Orkurisinn Gazprom – Skrúfar fyrir gas
Grein/Linkur: Rússar skrúfa fyrir gasið til Póllands og Búlgaríu
Höfundur: Ævar Örn Jósepsson
.
.
April 2022
Rússar skrúfa fyrir gasið til Póllands og Búlgaríu
.
Í yfirlýsingu frá PGNiG segir að reynt verði að fá Gazprom til að hætta við, enda sé boðuð stöðvun á gassölunni samningsbrot. Pólskir ráðherrar fullyrtu á fréttafundi í kvöld að gasbirgðir í landinu séu nægar til að brúa mögulegt bil og loftslagsráðherra landsins, Anna Moskwa, skrifar á Twitter að ekki muni skorta gas á pólskum heimilum. Yfirvöld hafi verið undir það búin að svona gæti farið og unnið að því að draga úr þörf Póllands fyrir rússneska orku.
Yfirvöld í Búlgaríu tala á sömu nótum. Búlgarir eru enn háðari rússnesku gasi en Pólverjar og fá um 90 prósent af sínu gasi frá Rússlandi. Orkumálaráðherra Búlgaríu segir samningaviðræður um gaskaup annars staðar frá þegar hafnar og miða vel. Ekki verði gripið til skömmtunar á gasi að svo stöddu.
Rússar hótuðu því í vor að skrúfa fyrir gasið til þeirra Evrópuríkja sem neituðu að gera upp í rúblum. Flest hafa ríkin neitað að ganga að þeirri kröfu, þar á meðal Pólland og Búlgaría.