Hitaveita Egilsstaða/Fella, sagan – 60 sek/lítrar af 75°C

Grein/Linkur: Fá tvöfalt meira heitt vatn

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

Mynd Egillstaðir – austurland.is 31.01.2023

.

Júlí 2005

Fá tvöfalt meira heitt vatn

Hitaveita Egilsstaða og Fella datt í lukkupottinn er ný borhola var boruð

Hitaveita Egilsstaða og Fella datt í lukkupottinn þegar ný heitavatnshola, UV-10A, á Urriðavatni fór að skila 60-70 sekúndulítrum af 75°C heitu vatni. Með því tvöfaldast það magn jarðhitavatns sem hitaveitan hefur til umráða. Jarðboranir boruðu holuna en Íslenskar orkurannsóknir veittu ráðgjöf við verkið.

„Við vorum að ljúka við að bora síðasta legginn og urðum varir við að miklu meira vatn kom upp en var dælt niður. Það hafði greinilega eitthvað gerst,“ sagði Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri hitaveitunnar, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er framtíðarvatn til næstu tíu ára. Þótt sú mikla uppbygging sem nú er haldi áfram næstu tíu árin þá kvíðum við því ekki.“

Hitaveita Egilsstaða og Fella hefur verið eina jarðhitaveitan á Austurlandi frá 1979 að hún tók til starfa. Fyrir tveimur árum fannst heitt vatn á Eskifirði og er verið að leggja þar hitaveitu í hús. Hitaveita Egilsstaða og Fella hefur til þessa fengið heitt vatn úr tveimur borholum á Urriðavatnssvæðinu og gefa þær samtals um 65 sekúndulítra.

„Dælingin úr þessari nýju holu virðist ekki hafa haft áhrif á þær gjöfulu holur sem við áttum fyrir,“ sagði Guðmundur. „Hvorki holu 8, sem kom fótunum undir þetta fyrirtæki 1983, eða holu 9. Þær gefa 45 og 20 sekúndulítra. En við höfðum ekkert til vara ef þær hefðu brugðist. Nú tvöfaldast rennslið af heita vatninu.“

Fleira áhugavert: