Bandaríkin, Sýrland – Stríð, stolið Olíu

Grein/Linkur: Saka Banda­­ríkja­her um stór­­felldan olíu­­stuld

Höfundur: Þorvarður Pálsson

Heimild:

.

.

September 2022

Saka Banda­­ríkja­her um stór­­felldan olíu­­stuld

Sýr­lensk stjórn­völd hafa sent aðal­ritara Sam­einuðu þjóðanna og for­seta öryggis­ráðsins bréf þar sem Banda­ríkja­her er sakaður um stór­felldan stuld á olíu frá olíu­lindum landsins.

Um 900 banda­rískir her­menn eru stað­settir í Sýr­landi og taka þátt í stríðinu gegn Íslamska ríkinu sem áður réði yfir stórum hluta landsins. Her­seta Banda­ríkja­manna þar er brot á al­þjóða­lögum þar sem hvorki Sýr­land né Sam­einuðu þjóðirnar hafa lagt blessun sína yfir hana.

Banda­rískir her­menn eru stað­settir á yfir­ráða­svæðum stjórnar­and­stæðinga sem berjast undir merkjum Sýr­lenska lýð­ræðis­hersins, SDF, flestir í her­stöðinni al-Tanf skammt frá írösku landa­mærunum. Hún hefur orðið fyrir á­rásum sem Banda­ríkin saka upp­reisnar­menn, sem njóti stuðnings Írans, um að bera á­byrgð á.

Að sögn yfir­valda í Damaskus er olían flutt yfir landa­mærin til Írak og full­yrða þau að Banda­ríkja­her steli um því sem nemur 66 þúsund olíu­tunnum á dag. Það jafn­gildir um 83 prósentum af olíu­fram­leiðslu landsins á degi hverjum.

Sýr­lensk stjórn­völd fullyrða að 29. ágúst hafi 123 tank­bílar fullir af illa fenginni olíu farið yfir landa­mærin til Írak frá Al-Hasakah-héraði í norð­austur­hluta Sýr­lands.

Banda­rískir her­­menn í norður­hluta Sýr­lands árið 2019. Fréttablaðið/EPA

Fleira áhugavert: