Suðurnesjalína 2, sagan 2016 – Eignanám ekki leyft, loftlína eða jarðstrengur?

Grein/Linkur: Eignarnám vegna Suðurnesjalínu ógilt

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild: mbl

.

sudurnesjalina

.

Maí 2016

Eignarnám vegna Suðurnesjalínu ógilt

Hæstirétt­ur hef­ur snúið við niður­stöðu héraðsdóms og fellt úr gildi ákvörðun iðnaðar- og viðskiptaráðherra um að veita Landsneti heim­ild til að fram­kvæma eign­ar­nám á jörðum nokk­urra land­eig­enda vegna lagn­ing­ar Suður­nesjalínu 2. Tveir dóm­ar­ar skiluðu séráliti og vildu staðfesta ákvörðun­ina.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafði staðfest ákvörðun Ragn­heiðar El­ín­ar Árna­dótt­ur í mars í fyrra. Hæstirétt­ur dæmdi hins veg­ar land­eig­end­um í vil í fjór­um mál­um sama meiðis gegn Landsneti og ís­lenska rík­inu í dag.

Reistu land­eig­end­urn­ir á Vog­um á Vatns­leysu­strönd kröf­ur sín­ar á því að ekki væri full­nægt skil­yrði um al­menn­ingsþörf og meðal­hóf fyr­ir fram­kvæmd­un­um, auk þess sem ráðherra hefði ekki sinnt rann­sókn­ar­skyldu sinni áður en tek­in hefði verið ákvörðun um að heim­ila eign­ar­nám.

Loks hefði Landsnet brotið gegn skyldu sinni til sam­ráðs vegna fram­kvæmd­anna og and­mæla­rétt­ur henn­ar ekki verið virt­ur við meðferð máls­ins. Í dómi Hæsta­rétt­ar kom fram að und­ir­bún­ing­ur fram­kvæmd­anna hefði farið eft­ir form­lega lög­boðnu ferli. Hefðu til að mynda verið haldn­ir kynn­ing­ar­fund­ir, fjallað hefði verið um vænt­an­leg­ar fram­kvæmd­ir hjá sveit­ar­stjórn­um og til­lög­ur Landsnets sætt meðferð hjá Skipu­lags­stofn­un og Orku­stofn­un.

sudurnesjalinaÁ hinn bóg­inn var fall­ist á með land­eig­end­um að Landsnet hefði ekki rann­sakað sem skyldi þann kost að leggja lín­una í jörðu en ekki í lofti, eins og eign­ar­náms­beiðnin hafði kveðið á um. Talið var að land­eig­end­urn­ir hefðu með rök­um ít­rekað and­mælt þeim gögn­um sem Landsnet hefði vísað til um nauðsyn línu­lagn­ar í lofti. Jafn­framt hefðu þeir lagt fram gögn sem sýna áttu að jarðstreng­ir væru raun­hæf­ur kost­ur og rök­stutt þörf á að kanna hann til þraut­ar áður en ráðist væri í stór­vægi­leg­ar aðgerðir.

Þrátt fyr­ir þetta hefði Landsnet við und­ir­bún­ing fram­kvæmd­anna ekki látið fara fram sér­staka at­hug­un á þeim mögu­leika að leggja jarðstreng, held­ur hefði hann einkum vísað til al­mennra sjón­ar­miða um kosti og galla slíkra strengja. Þá hefði ráðherra ekki haft for­göngu um að þetta atriði yrði sér­stak­lega at­hugað áður en hann tók ákvörðun um að heim­ila eign­ar­nám.

Því féllst Hæstirétt­ur á kröf­ur land­eig­end­anna.

Tveir dóm­ar­ar Hæsta­rétt­ar, þeir Ei­rík­ur Tóm­as­son og Viðar Már Matth­ías­son, skiluðu séráliti og vildu staðfesta ákvörðun ráðherr­ans. Töldu þeir að ekki hafi verið sannað annað en að ráðherr­ann hafi full­nægt rann­sókn­ar­skyldu sinni áður en hann tók ákvörðun­ina.

Fleira áhugavert: