Sundlaug Hofsósi – Hitaveitan, sagan

Grein/Linkur: Bygging sundlaugarinnar hafin

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

Mynd – icelandtravelguide.is 2.12.2022

.

Október 2008

Bygging sundlaugarinnar hafin

Hafin er bygging sundlaugar á Hofsósi. Sundlaugin er gjöf tveggja athafnakvenna til íbúanna.

Lilja Pálmadóttir á Hofi og Steinunn Jónsdóttir á Bæ á Höfðaströnd tilkynntu fyrir hálfu öðru ári að þær vildu gefa íbúum Hofsóss og nágrennis 25 metra sundlaug með tilheyrandi búningsaðstöðu og greiddi sveitarfélagið Skagafjörður fyrir því. Fyrsta skóflustungan var tekin í apríl 2007 að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og Dorrit Moussaieff, konu hans. Grunnur bygginganna var þá tekinn. Tilboð sem síðan bárust í byggingu laugar og búningsklefa reyndist hins vegar meira en tvöföld kostnaðaráætlun og var verkinu slegið á frest. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri segir að síðan hafi verið unnið að samningum við verktaka. Nú hafi náðst samningar við SS verktaka um að byggja sundlaugina. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 185 milljónir, samið var við SS verktaka um 220 milljónir en upphaflegt tilboð verktaka var 385 milljónir kr.

Fjármögnun tryggð

Fjármögnun framkvæmdarinnar er tryggð, að sögn Guðmundar. Athafnakonurnar greiða gjöf sína inn í banka í Skagafirði sem annast greiðslur til verktakans samkvæmt samningum og framvindu verksins.

Áætlað er að sundlaugin verði opnuð í nóvember á næsta ári.

Sveitarfélagið tekur þá við mannvirkjunum og rekur þau. „Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Guðmundur og bætir því við að þótt mikið sé að gera hjá iðnaðarmönnum í Skagafirði muni verktakinn leitast við að nýta undirverktaka í héraðinu.

Fleira áhugavert: