Persaflói, jarðgas – Þýskaland, samningur
Grein/Linkur: Þýskaland á höttunum eftir jarðgasi í Persaflóa
Höfundur: Morgunblaðið
.
.
September 2022
Þýskaland á höttunum eftir jarðgasi í Persaflóa
Sameinuðu arabísku furstadæmin komust að samkomulagi við Þýskaland um áframhaldandi kaup Evrópuríksins á fljótandi jarðgasi og dísel. Samkomulagið kemur til vegna viðleitni Þýskalands til þess að hætta að kaupa jarðgas frá Rússlandi.
Samkomulag Þýskalands og Sameinuðu arabísku furstadæmana er gert undir formerkjum „orkuöryggis“ og hefur Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, lýst yfir ánægju með samkomulagið samkvæmt ríkismiðli furstadæmana. Scholz er í opinberri heimsókn í ríkinu og fundaði þar með Zayed Al-Nahyan, forseta.
Scholz hyggst funda með leiðtogum í Persaflóa til þess að liðka fyrir fleiri samningum af þessu tagi.
Kanslarinn sótti krónprins Sádi-Arabíu heim, Mohammed bin Salman, og fer til Katar á fund Sheikh Tamim bin Hamad Al-Thani, emírs Katar.