Hitareikningurinn – Möguleiki til lækkunar

Grein/Linkur: Eru ekki allir til í að lækka hitareikninginn?

Höfundur: Sigurður Grétar Guðmundsson

Heimild: bloggid

.

hitanemi

.

September 2010

Eru ekki allir til í að lækka hitareikninginn?

Eru einhver töfrabrögð í boði til þess að lækka hitareikninginn? Kannski ekki töfrabrögð en það er Íslendingseðlið sem vert er að skoða, þar í liggur möguleiki til lækkunar.

Hvernig má það það vera?

Ein afleiðingin af því hve heita vatnið hefur verið ódýrt er að hjá okkur Íslendingum hafa skapast hitavenjur sem hvergi í nokkru öðru landi þekkjast. Þetta er sá vani að hafa hita á heimilum mun hærri en nokkurs staðar  á byggðu bóli. Hönnuðir hitakerfa vinna út frá þeirri forsendu að hitakerfi húsa sé fært um að halda 20°C hita innandyra þó úti sé mínus 15°C. Þetta er arfleifð þess tíma að innihiti þótti hæfilegur 20°C. En mikið vill oft meira og í dag þekkist vart að innihiti sé undir 22°C, 24°C  búa margir við .

Þarna er verið að sóa peningum. Fyrir hverja °C sem þér tekst að lækka stöðugan innihita lækkar þú hitareikninginn um 5%.

reikningur.

En til þess að það takist þurfa stýritæki hitakerfisins að vera í lagi og rétt valin. Stýritækin þurfa þá að stjórnast af lofthitanum inni, ekki af hita vatnsins sem út af ofnunum rennur.
Annar ótrúlegur ósiður Íslendinga er að láta glugga standa upp á gátt daglangt ef ekki allan sólarhringinn. Þetta er gert þó enginn sé heima frá morgni og langt fram eftir degi. Að sjálfsögðu er loftræsing mikil nauðsyn en ef enginn er heim eiga gluggar að vera lokaðir. Loftræsingu á að framkvæma með fullri opnun glugga og kröftugum loftskiptum í nokkurn tíma, hafa glugga svo ekki opnari en þörf krefur þegar verið er heima, þetta getur skilað þó nokkrum krónum. Margir vilja sofa við opinn glugga, það eiga menn að sjálfsögðu að veita sér.

Tvennt á að vera til á hverju heimili a) vandaður hitamælir sem segir þér hve heitt er inni b) rakamælir sem sýnir hve mikill raki er í vistarverum, á ekki ekki að vera undir 40%. Yfirleitt er of lágt rakastig í íbúðum og öðrum vistarverum hérlendis.

Hvernig á að auka rakann í íbúðum? Nota úðakönnur eða/og setja grunnar skálar með vatni á ofna. Svo eru einnig til tæki sem sjá um rétt rakastig og hreinsa loftið. Hjá tækjaóðri þjóð er ekki svo vitlaust að fjárfesta í slíku tæki.

Fleira áhugavert: