Borhola seltjarnesi – Hitaveita 30 l/s 100°C

Grein/Linkur:  Ný Borhola tekin í notkun á Seltjarnarnesi

Höfundur: Verkís

Heimild:

.

Borhola á Seltjarnarnesi

.

Október 2022
.

Ný Borhola tekin í notkun á Seltjarnarnesi

Í síðustu viku var ný borhola Hitaveitu Seltjarnarness tekin í fullan rekstur. Borholan kemur í stað annarrar sem var boruð árið 1972 og var ein af aðalhitaveituborholum Seltjarnarness allt þar til hún skemmdist vorið 2021. Verkís kom að verkinu með ýmsum hætti.

Verkís lagði til alla deilihönnun rafkerfa, m.a. ljósleiðarakerfi, stjórnkerfi, afldreifingu og uppfærslu skjámyndakerfis. Verkís hefur einnig sé um hönnun stofnlagnakerfis á borholusvæðinu ásamt hönnun á dæluhúsi. Þá sá Verkís einnig um hönnun loftræsingar og mun einnig sjá um landslagshönnun umhverfis borholuna. Holan er á friðuðu svæði og því var ákveðið að dæluhúsið yrði neðanjarðar en mikil áhersla var lögð á að mannvirkið hefði sem minnst áhrif á umhverfið.

Holan eyðilagðist þegar borholudælan var í upptekt, þegar dæla og stór hluti af dælurörum féllu niður í borholuna vegna bráðatæringar og stífluðu holuna. Þar sem ekki var talið mögulegt að gera við holuna var ákveðið að bora nýja holu í nánd við þá sem eyðilagðist til að tryggja vatnsöflun og rekstraröryggi hitaveitunnar.

.

.

Fyrstu prófanir á nýju borholunni hafa lofað góðu og má vænta að afköst geti orðið um 30 l/s af um og yfir 100°C heitu vatni. Með tilkomu hennar hefur rekstraröryggi Hitaveitu Seltjarnarness verið tryggt og getur veitan haft fjórar borholur í rekstri þegar á þarf að halda.

Bor Jarðboranna, Sleipnir, var m.a. notaður til verksins en með honum var borað niður á 2057 m dýpi og vinnslufóðring var á 400 m dýpi, en var í 170 m í gömlu holunni. Að borun lokinni tók við vinna sem fól í sér að prófa og virkja holuna, leggja lagnir, byggja borholuhús neðanjarðar og svo framvegis.

Fleira áhugavert: