Olíuleit Íslandi – Drekinn, sagan 2009

Grein/Linkur: Fall fararheill?

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

.

Fall fararheill?

Tvö fyrirtæki sóttu um leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu. Annars vegar norska Aker Exploration og hins vegar norsk-íslenska Sagex (ásamt Lindum Resources, sem er í eigu Jóns Helga í BYKO, sem líka er hluthafi í Sagex).

drekasvSamkvæmt frásögn Orkustofnunar var  fjöldi fyrirtækja, sem sýndi svæðinu áhuga og þar á bæ virtust menn ánægðir með þróun mála. Þó svo umsóknirnar hefðu aðeins verið þessar tvær.

Íslenskir fjölmiðlar hafa ekki sýnt ríka viðleitni til að meta hversu áhugaverðir umsækjendurnir um Drekasvæðið eru. Orkubloggið verður þar af leiðandi að ríða á vaðið.

Í sjálfu sér er þetta einfalt. Niðurstaða útboðsins eru vonbrigði. Hvorugt þeirra félaga sem sóttu um leitarleyfi eru það sem kallast getur öflugt olíuvinnslufyrirtæki. Vissulega eru þetta fyrirtæki sem hafa þokkalega reynslu af olíuleit. Þau gera sér bersýnilega vonir um að finna megi enn betri vísbendingar um að þarna sé vinnanleg olía og að þá geti þau selt leitarleyfin áfram – eða fengið alvöru olíuvinnslufyrirtæki síðar inn sem partners. En þetta geta ekki talist sterkir umsækjendur.

dreki_langanes_logoÍ olíubransanum er alltaf eitthvað um það að spekúlantar veðji á að geta fundið olíu og selt leitarleyfið áfram til olíuvinnslufyrirtækja. Vissulega eru Sagex og Aker Exploration virðingarverðari fyrirtæki en svo að þau kallist spekúlantar. En það er að mati Orkubloggsins slæmt að ekkert hefðbundið og öflugt olíuvinnslufyrirtæki skuli hafa óskað eftir leitarleyfi á Drekanum. Þau eru miklu burðugri og líklegri til að leggja mun meira fjármagn í leitina.

Til samanburðar er fróðlegt að líta til þess hvernig fór með fyrsta olíuleitarútboð Færeyinga. Sem kunnugt er hefur nú í áratug verið leitað að olíu á færeyska landgrunninu og nýlega lauk þriðja útboðinu þar.

Faroe_Oil_1st_roundÞað var aldamótaárið 2000 að fyrsta leitarútboðið fór fram í Færeyjum. Þá sóttu velflest stærstu nöfnin um leyfi til olíuleitar. Þar mátti sjá funheit fyrirtæki eins og BPEni (Agip), Anadarko og Statoil. Meðal samstarfsaðila þessara fyrirtækja voru fleiri risar, eins og ShellConocoPhillips og auðvitað Dong Energi – og ekki leið á löngu þar til Chevron var líka komið með í fjörið á færeyska landgrunninu. Sem sagt alvöru olíuvinnslufyrirtæki – mörg þau allra öflugustu í bransanum – en ekki bara einhverjir vongóðir minni spámenn. Það var t.d. eitthvað af þessum nöfnum sem Orkubloggið vonaðist eftir að sjá sem umsækjendur um leitarleyfi á Drekasvæðinu.

Dreki_Sagex_licensesNiðurstaðan af fyrsta útboði Færeyinga varð sú að veitt voru 7 leyfi, sem náðu yfir heilan þriðjung af öllum þeim svæðum sem í boði voru á færeyska landgrunninu í það sinn. Öll leyfin sjö gerðu kröfu um ákveðnar jarðfræðilegar rannsóknir. Þar að auki var í þremur leyfanna kveðið á um skuldbindingar um samtals 8 brunna.

Sá raunveruleiki sem við Íslendingar horfumst í augu við er því miður allt annar. Ekkert af stóru olíufélögunum sótti um leitarleyfi á Drekanum. Það voru einungis tveir litlir spámenn sem ákvaðu að kanna möguleikana á því hvort Drekasvæðið geti skilað þeim einhverjum Matador-peningum.

Menn hljóta að spyrja sig hvaða líkur séu á því að Sagex og/eða Aker Exploration hafi raunverulega burði til að bora svo mikið sem einn einasta brunn á þessu nýja og lítt þekkta svæði.

aker_exploration_logoJafnvel þó svo að annað félagið sé með orðið Aker í nafninu sínu og hafi tekið sín fyrstu skref í olíuvinnslu, er þetta reynslulítið fyrirtæki og varla heppilegasti kandídatinn til að ryðja brautina á nýju, djúpu og áhættusömu svæði eins og Drekasvæðið óneitanlega er. Þó svo Aker-samsteypan sé mikill risi, er Aker Exploration bara peð. Og Sagex er væntanlega einungis að sækja um leyfi með þá von í brjósti að fá sterkari aðila til samstarfs á síðari stigum eða að geta selt leyfið með hagnaði.

En kannski verðum við ljónheppinn. Kannski eru það einmitt reitir IS6708/1, IS6708/2, IS6808/11 og IS 6909/11 sem munu skila dúndrandi árangri. Kannski skiptir engu þótt líkurnar á því að þessi tvö fyrirtæki rekist á eitthvað spennandi, séu minni en að hitta með tennisbolta á miðpunkt Laugardalsvallar úr farþegaþotu, 30 þúsund fet yfir borginni. Orkubloggið má ekki sökkva í þunglyndi, þó svo það séu einungis pelabörn sem hafi sýnt nýja Drekasandkassanum áhuga.

Drekaopnun_Katrin_radherraOrkubloggið er á því að ekki hafi tekist vel til með útboðið á Drekasvæðinu. Þvert á móti er niðurstaðan gríðarleg vonbrigði – þó svo nýr iðnaðarráðherra láti af einhverjum ástæðum í ljós mikla bjartsýni. Enn á eftir að koma í ljós hvort Orkustofnun telur umsækjendurna vera hæfa. Það er ekki sjálfgefið. Miðað við svip þeirra sem viðstaddir voru opnun umsóknanna, er a.m.k. ekki að sjá að menn hafi vart kunnað sér læti af tómri kæti. Kannski væri nær að tala um jarðarfararstemningu?

Hvernig svo sem þetta fer, þá er það hreinlega arfaslæmt að ekki skuli hafa tekist að vekja áhuga sterkari og reynslumeiri bolta á Drekasvæðinu. Það er talsvert mikil áhætta fólgin í því fyrir Íslendinga að láta tvo litla spámenn um það að leika sér aleina á Drekanum. Slakur árangur af olíuleit þeirra gæti hreinlega skaðað framtíðarmarkaðssetningu á svæðinu.

Dreki_Spectrum

Orkubloggið var einmitt búið að vara við því að fjármálakreppan væri ekki besti tíminn fyrir útboð af þessu tagi. Afleiðingin gæti orðið fáir og lítt hæfir umsækjendur. Því miður gekk þessi spá bloggsins eftir.

Að mati Orkubloggsins kann að vera skynsamlegast að setja Drekann í salt og bíða þar til fjármálamarkaðirnir ná jafnvægi á ný. Þá mun olíutunnan rjúka upp og stóru olíufélögin vera tilbúin í hvað sem e

Fleira áhugavert: