Vindorkuver á hafi – Starfshópur, möguleikar

Grein/Linkur: Starfshópur kannar möguleika vindorkuvera á hafi

Höfundur: Tómas Arnar Þorláksson Mbl

Heimild: mbl

.

.

Júlí 2022

Starfshópur kannar möguleika vindorkuvera á hafi

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku og lofts­lags­ráðherra, hef­ur ákveðið að skipa starfs­hóp sem mun kanna mögu­leik­ann á nýt­ingu vinds með vindorku­ver­um á hafi í lög­sögu Íslands. Þetta staðfest­ir Stein­ar Ingi Kol­beins, aðstoðarmaður ráðherra, í sam­tali við mbl.is.

Er þetta gert í sam­ræmi við stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar sem er tekið fram að marka skuli stefnu um vindorku­ver á hafi. Áður en að stefnu­mót­in get­ur haf­ist þarf að liggja fyr­ir heild­rænt yf­ir­lit yfir mögu­leika til fram­leiðslu raf­orku frá vindorku­ver­um.

Mun sam­an­tekt starfs­hóps­ins vera nýtt til að und­ir­búa stefnu­mörk­un stjórn­valda um nýt­ingu vinds á hafi sem er liður í gerð upp­færðrar orku­skipta­áætl­un­ar. „Skoða þarf vand­lega hvort og þá hvernig vindorka á hafi verði liður í þeirri orku­skipta­áætl­un sem sett verður fram á næstu miss­er­um,“ seg­ir Stein­ar.

Aðilar verða til­nefnd­ir í starfs­hóp­inn af ÍSOR, Orku­stofn­un, Veður­stof­unni og Nátt­úru­fræðistofn­un. Formaður verður skipaður án til­nefn­ing­ar. Starfs­hóp­ur­inn mun leita upp­lýs­inga hjá fram­an­greind­um stofn­un­um auk Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, Samorku og Lands­virkj­un ásamt upp­lýs­ing­um er­lend­is frá.

Fleira áhugavert: