Af hverju sogast sturtuhengið að og klístrast?

Grein/Linkur: Þess vegna klístr­ast sturtu­hengið við þig

Höfundur: Morgunlaðið

Heimild: mbl

.

.

Mars 2020

Þess vegna klístr­ast sturtu­hengið við þig

Af hverju get­ur sturtu­hengið ekki verið á sín­um stað þegar við þvoum okk­ur – í stað þess sog­ast það að lík­am­an­um og klístr­ar sig fast. Það eru nokkr­ar kenn­ing­ar hvað þetta varðar en aðeins ein sem er rétt. Og sú eina rétta endaði í Nó­bels­verðlaun­um – svo heitt er umræðuefnið.

Sturtu­hengið sog­ast að þér vegna þess að hit­inn hækk­ar
Það er talið að þegar heitt vatn renn­ur úr sturt­unni stígi hit­inn í sturt­unni sjálfri. Hreyf­ing lofts­ins skap­ar síðan loft­tæmi sem veld­ur því að sturtu­hengið sog­ast inn á við og klístr­ar sig við rasskinn­arn­ar þínar.

Sturtu­hengið sog­ast að þér vegna þess að vatnið og loftið miss­ir þrýst­ing­inn
Þessi kenn­ing seg­ir okk­ur að þegar hraðinn í vatn­inu og loftið bland­ast sam­an mynd­ast þrýst­ing­ur. Þegar vatnið renn­ur úr sturtu­hausn­um á mikl­um hraða veld­ur það lækk­un á loftþrýst­ingn­um í sturtu­klef­an­um sem veld­ur því að sturtu­hengið sog­ast að þér.

Sturtu­hengið sog­ast að þér vegna þess að lít­ill hvirfil­byl­ur skap­ar lág­an þrýst­ing í sturt­unni
Síðasta kenn­ing­in varðandi stóra sturtu­hengja­málið kom fram árið 2001, þegar pró­fess­or að nafni Dav­id Schmidt vildi í eitt skipti fyr­ir öll kom­ast til botns í mál­inu. Hann gerði alls kyns til­raun­ir og prófaði þær all­ar. Kenn­ing­in er sú, að vatnið frá sturt­unni flyt­ur orku í loftið í sturt­unni. Loftið byrj­ar þá að snú­ast eins og lít­ill felli­byl­ur og í miðjum felli­byln­um á sér stað lág­ur þrýst­ing­ur í augn­hæð. Þessi þrýst­ing­ur veld­ur því að sturtu­hengið leit­ar í átt­ina að lík­am­an­um og faðmar þig að sér.

Eft­ir marg­vís­leg­ar til­raun­ir Schmidt varð úkom­an sú að hann var með hina einu sönnu út­skýr­ingu á stóra sturtu­hengja­mál­inu. Og í raun hlaut Schmidt Nó­bels­verðlaun í eðlis­fræði fyr­ir vel unn­in störf.

Fleira áhugavert: