Svalbarðsströnd – Endurnýjun kaldavatnstanks

Grein/Linkur: Endurnýjun kaldavatnstanks á Svalbarðsströnd

Höfundur: Norðurorka

Heimild:

.

Búið að koma fjórum af sex nýjum vatnstönkum fyrir við Sunnuhlíð á Svalbarðsströnd. (Mynd: Hörður Hafliði Tryggvason)

.

Nóvember 2022

Endurnýjun kaldavatnstanks á Svalbarðsströnd

Í haust hófust framkvæmdir við að skipta um kaldavatnstank í Sunnuhlíð á Svalbarðsströnd. Tankurinn, sem kominn er til ára sinna, er 400 m3 forðabúr fyrir vatnsveitu Svalbarðsstrandar en í hann kemur vatn úr Garðsvíkurlindum.
Samið var við röraverksmiðjuna Set á Selfossi um smíði sex nýrra plasttanka sem staðsettir verða fyrir ofan núrverandi tank en í dag eru fjórir af sex tönkum komnir á sinn stað. Hver tankur er 12,5 m langur og 2 m í þvermál og rúmar því um 39 m3. Þegar öllum sex tönkunum hefur verið komið fyrir verður farið í að tengja þá við lokahúsið sem nýtt verður áfram. Gamli vatnstankurinn hefur þar með lokið sínu hlutverki og verður fjarlægður.

Hér að neðan má sjá myndir sem Hörður Hafliði Tryggvason, fagstjóri vatnsveitu Norðurorku, tók af gamla tankinum og þeim nýju.

Svalbarsströnd

Fleira áhugavert: