Krýsuvík – Nýting jarðhita og ferskvatns

Grein/Linkur: Skoða nýtingu jarð­hita og fersk­vatns í Krýsu­vík

Höfundur:  Viðskiptablaðið

Heimild:  

.

Mynd – google.com/map 12.12.2022

.

Nóvember 2022

Skoða nýtingu jarð­hita og fersk­vatns í Krýsu­vík

Hafnarfjarðarbæjar og HS Orka hafa undirritað viljayfirlýsingu um rannsóknir og nýtingu ferskvatns og jarðhita í Krýsuvík.

Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar við undirritun viljayfirlýsingar.

Hafnarfjarðarbæjar og HS Orka hafa undirritað viljayfirlýsingu um rannsóknir og nýtingu ferskvatns og jarðhita í Krýsuvík. Viljayfirlýsingin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 27. september síðastliðinn.

Hafnarfjarðarbær er eigandi Krýsuvíkur sem er verðmætt útivistar- og ferðamannasvæði og býr auk þess yfir einum vænlegasta kosti sem til er til framtíðaruppbyggingar hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu og styrkingar á afhendingaröryggi hennar, að því er segir í fréttatilkynningu.

HS Orka hefur rannsóknarleyfi Orkustofnunar í Krýsuvík til 31. október 2025 og starfar samkvæmt samstarfsyfirlýsingu við Hafnarfjarðarbæ frá árinu 2006. Viljayfirlýsing gildir til loka rannsóknartímabils, 31. október 2025.

Komið verður á sérstökum Nýtingarsamningi um heimild til rannsókna og nýtingar auðlindaréttinda í Krýsuvík. Aðilar muni kappkosta að koma á samningi á sem fyrst en hann er forsenda þess að djúp rannsóknarhola verði boruð til staðfestingar nýtanlegrar jarðhitaauðlindar í Krýsuvík. Borunin er áformuð á árinu 2023 og er í forgrunni rannsóknaráætlunar.

„Það eru mikil tækifæri fólgin í áframhaldandi samstarfi og samhliða í eflingu rannsókna og nýtingar á svæðinu. Þar vegur þyngst afhendingaröryggi heits vatns á höfuðborgarsvæðinu, uppbygging innviða til útivistar og vistvænnar ferðaþjónustu og fjölbreyttir möguleikar til atvinnuuppbyggingar. Í viljayfirlýsingunni sem nú hefur verið undirrituð er lögð áhersla á að náttúrusérkenni og menningarminjar í Krýsuvík njóti sín sem best og að aðstaða á svæðinu verði bætt og umhverfið fegrað,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

HS Orka rekur tvö orkuver á Reykjanesi þar sem fyrirtækið hefur yfir fjögurra áratuga reynslu af uppbyggingu á fjölnýtingu auðlindastrauma í Auðlindagarði HS Orku sem nýttir eru til grænna orkulausna, ræktunar, eldis og matvælaiðnaðar auk ferðamennsku. Auk þess aflar HS Orka ferskvatns og framleiðir heitt vatn og rafmagn fyrir veitur sveitarfélaga Suðurnesjum.

.

Hafnarfjarðarbær segir mikilvægt að halda áfram samstarfi um rannsóknir og hugsanlega nýtingu auðlinda í landi Krýsuvíkur án þess þó að það komi niður á náttúru eða aðdráttarafli svæðisins sem útivistar- og ferðamannasvæði.

Fleira áhugavert: