Bolungarvík – Ný vatnsveita

Grein/Linkur: Ný vatnsveita í pípunum

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

Blungarvik – Mynd: utilegukortid.is 22.11.2022

.

Nóvember 2022

Ný vatnsveita í pípunum

Jón Páll Hreinsson er bæjarstjóri í Bolungarvík.

Jón Páll Hreinsson er bæjarstjóri í Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Áformað er að gera nýja vatns­veitu í Bol­ung­ar­vík á næstu tveim­ur árum sem sæk­ir vatn í bor­hol­ur. Bæj­ar­ins Besta grein­ir frá þessu í dag.

Þar er rætt við Jón Pál Hreins­son, bæj­ar­stjóra í Bol­ung­ar­vík, sem seg­ir að vatnsþörf­in á svæðinu hafi auk­ist meðal ann­ars vegna laxaslát­ur­húss sem verður tekið í notk­un á næsta ári.

Á BB kem­ur fram að kostnaðaráætl­un hljóði upp á 268 millj­ón­ir króna og er haft eft­ir Jóni Páli að kostnaður­inn væri sveit­ar­fé­lag­inu ofviða ef ekki kæmu til styrk­ir úr Fisk­eld­is­sjóði. Hef­ur Bol­ung­ar­vík­ur­kaupstaður fengið 33,4 millj­ón­ir í styrk úr sjóðnum vegna fram­kvæmd­anna en sótt verður um frek­ari styrki vegna nýrr­ar vatns­veitu.

Bæj­ar­stjór­inn seg­ir eðli­legt að gjaldið sem nú renn­ur í Fisk­eld­is­sjóð gangi beint til sveit­ar­fé­lag­anna sem nýr tekju­stofn. Eigi sveit­ar­fé­lög­in að geta fylgt upp­bygg­ingu nýrra at­vinnu­greina eins og fisk­eldi þurfi þau að fá tekju­stofna til þess að standa und­ir kostnaðinum.

Vatns­veit­an myndi leysa af hólmi nú­ver­andi vatns­veitu sem bygg­ir á hreinsuðu og geisluðu yf­ir­borðsvatni.

.

Framendi laxasláturhúss Arctic Fish í Bolungarvík mun líta út eins …

Fram­endi laxaslát­ur­húss Arctic Fish í Bol­ung­ar­vík mun líta út eins og á mynd­inni. Tölvu­teikn­ing/​Arctic Fish

.

Fleira áhugavert: