Kostnaður olíuvinnslu – Ýmsum löndum, sagan

Grein/Linkur: Sádarnir safna skuldum

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

.

Sádarnir safna skuldum

Orkubloggið hefur stundum framreitt hér kostnaðartölur. Þ.e. hvað það kostar að framleiða eina tunnu af olíu í hinum ýmsu löndum.

oil_well_sunset_2

oil_well_sunset

Það er hægt að fabúlera endalaust um kostnað við olíuvinnslu. Og þetta er jafn matskennt viðfangsefni, eins og það að ákveða hver sé fallegasta kýrin í fjósinu. Skepnurnar eru ýmist fallega einlitar eða missjöldóttar; hyrndar eða kollóttar. Og engar tvær eru eins.

Það er sem sagt ekki til neinn staðall um kostnað við olíuvinnslu. Allar áætlaðar tölur verða ávallt háðar mikilli óvissu. Og eitt er að ná olíunni upp úr góðri lind – og annað að taka með allan kostnaðinn við olíuleit á nýjum og lítt þekktum svæðum.

Það kostar minna en 5 dollara að ná gumsinu upp á mörgum olíuvinnslusvæðum Sádanna. Sama má segja um sullið hans Húgó Chavez í Venesúela. En þar með er ekki sagt að þessi ríki séu í góðum málum með olíutunnuna í 40-50 dollurum, eins og nú er.

Meðalkostnaðurinn við að ná olíunni upp og hreinsa hana er oft 10-20 dollarar, hjá þeim sem eru með ódýra vinnslu. Þá er leitarkostnaður ekki talinn með. Og til að geta fjármagnað olíuleit og nýja vinnslu og til að geta rekið þessi þjóðfélög, sem að langmestu leyti byggja á olíutekjunum, þarf að fá öllu meira en 5 dollara fyrir tunnuna. Miklu, miklu meira. 

OIL_rigs_sunset_4

OIL_rigs_sunset

Og sé olíuvinnslan stunduð á hafsbotni er þessi kostnaður oft á bilinu 30-50 dollarar á hverja tunnu. Vinnsla á djúpsvæðum eða á erfiðum svæðum eins og Bakken í Bandaríkjunum, er enná meiri. Fer ekki undir 70 dollarana og sumstaðar vel yfir 100 dollarana. 

Fréttaveitan CNBC birti nýlega „sínar“ tölur yfir meðaltalskostnað við olíuvinnslu í helstu olíuríkjum á Arabaskaganum, í Mið-Asiu og N-Afríku. Tölurnar sína það lágmarksverð, sem viðkomandi lönd þurftu að fá fyrir olíuna sína á nýliðnu ári 2008, til að geta skilað hallalausum fjárlögum. Einnig eru birtar áætlaðar tölur vegna 2009.

Forvitnilegt er að renna augunum yfir þessar tölur. Sem auðvitað verður að taka með talsverðum fyrirvara. Taka má fram að tölurnar hjá CNBC munu vera byggðar á upplýsingum frá Stjúpunni okkar vondu; Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Kostnaðartölurnar eru sem hér segir (og munum að undanfarið hefur verðið á olíutunnunni verið að dansa í kringum 40 USD):

Sameinuðu Arabísku furstadæmin (UAE)
(innan UAE er Abu Dhabi helsti olíuframleiðandinn):
2008: 23 USD
2009: 24 USD

Katar:
2008: 24 USD
2009: 24 USD

Kuwait:
2008: 33 USD
2009: 34 USD

Azerbaijan:
2008: 40 USD
2009 35 USD  

Oil_Nymex_10.03.09

Oil_Nymex_10.03.09

Hér erum við komin að vatnaskilum dagsins (á NYMEX var verðið í kvöld tæpir 46 dollarar tunnan). Samkvæmt CNBC eru öll eftirtalin ríki því ekki að fá nóg fyrir olíuna sína til að geta skilað jákvæðum ríkisrekstri.

Miðað við olíuverðið eins og það er í dag, eru öll eftirfarandi ríki sem sagt á rauða svæðinu. Það þýðir einfaldlega barrrasta  skuldaaukningu hjá þessum ríkjum – a.m.k. tímabundið þar til olíuverðið hækkar almennilega á ný. 

OPEC_Chakib_Khelil

OPEC_Chakib_Khelil

Líbýa:
2008: 47 USD
2009: 53 USD 

Saudi Arabía: 
2008: 49 USD
2009: 54 USD

Alsír (myndin er af Alsírmanninum Chakib Kheilil, sem er forseti OPEC): 
2008: 50 USD
2009: 60 USD

Kazakhstan:
2008: 59 USD
2009: 67 USD

Bahrain:
2008: 75 USD
2009: 84 USD

Óman:
2008: 77 USD
2009: 78 USD


Íran:
2008: 90 USD
2009: 90 USD

Írak:
2008: 111 USD
2009: 94 USD

Samkvæmt þessu eru það í raun einungis Katararnir og örfáar aðrar þjóðir sem geta andað sæmilega rólega þessa dagana. Enda spýtist olían og þó einkum gasið þar upp, án fyrirhafnar og með sáralitlum tilkostnaði. Eins og Orkubloggið hefur áður greint frá. Öll hin olíuríki Mið-Austurlanda eru að reka olíuvinnslu sína nokkurn veginn á sléttu þessar vikurnar eða jafnvel með tapi.

Þar að auki er olíugeirinn eina alvöru tekju-uppspretta þessara ríkja. Þannig að auðveldlega má gera ráð fyrir því að í reynd þurfi þessir ríkiskassar talsvert hærra olíuverð en hér segir, til að ríkissjóðir þessara landa ráði við að reka viðkomandi þjóðfélag.

Saudi_Arabia_misty

Saudi_Arabia_misty

Vert er að minna á að enginn veit hvað olíuvinnsla Sádanna kostar Hvorki CNBC, IMF né aðrir Meira að segja Orkubloggið veit það ekki alveg fyrir víst. Menn reyna auðvitað að áætla þennan kostnað eins vel og mögulegt er. En í reynd er þetta í þoku. Best varðveitta leyndarmál heims.

Samkvæmt upplýsingum frá innherjum Orkubloggsins í olíumálaráðuneyti Sádanna, er bloggið á því að Sádarnir geti varla sætt sig við neitt minna en 70-75 dollara fyrir tunnuna. Verðið núna er þar af leiðandi highway to hell fyrir hvít-kuflklæddu ljúflingana þarna í sandinum.

En af hverju minnka þeir þá ekki barrrasta framboðið ennþá meira til að verðið hækki? Svarið er einfalt; þeir vilja að OPEC haldi – mega ekki ofbjóða þeim OPEC-ríkjum sem vilja fara rólega í framleiðslusamdrátt.

Þar að auki vita Sádarnir auðvitað ekki hversu mikla framleiðsluminnkun þarf, til að koma verðinu í 70-75 dollara! Þessa dagana eru þeir einmitt, ásamt hinum OPEC-ríkjunum, að feta sig áfram olíueinstigið háskalega. Og hafa verið að minnka framleiðsluna talsvert síðustu mánuðina.

Kannski hafa þeir farið aðeins of rólega í samdráttinn. En Sádunum til hróss vill Orkubloggið árétta að verðið hefur a.m.k. ekki steinrotast. Þeim hefur enn tekist að koma í veg fyrir algert hrun á markaðnum. En sú ógn vofir ennþá yfir olíuríkjunum að eftirspurnin minnki svo hratt að verðið fari jafnvel undir 20 dollara tunnan. Þetta er línudans án öryggisnets.

Khurais

Khurais

Auðvitað getur Orkubloggið ekki látið hjá líða að horfa á þessar tölur frá IMF/CNBC gagnrýnum augum. Sem fyrr segir er nánast öruggt, að mati bloggsins, að Sádarnir þurfa meira fyrir olíuna sína en þarna segir.

Og það er líka svolítið hæpið að meðaltalskostnaðurinn við olíuvinnslu í UAE sé lægri en í Katar. Þetta er þó ekki útilokað; stór hluti vinnslunnar í Abu Dhabi er álitinn kosta einungis 2-3 dollara tunnan (Abu Dhabi er helsti olíuframleiðandinn innan Sameinuðu fyrstadæmanna; UAE). Já – 2ja dollara framleiðslukostnaður fyrir tunnu, sem við í vestrinu borgum nú meira en 40 dollara fyrir. Það gengur svona

Fleira áhugavert: