LSH Frankfurt 1995, sagan – Hvað var að sjá?

Grein/Linkur: Hvað var að sjá í Frankfurt?

Höfundur: Sigurður Grétar Guðmundsson

Heimild: mbl

.

.

Apríl 1995

Hvað var að sjá í Frankfurt?

Kaupstefna lagnamanna í Frankfurt er viðfangsefni að þessu sinni. Hún er talin góð vísbending um, hver þróunin er í lagnamálum í Evrópu. iðamesta sýningar- og kaupstefna lagnamanna 1995 fór fram í Frankfurt í Þýskalandi síðustu viku marsmánaðar. Þar sýna evrópsk fyrirtæki það nýjasta í lagnatækni, hvort sem það eru hitakerfi, neysluvatnskerfi, frárennsliskerfi eða loftræstikerfi.

Einnig sýna þar framleiðendur verkfæra, sem notuð eru við lagnir og tölvufyrirtæki sýna stýribúnað og hjálpartæki.

Sýningin er haldin annað hvert ár og flykkjast þá lagnamenn til Frankfurt og fer það ekki á milli mála að gestir eru margir í borginni, umferðin segir sína sögu og ekki síður hótelverðið. Íslendingar á sýningunni núna hafa líklega verið hátt í eitt hundrað en stærsti einstaki hópurinn var á vegum Lagnafélags Íslands, yfir sextíu manns, sem gisti í fögrum bæ, Rudesheim á Rínarbökkum ekki langt frá hinum fræga Loreley-kletti. Því lengra, sem gist er frá Frankfurt, verður gistingin ódýrari, en meiri tími fer í ferðalög kvölds og morgna.

Sýningin í Frankfurt er talin góð vísbending um hver þróunin er í lagnamálum í Evrópu og þess vegna telja sumir lagnamenn að þáttaka sé ómissandi til að fylgjast með, aðrir telja enga þörf á slíku.

Tæplega er hægt að segja að á þessari sýningu hafi komið fram neinar byltingarkendar hugmyndir; þess í stað athyglisverð þróun í efni og tækjum. Að skýra frá því athyglisverðasta verður varla gert í einum pistli, en hvað var þá athyglisverðast?

Fernt skal nefnt í byrjun; þrýstitengi fyrir stálrör, plaströr og koparrör; fjarvinnsla í pípulögnum, plaströr með álkápu og rör í rör kerfið.

.

Þrýstitengi

Fyrir rúmum aldarfjórðungi byrjaði sænska fyrirtækið AGA (sem þekkast er fyrir gasframleiðslu) að þróa nýja tegund röratengja, þrýstitengi. Rörin voru úr þunnu stáli og í sömu málum og koparrör (eirrör). Tengjunum var rennt upp á rörið og þrykkt á það með sérstöku verkfæri. Svíar gáfust fljótlega upp, seldu einkaleyfið til Þýskalands og þar hóf stórfyrirtækið Mannesmann framleiðslu í stórum stíl, framleiddi og framleiðir lagnakerfi úr plasthúðuðu stáli og ryðfríu stáli.

Þessi tækni er ekki ný af nálinni hérlendis; elsta hitakerfið hérlendis er í Kópavogi, orðið 25 ára gamalt og á því engin ellimerki. En líklega hafa flest kerfi verið lögð með þessari tækni á Hvolsvelli þegar breytt var frá beinni rafhitun við stofnun Hitaveitu Rangæinga.

Einkaleyfi Mannesmann rann út fyrir tveimur árum og við það er eins og eldur hafi farið í sinu. Fjölmargir framleiðendur röra og tengja sýndu þarna sína útgáfu af þessari tækni og það sem kom á óvart var hve margir verkfæraframleiðendur sýndu þrýstitangir. Það er greinilegt að almenn trú er á þessari tækni og líka var athyglisvert að uppáhald Íslendinga, snittaðar, skrúfaðar lagnir og tengi, sást varla.

En það er langt frá því að þessi tengingartækni sé ný, þó hún sé tiltölulega ný í húsalögnum. Í marga áratugi hefur hún verið notuð með stórgóðri reynslu í vökvakerfum í bílum og vinnuvélum og ekki síður á þrýstiloftsleiðslum.

Hvers vegna þá ekki í húsalögnum?

Svarið við því er ekki einfalt en það má reyna að finna skýringu. Hluti af því er þröngsýnt opinbert eftirlit og forsjárhyggja í byggingariðnaði. Ekki er nokkur vafi á því að framleiðendur bíla og vinnuvéla eru miklu frjálsari að því að þróa nýjungar með það fyrir augum að þær séu þægilegri, öruggari, fyrirferðaminni og jafnvel ódýrari. Enganveginn er þetta þó nægjanleg skýring; byggjendur, hönnuðir og iðnaðarmenn eiga hér sinn hluta. Því miður hefur verið rótgróin andstaða þessara aðila gegn breytingum og þróun.

Stundum má líkja þeim við lækni, sem lítur aldrei í fræðirit eftir að hann kom frá prófborðinu á unga aldri; vísar á sömu lyfin svo lengi sem hægt er, jafnvel þar til þó eru takin af markaði.

Þá neyðist hann til að fara að hugsa, jafnvel lesa.

Það sem mátti sjá þarna í apríl 1995 var:

Rör-í-rör kerfi frá biroduct-P.

PEXRÖR, þrýstihulsa og messingtengi.

PEXRÖRINU skotið upp á stútinn og hulsan dregin yfir.

ÞRYKKT með þrýstitöng.

TENGI og rör frá Geberit.

TÉ ÚR messing með þéttihringjum, rörið er pexplaströr með álkápu og plastkápu að lokum.

ENGIN hulsa er sett utanum rörið við þrykkingu, álrörið kemur í hennar stað.

ÞVERSKURÐUR af þrýstitengi og ryðfríu stálröri frá Viega, í falsinu er þéttihringur úr gúmmí, en það reynir lítið áhann; samþjöppun málmanna tryggir þéttingu.

RYÐFRÍ stálrör og tengi frá Mannesmann ásamt þrýstitöng.

Fleira áhugavert: