Álftanes, skólp – Óhreinsaðar fjörur, sagan

Grein/Linkur: Stór hluti skóps á Álftanesi fer óhreinsað á friðaðar fjörur

Höfundur: Betra Ísland

Heimild:

.

.

Af vefnum Betra ísland, innsendr ábending árið 2019

Stór hluti skóps á Álftanesi fer óhreinsað á friðaðar fjörur

Fjármagna þarf úrbætur í fráveitumálum á Álftanesi í samræmi við kröfur í gildandi reglugerð um fráveitur og skólp. Fyrir liggur áætlun um byggingu hreinsistöðvar og nýjar skólplagnir þannig að allt skóp sé hreinsað. Þetta þarf að setja á framkvæmdaáætlun ársins 2020. Hreinsa þarf friðaðar fjörur Álftaness, við Skógtjörn, Hákotsvör, við Kasthúsatjörn og Blikastíg af bakteríumenguðu skólpi og úrgangi sem því fylgir.

Fráveita fyrir skólp á Álftanesi stenst ekki gildandi reglugerð um fráveitur og skólp. Þrátt fyrir það hefur litlu sem engu fjármagni verið eytt í að bæta ástandið síðustu ár. Bakteríumenguðu skólpi er veitt á friðaðar útivistarfjörur víðast hvar á Álftanesi og eini útrásarstúturinn sem stenst kröfur er við Hrakhólma. Skv. frétt RÚV 11. 7 2017 fer 70% af skólp þar um en 30% af skólps á Álftnesi fer í rotþrær og þaðan í fjöru. Þetta er alger tímaskekkja og átti að vera komið í lag árið 2006.

Fleira áhugavert: