Rakastig, þurrt loft – Kalt er úti og heitt inni
Grein/Linkur: Er loftið inni hjá þér þurrt?
Höfundur: Morgunblaðið
.
.
Mars 2018
Er loftið inni hjá þér þurrt?
Þegar mikill kuldi er úti og heitt inni verður loftið í híbýlum fólks gjarnan þurrt. Loftið missir raka sinn við að koma inn í húsið og vera þar hitað upp. Ekki hjálpar til að kuldinn úti þurrkar einnig upp húð og hár svo margir kannast við ofsaþurrk.
Inni við er það gjarnan að fólk finni fyrir þurrk í lofti með augn-, nef- og munnþurrki sem veldur kláða eða öðrum óþægindum. Plöntur þrífast líka illa í þurru lofti. En hvað er til ráða ?
Hér koma nokkur húsráð sem geta aukið raka í lofti.
Lækka í ofnunum
Yfir vetrartímann er gott að reyna að koma í veg fyrir að mikið kalt loft berist inn í húsið sem ofnarnir erfiða svo við að hita upp. Það er í raun hollara fyrir íbúa og umhverfið að lækka í ofnum og klæða sig betur.
Vatn í vasa eða skálar
Vatn í tóma vasa er góð regla en það gufar smám saman upp og viðheldur raka í loftinu. Sé þurrkurinn þeim mun meiri má setja vatn í ílát ofan á ofn. T.d. lítinn pott eða stálskál.
Sjóða vatn – við það gufar upp mikið vatn sem bætir á rakann.
Kaupa rakatæki. Sé vandamálið viðvarandi og nái yfir fleiri en köldustu mánuði ársins eru rakatæki málið. Þau hafa einnig gefist vel á skrifstofum þar sem mikill tækjabúnaður er sem þurrkar upp loftið. Gætið þess þó að setja ekki of mikinn raka í loftið sem gæti skemmt tækjabúnað.
Fara í sturtu með opna hurð og láta rakann leika um húsið. Sumir skilja jafnvel smá vatn eftir í baðinu þegar það er ekki í notkun.
Síðast en ekki síst er gott að vera með rakamæli. Því of mikill raki getur einnig vakið upp myglu, skemmt gluggakarma með því að láta gluggana svitna of mikið og fleira því um líkt.