Varmahlíð, sagan – 40 sek/lítrar 95°C heitu vatni

Grein/Linkur: 40 sekúndulítrar af 95 gráða heitu vatni

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

.

Júní 1997

40 sekúndulítrar af 95 gráða heitu vatni

Mikið vatn kom upp í borholu sem boruð var vestan Reykjahlíðar í Varmahlíð. Hitaveita Seyluhrepps stóð að boruninni og alls voru boraðar ellefu tilraunaholur og staðsetningin ákveðin út frá þeim. Borað var niður á 427 metrar dýpi og samkvæmt mælingum Orkustofnunar var rennslið um 40 sekúndulítar af 95 gráðu heitu vatni.

Að sögn Sigurðar Haraldssonar, hreppstjóra og oddvita Seyluhrepps, er þetta ekki sjálfrennsli heldur þarf að setja virkjara með djúpdælu. Vatnið kom fyrst inn á 190 metrum og hefur verið að koma smám saman síðan og fékkst niðurstaða um magnið í mælingum í fyrrakvöld. Álitið er að vatnsmagnið sé jafnvel meira en fyrstu mælingar sýna. „Þetta er miklu meira en við bjuggumst við og við þurfum að setjast niður og skoða hvert framhaldið verður,“ sagði Sigurður. Hann sagði rannsóknir og boranir hafa kostað um níu til tíu milljónir og að virkjunin muni einnig kosta mikið.

Að sögn Sigurðar er búið að leggja hitaveitu áleiðis til Sauðarkróks, eða að hreppsenda, og til greina komi að leggja hitaveitu frá Sauðárkróki og fram í næstu hreppa, Skarðshrepp og Staðarhrepp. Sigurður sagðist búast við því að samnýting vatnsins yrði skoðuð upp á nýtt í kjölfar þessa atburðar.

.

Fleira áhugavert: