Votrými – Vatnstjón

Grein/Linkur: Votrými og vatnstjón

Höfundur: Jón Sigurjónsson

Heimild: LAFI1

.

vatnstjon

.

Votrými og vatnstjón

Jón Sigurjónsson

Jón Sigurjónsson

1 Inngangur

Í nokkur misseri hefur komið saman hópur aðila hjá Mannvirkjastofnun sem hefur kallað sig vatnsvarnarbandalag og haft að markmiði að draga úr eða lágmarka tjón af völdum vatnsleka frá lögnum og lagnakerfum.

Í hópnum eiga fulltrúa Mannvirkjastofnun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Iðan fræðslusetur ásamt tryggingafélögum og fagfélögum. Í starfinu hefur komið fram að árleg vatnstjón eru af sömu stærð og brunatjón um 1,5-2,5 milljarðar og því mikilvægt að reyna að draga úr þessum tjónum með fræðslu til íbúa og þeirra sem koma að gerð votrýma í íbúðarhúsum.

Til þess að vekja fólk til umhugsunar hafa m.a.farið fram greinaskrif á vegum hópsins og viðtöl í fjölmiðlum og einnig verið samið námskeið um frágang votrýma á vegum Iðunar, sem undirritaður hefur leiðbeint á og hefur verið vel sótt í Reykjavík og á Akureyri nú þegar. Heildarfjöldi vatnstjóna 2013 og 2014 hafa verið tekin saman og voru árið 2013 6708 og 2014 7387 tjón. Heldartjón 2014 hefur verið metið um 2,5 til 3 milljarðar.

2 Vatnstjón og afleiðingar þeirra

Dæmi 1: Dæmigert lítið vatnstjón: Gleymst hafði að skrúfa fyrir bað. Tjón reyndist vera um 700.000 kr. vegna vatns sem flæddi yfir eikarparket á gangi og inn í stofu.

Dæmi 2: Leki varð frá ísskápstengingu í nýju húsi. Tjón reyndist vera 1.358.166 kr. vegna tjóns á parketlögn og byrjunar á myglumyndun sem uppræta þurfti.

Af dæmunum sést að oft verður tilfinnanlegt tjón vegna hugsunarleysis íbúa eða handvammar sem gott gæðakerfi á að grípa.

3 Votrými er þverfaglegt verkefni

votrymiLjóst er að gerð votrýma er verkefni sem margar iðngreinar
koma að. Auðvelt er að telja upp iðngreinar eins og múrverk, húsasmíði, pípulagnir, rafvirkjun og dúklagnir. Til að koma í veg fyrir mistök er því þekking á viðfangsefninu og verkþáttum annarra iðnaðarmanna nauðsynleg forsenda til þess að vel takist til sérstaklega þegar um timburhús er að ræða. Æskilegt er því að auka sérhæfingu þeirra sem koma að gerð votrýma með aukinni þekkingu á verkþáttum og innra gæðaeftirliti. Í grunnnámskeiði Iðunar sem fyrr er nefnt er áhersla lög á eftirfarandi atriði.

– Markmiðsetningu

– Reglugerðarkröfur

– Leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar

– Orsakir vatnstjóna (samkvæmt tölfræði)

– Vottanir og CE-merkingar

– Skipulag baðherbergja

– Innivist votrýma (samspil loftraka og lofthita)

– Timburinnveggur að votrýmum

– Val veggplötugerða

– Gólf votrýma

– Útveggur timburhúsa að votrými

Af þessu sést að að mörgu er að hyggja við gerð votrýma og góð samvinna er lykilatriði til að vel takist til. Undirritaður hvetur alla iðnaðarmenn sem vinna í votrýmum að kynna sér vel þessi fræði til að geta skilað sem bestum árangri. Hér eins og í flestum verkum eru það frágangsatriðin sem skilja á milli.             

Fleira áhugavert: