Columbiafljótið – Vatnsaflsvirkjanir

Grein/Linkur: Græni herinn

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

.

Júlí 2009

Græni herinn

At Bonneville now there are ships in the locks.
The waters have risen and cleared all the rocks.
Shiploads of plenty will steam past the docks.
So roll on, Columbia, roll on.

Woody_Guthrie

Woody_Guthrie

Þessi texti sveitasöngvarans frábæra Woody heitins Guthrie, er líklega ágætis inngangur að umfjöllun Orkubloggsins um vatnsafl í norðvesturríkjum Bandaríkjanna.

Columbia sú sem þarna er sungið um er auðvitað Columbiafljótið, sem er mesta vatnsfall í norðvesturríkjunum. Það ber gríðarlegt vatnsmagn frá Klettafjöllunum og til Kyrrahafsins á um 2 þúsund km leið sinni gegnum bæði Kanada og Bandaríkin. Upptökin liggja í Kanada en tilkomumest er Columbia í Washingtonfylki. Alls mun vatnasvæði Columbia vera hvorki meira né minna en 670 þúsund ferkílómetrar!

Vegna mikillar fallhæðar hentar Columbiafljót afar vel til vatnsaflsvirkjana og stendur undir þriðjungi af öllu virkjanlegu vatnsafli í Bandaríkjunum. Enda eru nú samtals um hálfur annar tugur virkjana í fljótinu sjálfu, sumar þeirra gríðarstórar. Að auki er fjöldi annarra virkjana í þveránum, en af þeim er Snake River hvað þekktust.

Snákafljót er eitt af þessum dásamlegu örnefnum í bandarískri náttúru – nöfnum sem fá hjarta Orkubloggarans til að þrá frumbyggjalíf 19. aldar á indíánaslóðum. Ekki er stubburinn minn, 8 ára, síður spenntur fyrir Frumbyggjabókunum en pápi hans. Í kvöldlestrinum erum við einmitt komnir að lokabókinni í þessum skemmtilega norska bókaflokki og heitir bókin sú ekki amalegra nafni en Gullið í Púmudalnum!

Snake_River_Adams

Snake_River_Adams

Frægustu virkjanirnar í Columbiafljótinu eru kenndar við smábæinn Bonneville, en í reynd er nafnið Bonneville-stíflurnar(Bonneville Dams) oft notað sem samheiti yfir fjölmargar virkjanir í fljótinu. Þar eru stærstar Grand Coulee með hvorki meira né minna en um 6.800 MW framleiðslugetu og Chief Joseph Dam, sem getur framleitt um 2.600 MW. Til samanburðar þá er framleiðslugeta Kárahnjúkavirkjunar um 700 MW. Alls geta virkjanirnar í Columbiafljóti framleitt lítil 25 þúsund MW og eru þá virkjanirnar í Snákafljóti og öðrum þverám Columbia EKKI taldar með. Sem sagt dulítið rafmagn þarna á ferðinni.

Columbia_River_dams_map

Columbia_River_dams_map

Lengi vel var stærstur hluti rafmagnsins frá Columbia-virkjununum nýttur til álframleiðslu. En með fjölbreyttari atvinnurekstri í Seattle og nágrenni fór svo að álfyrirtækin lentu í erfiðleikum með að keppa um orkuna. Á síðustu árum hefur hverri álverksmiðjunni á fætur annarri verði lokað þarna í hinu magnaða norðvestri. Samdrátturinn í áliðnaðinum þar er sagður allt að 80% á örfáum árum. Þess í stað fer orkan frá vatnsaflsvirkjununum nú til fyrirtækja eins og Google, sem hefur unnið að uppbyggingu gagnavera á svæðinu. Kannski umhugsunarvert fyrir Íslendinga?

Álfyrirtækin fóru aftur á móti að leita að ódýrara rafmagni en framleiðendurnir í Columbiafljótinu buðu. Og fundu það fljótt í þriðja heiminum – svo og á eyju einni norður í Dumbshafi þar sem stjórnvöld eru þekkt fyrir flaður sitt upp um álrisa.

Hvað um það. Annað atriði sem Orkubloggaranum þykir athyglisvert er hverjir standa að rafmagnsframleiðslunni í Columbaifljóti. Kannski halda sumir frjálshyggjusinnaðir Íslendingar að öll rafmagnsframleiðsla í Bandaríkjunum sé í höndum Mr. Burns og félaga hans. Sem sagt einkarekstur. Því fer fjarri. Meira að segja Bandaríkjamenn er vel meðvitaðir um mikilvægi þess að ríkið sé bakhjarlinn í rafmagnsframleiðslunni.

Bonneville_dam_explained

Bonneville_dam_explained

Já – öll fer þessi geggjaða orka frá Bonneville í gegnum ríkið. Sala og dreifing er í höndum ríkisfyrirtækisins Bonneville Power Administration (BPA), en rekstur og viðhald sjálfra virkjananna er á vegum sérstakrar alríkisstofnunar, sem nefnist því virðulega nafni US Army Corps of Engineers. Þetta er stofnun með meira en 35 þúsund starfsmenn sem heyrir undir bandaríska varnarmálráðuneytið og sagan háttar því svo að þessi merkilega stofnun hefur komið að byggingu og rekstri mikils fjölda vatnsaflsvirkjana þar vestra.

US_ACE

US_ACE

USACE sinnir einnig margs konar annarri uppbyggingu í landinu og er eitt af þessum undarlegu dæmum um ofboðsleg umsvif alríkisins í landi sem oftast er kennt við einkaframtak. Kannski mætti kalla þessa ágætu bandarísku stofnun hinn eina sanna Græna her?

Bygging Bonneville-virkjananna hófst árið 1934 í kreppunni miklu. Auk þess að skapa mikinn fjölda starfa fyrir atvinnulausa Bandaríkjamenn, reyndust þessar virkjanir ein mikilvægasta undirstaða iðnaðaruppbyggingar landsins í aðdraganda styrjaldarátakanna og þar með hornsteinn í sigri Vesturveldanna gegn Japan og Nasista-Þýskalandi. Orkan var, sem fyrr segir, að miklu leyti nýtt í álbræðslur á svæðinu, sem voru mikilvægur þáttur í hernaðarmaskínunni sem sigraði síðari heimsstyrjöldina.

Reyndar er öll saga BPA stórmerkileg. Fyrirtækið var stofnað af Bandaríkjaþingi í þeim tilgangi að sjá um dreifingu og sölu á öllu rafmagni frá Bonneville-virkjununum. Á næstu áratugum óx framleiðslugetan jafnt og þétt með nýjum virkjunum á svæðinu og samhliða því sá BPA um byggingu á sífellt öflugra dreifikerfi.

BPA_logoÍ dag kemur um 45% alls þess rafmagns sem notað er í norðvesturfylkjum Bandaríkjanna frá BPA og fyrirtækið rekur eitt stærsta dreifikerfi rafmagns í Bandaríkjunum. Það er m.ö.o. ekki bara einkarekstur sem tíðkast þarna vestra – þvert á móti er ríkið þar stórtækara en í mörgum löndum Evrópu. Það er kannski eitt af skemmtilegum leyndarmálum

Fleira áhugavert: