Lífdísil framleiðsla Þorvaldseyri – Kaldpressuð repju­olíu

Grein/Linkur: Framleiða lífdísil af eigin repjuakri

Höfundur: Helgi Bjarnason, Mbl

Heimild:

.

Þreskivélin rennir eftir kornakri og flutningavagninn bíður eftir næsta skammti. Bærinn sést í baksýn og yfir ríkir Eyjafjallajökull. Ljósmynd/Ólafur Eggertsson

.

September 2022

Framleiða lífdísil af eigin repjuakri

Fram­leiðsla á líf­dísil er haf­in hér á landi. Það eru bænd­urn­ir á Þor­valds­eyri und­ir Eyja­fjöll­um sem keypt hafa til lands­ins vél til þess, þá fyrstu sem hingað kem­ur. Líf­dísil­inn fram­leiða þeir úr kaldpressaðri repju­olíu af eig­in ökr­um og nota ol­í­una til íblönd­un­ar á olíu á drátt­ar­vél­ar og fyr­ir kornþurrk­ara.

Með þessu fram­taki minnka bænd­ur kol­efn­is­fót­spor búrekst­urs­ins og auka sjálf­bærni bús­ins. Þeir fram­leiða nú líf­dísil­inn úr repju­olíu frá síðasta ári en eiga von á nýrri upp­skeru í lok mánaðar­ins.

Eins og best ger­ist

Kornþresk­ing er haf­in á Þor­valds­eyri og bend­ir hún til góðrar kornupp­skeru á Suður­landi. „Upp­sker­an hjá okk­ur er eins og best ger­ist,“ seg­ir Ólaf­ur Eggerts­son bóndi. Hann tal­ar af reynslu því korn­rækt hef­ur verið stunduð á Þor­valds­eyri í ára­tugi, yf­ir­leitt með góðum ár­angri. Ólaf­ur legg­ur áherslu á að hefja upp­skeru­störf snemma til þess að eiga minna und­ir þegar haust­veðrin skella á, jafn­vel þótt það kosti meiri þurrk­un. Bænd­urn­ir reka eig­in þurrk­stöð og ræðst hraðinn í upp­skeru­störf­um af af­köst­um henn­ar.

„Korn­rækt­in hef­ur gengið af­skap­lega vel í sum­ar, þrátt fyr­ir að rætt sé um að sum­arið hafi verið kalt. Við náðum að sá snemma, síðustu vik­una í apríl. Maí var hlýr og góður og það skipt­ir miklu máli hvernig veðrið er í upp­hafi rækt­un­ar­tím­ans. Svo hafa þess­ir sól­ríku og hlýju dag­ar í haust hjálpað til og kornið tekið kipp,“ seg­ir Ólaf­ur. Hann seg­ir að akr­arn­ir líti vel út og ekki sé eft­ir neinu að bíða með að hefja upp­skeru­störf­in.

Fleira áhugavert: