Rakastig, þurrt loft – Kalt er úti og heitt inni

Grein/Linkur: Er loftið inni hjá þér þurrt?

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild: mbl

.

Það er sniðugt að hafa vatn í tómum vösum til að auka loftraka. Mbl.is/TM

.

Mars 2018

Er loftið inni hjá þér þurrt?

Þegar mik­ill kuldi er úti og heitt inni verður loftið í hí­býl­um fólks gjarn­an þurrt. Loftið miss­ir raka sinn við að koma inn í húsið og vera þar hitað upp.  Ekki hjálp­ar til að kuld­inn úti þurrk­ar einnig upp húð og hár svo marg­ir kann­ast við ofsaþurrk.

Inni við er það gjarn­an að fólk finni fyr­ir þurrk í lofti með augn-, nef- og munnþurrki sem veld­ur kláða eða öðrum óþæg­ind­um. Plönt­ur þríf­ast líka illa í þurru lofti. En hvað er til ráða ?

Hér koma nokk­ur hús­ráð sem geta aukið raka í lofti.

Lækka í ofn­un­um
Yfir vetr­ar­tím­ann er gott að reyna að koma í veg fyr­ir að mikið kalt loft ber­ist inn í húsið sem ofn­arn­ir erfiða svo við að hita upp. Það er í raun holl­ara fyr­ir íbúa og um­hverfið að lækka í ofn­um og klæða sig bet­ur.

Vatn í vasa eða skál­ar
Vatn í tóma vasa er góð regla en það guf­ar smám sam­an upp og viðheld­ur raka í loft­inu. Sé þurrk­ur­inn þeim mun meiri má setja vatn í ílát ofan á ofn. T.d. lít­inn pott eða stál­skál.

Sjóða vatn – við það guf­ar upp mikið vatn sem bæt­ir á rak­ann.

Kaupa raka­tæki. Sé vanda­málið viðvar­andi og nái yfir fleiri en köld­ustu mánuði árs­ins eru raka­tæki málið. Þau hafa einnig gef­ist vel á skrif­stof­um þar sem mik­ill tækja­búnaður er sem þurrk­ar upp loftið. Gætið þess þó að setja ekki of mik­inn raka í loftið sem gæti skemmt tækja­búnað.

Fara í sturtu með opna hurð og láta rak­ann leika um húsið. Sum­ir skilja jafn­vel smá vatn eft­ir í baðinu þegar það er ekki í notk­un.

Síðast en ekki síst er gott að vera með raka­mæli. Því of mik­ill raki get­ur einnig vakið upp myglu, skemmt gluggakarma með því að láta glugg­ana svitna of mikið og fleira því um líkt.

Fleira áhugavert: