilj­an­legt að sumum þyki mikið að tugir mögu­legra vind­orku­verk­efna séu í skoðun út um allt land. En eins og fyrr sagði þá þarf marg­vís­legar athug­anir og rann­sóknir á þessum stöðum áður en unnt er að sjá fyrir sér hvort og hversu mikið vindafl mun rísa og það verður senni­lega fremur hóg­vært. Um þetta er vissu­lega erfitt að spá, en allt mun þetta skýr­ast smám sam­an. Og það mun eng­inn hlaupa í að reisa hér vind­myllu­garða bara af því hér er vind­ur.

Það er kannski eðli­legt að OR kæri sig lítt um sam­keppni frá erlendum fag­að­ilum í vind­orku. En æski­legt væri að umfjöllun af hálfu for­stjóra þessa mik­il­væga borg­ar­fyr­ir­tæk­is­ins vegna Zephyr Iceland og ann­arra erlendra vind­orku­fyr­ir­tækja hér, væri a.m.k. örlítið mál­efna­legri en sú sem birt­ist í umræddu við­tali og grein­ar­skrifum for­stjór­ans.

Fleira áhugavert: