Bandaríkinn jarðhiti – The Geysers, vesturfarar

Grein/Linkur: Vesturfararnir

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

Geyser Kalifroníu

.

Vesturfararnir

Einhver átakanlegasta bók sem Orkubloggið hefur lesið eru Vesturfarfararnir. Sem eru reyndar fjórar bækur – tetralógía – eftir Svíann Vilhelm Moberg.

vesturfarar

vesturfarar

Allt sæmilega þroskað fólk ætti að muna eftir sjónvarpsþáttaröð, sem gerð var eftir þessari miklu sögu og var sýnd í Ríkissjónvarpinu fyrir margt löngu. Hin norska Liv Ullman sló þar í gegn. Held að þetta sé jafnvel ein af elstu sjónvarpsminningum Orkubloggsins.

Draumur flestra landnemanna um betra líf í Vesturheimi reyndist því miður tálsýn. Fólkið mætti miklu harðræði, sjúkdómum og hungri. Til allrar hamingju eru nú aðrir tímar, en þegar sárafátækir Norðurlandabúar flykktust vestur um haf í leit að nýjum tækifærum. Ameríski draumurinn lifir þó auðvitað enn í hugum margra. Sem í huga Íslendinga ætti kannski að kallast kanadíski draumurinn.

Fjárfestingafyrirtækið Geysir Green Energy hefur verið í fararbroddi orkufjárfestinga Íslands í Vesturheimi. Stutt er síðan GGE – þá reyndar undir stjórnarformennsku Hannesar Smárasonar – fjárfesti í jarðhitafyrirtækinu Western Geopower. Sem er að reisa jarðgufuvirkjun á s.k. Geyser-svæði skammt frá San Francisco. Framleiðslugeta virkjunarinnar á að verða um 35 MW.

wg_drill

wg_drill

Jarðhitinn hefur reyndar heldur átt undir högg að sækja í Bandaríkjunum. Meðan vind- og sólarorka hafa notið mun meiri velvilja og stuðnings.

Vissulega eru skattaívilnanir fyrir hendi í jarðhitageiranum þar vestra. En reglurnar eru með þeim hætti, að það eru fyrst og fremst risastór fyrirtæki með miklar tekjur, sem hafa séð hag í því að setja pening í bandarískan jarðhita. Fyrirtæki eins og Lehman Brothers, Morgan Stanley og fjarfestinga-armur General Electric hafa öll sýnt jarðhitaverkefnum býsna mikinn áhuga. En sem kunnugt er, er saga Lehman nú öll. Og krísan hefur gefið bæði Morgan Stanley, GE og öðrum tilefni til að hugsa um aðra hluti en að dæla pening í jarðhita.

GGE ákvað sem sagt að blanda sér í hópinn með þessum þekktu amerísku nöfnum, sem þá renndu hýru auga til jarðhitans. Því miður hefur gengi hlutabréfa í WGP líklega rýrnað um nálægt 50% frá því kaup GGE áttu sér stað. Bréfin eru skráð á kanadíska hlutabréfamarkaðnum Canadian Venture Exchange.

geo_geyser_fieldgif

geo_geyser_fieldgif

Geyser-svæðið þarna í Kaliforníusólinni er vel þekkt virkjanasvæði. Engu að síður eru jarðhitaverkefni WGP nokkuð áhættusamur bransi. T.d. er veruleg óvissa um framleiðslugetuna á svæðinu. Rafmagnsframleiðslu á Geyser-svæðinu hnignaði mjög á 9. áratug liðinnar aldar vegna ofnýtingar. Með vatnsdælingu niður í borholur hefur tekist að auka afköst svæðisins á ný. Og nú veðja þeir hjá WGP að svæðið hafi eflst nægilega til að geta staðið undir nýrri virkjun.

Virkjunin á að vera tilbúin 2010 og samið hefur verið við Northern California Power Agency um orkusölu. Ennþá er óvíst hversu margar holur mun þurfa að bora, til að ná þeim afköstum sem stefnt er að. Til allrar hamingju hafa þó undanfarið verið að berast góðar fréttir af borunum á svæðinu. Sumar holurnar hafa reynst talsvert aflmeiri en búist var við!

WGP er einnig að reisa 100 MW jarðgufuvirkjun í Bresku Kólumbíu í Kanada. Um 170 km norður af Vancouver, á svæði sem er kennt við eldfjallið Meager. Það jarðhitaverkefni flokkast tvímælalaust sem hrein frumkvöðlastarfsemi. Þetta eru sannir eldhugar þarna hjá WGP. Jafnvel sprotar. Eða hvað það er nú allt kallað, þegar verið er að kjafta upp áhættufjárfestingar og nota um þær fín og flott orð.

GeothermalMapCanada

GeothermalMapCanada

Þrátt fyrir umtalsverðan jarðhita á þessum slóðum, hafa Kanadamenn fram til þessa ekki virkjað gufuaflið til rafmagnsframleiðslu. Dæmi eru þar um hitaveitur, en gufuaflið er algerlega vannýtt. Árið 1984 var jarðhitaprógramm Kanadastjórnar beinlínis lagt til hliðar – aðallega vegna lágs olíuverðs. Og kanadíska jarðgufuaflið svaf Þyrnirósarsvefni í meira en tvo áratugi.

Það að Kanada hefur nú á ný tekið stefnu á jarðhitanýtingu, er kannski helst að þakka umræðu um hlýnun jarðar af völdum ólíubrennslu. En auðvitað er það sjálft olíuverðið sem þarna skiptir mestu. Og sem kunnugt er hækkaði olíuverð gríðarlega 2007 og fram eftir 2008.

Orkulindir eins og jarðhiti, vindorka og sólarorka eru í reynd algerlega háðar verðsveiflum á olíu. Lágt olíuverð er versti óvinur endurnýjanlegrar orku. Þess vegna fagnar endurnýjanlegi orkugeirinn sem hæstu olíuverði. Og vonar heitt og innilega að lækkunin undanfarið sé bara tímabundin.

Ormat_logoÞó svo Íslendingar telji sig vita allt best í jarðhitanum, þá er jarðhitaþekking Bandaríkjamanna vart síðri. Þar í landi er löng og mikil reynsla af byggingu jarðgufuvirkjana. Fyrr vikið er þar að finna mjög öflug jarðhitafyrirtæki. Eins og t.d. Ormat Technologies frá Neveda – bara svona til að nefna dæmi.

Og bandarískt kapítal hefur sýnt jarðhitanum mikinn áhuga. T.d. er Google nú líklega það fyrirtæki sem fjárfestir hvað mest í nýrri jarðhitatækni. Og stærsti orkuframleiðandi heims í jarðhitanum er ekki smærri player en gamla góða Standard Oil of California. Chevron. Jarðhitavirkjanir olíu-ljúflinganna hjá Chevron eru þó reyndar fyrst og fremst í SA-Asíu, þ.e. á Filippseyjum og í Indónesíu.

mapleKanada er aftur á móti óplægður akur. Orkubloggið hefur alveg sérstaka þrá til Kanada. Fallegt land með fjölbreyttu og góðu mannlífi. Land með litla þekkingu á raforkuframleiðslu úr jarðhita. Alveg kjörið fyrir jarðhitaverkefni íslenskra fyrirtækja. Hvernig væri barrrasta að taka upp Kanadadollar og gefa skít í þessa bresk-hollensku fýlupoka?

Hér í upphafi minntist Orkubloggið á sorgarsöguna um sænsku Vesturfarana eftir Vlhelm Moberg. Um Svíana sem flúðu hroðalega fátæktina heima fyrir og fluttust vestur um haf á 19. öldinni. Í leit að betra lífi.

vesturfarar-Liv.-Liv.jpg

vesturfarar-Liv

Hvorki sænsku landnemarnir í Minnesota né hinir íslensku Vesturfarar, sem fyrir rúmum hundrað árum héldu til Kanada, fundu það gósenland sem þeir vonuðust eftir. Nú er kominn tími á aðra og vonandi betur heppnaða íslenska útrás til Kanada. Útflutning á orkuþekkingu – sem ætti að geta orðið mun árangursríkari en streðið hjá landnemunum við Winnipeg-vatn.

Það er kannski bæði tilgerðarlegt og óviðeigandi af Orkublogginu að blanda saman útrásarævintýri Geysis Green og hörmungarsögum Vesturfaranna. En maður hugsar óneitanlega til þess, að hrun Glitnis, Kaupþings & Co. gæti orðið til þess að þúsundir Íslendinga flytji af landi brott.

Orkuveitan_LogoEn vonandi tekst íslenskum orkufyrirtækjum í framtíðinni að finna og nýta bestu tækifærin. Þó svo Orkuveita Reykjavikur og kannski ekki síður Landsvirkjun, stefni líklega hraðbyri í þrot þessa dagana. Þetta er a.m.k. alveg glataður tími til að skulda mikið í erlendum gjaldmiðlum og fá tekjur, sem tengdar eru hratt fallandi álverði. Og jafnvel bjórinn er hreint fjári dýr núna, hér í Sevilla, hvar Orkubloggið er statt þessa dagana. Samt gaman á vellinum í gærkvöldi að sjá Barca bursta Sevilla!

Fleira áhugavert: