Danmörk, sagan – Gríð­ar­legar hækk­anir á orku­verði

Grein/Linkur: Orkuverð rýkur upp úr öllu valdi í Danmörku

Höfundur: Sunna Ósk Logadóttir

Heimild:

.

.

September 2022

Orkuverð rýkur upp úr öllu valdi í Danmörku

Gasreikningur danskra heimila gæti fjórfaldast og rafmagnsreikningurinn tvöfaldast ef fram heldur sem horfir. Orkukreppan í Evrópu bítur ríki ESB fast.

Gríð­ar­legar hækk­anir á orku­verði í Dan­mörku verða mörgum heim­ilum mjög þung byrði í vetur að mati hóps hag­fræð­inga sem dag­blaðið Politi­ken fékk til að rýna í ástand­ið. Þeir draga upp dökka mynd og segja að mögu­lega ráði ekki allir Danir við hækk­an­irn­ar. „Þetta getur sett fjár­mál margra Dana í upp­nám,“ segir Palle Søren­sen, hag­fræð­ingur hjá grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Nykredit. „Jafn­vel þótt fólk lækki í ofn­unum hjá sér og spari þannig raf­magn þá eru tak­mörk fyrir því hversu mikið Danir geti dregið úr orku­notk­un­inni. Því miður gæti nið­ur­staðan orðið sú að ein­hverjir þurfi að yfir­gefa heim­ili sín.“

Danska rík­is­sjón­varp­ið, DR, fjallar einnig um orku­málin og fengu hag­fræð­ing hjá Danske Bank til að reikna út hversu mik­illi verð­hækkun dönsk heim­ili gætu átt von á í vet­ur. Sam­kvæmt þeim útreikn­ingum gæti gas­reikn­ing­ur­inn orðið fjórum sinnum hærri fyrir með­al­fjöl­skyld­una í vetur en hann var í fyrra­vet­ur. Þetta gæti þýtt að margir þyrftu að ganga á sparnað sinn til að greiða hita­reikn­ing­inn, sagði hag­fræð­ing­ur­inn Lou­ise Agger­strøm um útreikn­inga sína. Með­al­fjöl­skyldan gæti þurft að greiða um hálfri milljón íslenskra króna meira í kynd­ingu en í fyrra, miðað við að notk­unin sé sú sama og fyrir tveimur árum.

En það er ekki aðeins gas­reikn­ing­ur­inn sem mun hækka veru­lega. Sömu sögu er að segja um raf­magn­ið. Nykredit spáir því að raf­magn verði tvisvar sinnum dýr­ara fyrir Dani á næsta ári en það var í fyrra.

Fyr­ir­tækið hefur reiknað út að fjög­urra manna fjöl­skylda noti um 4.000 kWst af raf­magni á ári. Í fyrra kost­aði sú notkun 10 þús­und danskar krón­ur, um 190 þús­und íslensk­ar. Á næsta ári mun reikn­ing­ur­inn, sam­kvæmt spánni, verða um 420 þús­und íslenskar krón­ur.

Danir eru líkt og flestar Evr­ópu­þjóðir í miklum vanda vegna hækk­andi orku­verðs sem rekja má fyrst og fremst til inn­rásar Rússa í Úkra­ínu. Vest­ur­veldin hafa sett marg­vís­legar við­skipta­þving­anir á rík­is­stjórn Pútíns sem aftur hafa nýtt sér það hversu háð Evr­ópu­ríki eru gasi frá þeim. Um 40 pró­sent af öllu gasi sem notað er í Evr­ópu kemur frá Rúss­landi. Og þess vegna er gasið beitt vopn, verðið á því er hækkað og fram­boð þess skert, sem aftur bitnar á hag almennra borg­ara allrar álf­unn­ar.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins vill bregð­ast við verð­hækk­un­un­um, líkt og leið­togar margra ríkja innan sam­bands­ins hafa kraf­ist.

Það eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að draga úr notkun á rafmagni og gasi, segja hagfræðingar. EPA

Fleira áhugavert: