Stríð, gasstreymi – Afhjúpun orkustefnu

Grein/Linkur: Viðskiptabann, en gasið streymir ennþá

Höfundur: Sigurður Már Jónsson

Heimild:

.

Mynd – eastwatch.eu 5.05.2022 SMELLA Á MYND TIL AÐ STÆKKA

.

Mars 2022

Viðskiptabann, en gasið streymir ennþá

Sigurður Már Jónsson

Engum blöðum er um það að fletta að harkan í efnahagslegum refsiaðgerðum Vesturlanda hefur komið Vladimir Pútin og ráðgjöfum hans á óvart. Nánast hefur verið lokað á öll viðskipti við Rússland og Vesturlönd hafa loksins fengist til að taka á furðulegu líferni rússneskra auðmann sem hafa nánast haft sína hentisemi til þessa. Það skipti mestu að loka fyrir aðgengi rússneska seðlabankans að erlendum gjaldeyrisvarasjóðum sínum og útiloka nokkra rússneska banka frá greiðslumiðlunarkerfinu Swift. Það eru ekki ný tíðindi fyrir okkur Íslendinga að standa í efnahagslegum refsiaðgerðum gagnvart Rússum sem þó hafa verið umdeildar síðan þeim var skellt á 2015. Ef þær hefðu ekki verið í gangi hefði höggið fyrir íslenskt efnahagslíf án efa verið verulegt núna. En það er önnur saga.

Úkraínustríðið hefur afhjúpað orkustefnu Vestur-Evrópu sem hefur gert þjóðir þar háðar gasi frá Rússlandi en þangað fer 75% af gasframleiðslu Rússa. Svo mjög eru þær háðar þessu gasi að þær hafa ekki treyst sér til að loka fyrir viðskiptin þó það sé nánast eina erlenda tekjustreymi Rússa núna og líklega nauðsynlegt til að halda hernaðarvél Pútins gangandi, eða ættum við að segja höktandi? En staða Þjóðverja er sérlega vandræðaleg og hefur afhjúpað ranga stefnumótun Angelu Merkel, fyrrverandi Þýskalandskanslara, eins og hefur verið vikið að hér í pistlum. Jafnaðarmenn og Græningjar bera einnig ábyrgð á þessari stefnu.

Fjárkúgun stríðsmannsins

ukrastrNú skrifar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í grein í Daily Telegraph að vestræn ríki ekki mega vera háð rúss­neskri orku, sem geri Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta kleift að „kúga heim­inn“. Leiðtog­ar Vest­ur­land­anna gerðu „hræðileg mis­tök“ þegar þeir leyfðu Pútín og rúss­neska hern­um að „kom­ast upp með“ að her­taka Krímskag­ann árið 2014 og urðu þannig háðari rúss­neskri orku, skrifaði John­son. „Heim­ur­inn get­ur ekki sætt þess­ari sí­felldu fjár­kúg­un.“

Ummælin lét Johnson falla fyrir heim­sókn sína til Sádí-Ar­ab­íu þar sem hann hyggst funda með krón­prins­in­um Mohammed bin Salm­an um him­in­há­ar hækk­an­ir sem orðið hafa á eldsneytis­verði í heim­in­um í kjöl­far inn­rás­ar Rúss­lands inn í Úkraínu. Johnson viður­kenndi að það yrði afar erfitt fyr­ir vest­ræn ríki að venja sig af rúss­neskri orku.

Gríðarlegt fjárstreymi til RússaOleg Ustenko efnahagsráðgjafi Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu, sagði í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku að miðað við núverandi markaðsverð nemur útflutningsverðmæti rússnesks lagnagass til ESB-landa einna 400 milljónum bandaríkjadala á dag. Heildarútflutningstekjur af hráolíu og hreinsuðum afurðum nema nú um 700 milljónum bandaríkjadala á dag. Oleg Ustenko sagði það aðrar refsiaðgerðir myndu ekki nýtast nema lokað væri fyrir olíu og gasútflutning Rússa. „Það eina sem mun stöðva yfirgang Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta er að sniðganga alfarið allar rússneskar orkuafurðir. Orka er burðarásinn í útflutningi Rússlands.“ Auk gas þá fer um 50% af olíuútflutningi Rússa til V-Evrópu og um 35% af kolum framleiddum í Rússlandi.

Samkvæmt tölum frá Alþjóðaorkumálastofnuninni stóðu skattar og útflutningsgjöld af gasi og olíu undir 45% af fjárlögum Rússlands í janúar 2022. Oleg Ustenko segir að enn sem komið er hafi aðeins smávægilegar truflanir orðið á olíuútflutningi Rússa, en engin truflun á útflutningi gass, samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni, IEA. Hækkun á olíuverði samkvæmt Brent-vísitölu sér Rússlandi fyrir nægu innstreymi fjármagns. Undanfarinn mánuð hefur daglegt verðmæti rússnesks olíuútflutnings aukist um nærri 100 milljónir USD á dag. Gjaldeyrishagnaður Rússa síðastliðnum janúar var um 19 milljarðar dollara eða um 50% hærri en vanalega á sama tíma. Oft er mánaðarlegur hagnaður 9 til 12 milljarðar dala. Þessar tölur sýna að Rússneskur efnahagur stendur og fellur með þessum útflutningi.

Hvetja grimmt og stjórnlaust skrímsliÞað er ljóst að Evrópubúar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir, ekki síst hvernig skuli fjármagna það að hætta að nota rússneskt gas. Sumir Evrópubúar munu þurfa aðstoð við að standa undir upphitunarkostnaði og þeir gætu staðið frammi fyrir öðrum efnahagslegum erfiðleikum vegna þess sem Pútín er að gera. Enginn í veröldinni ætti að kaupa rússneska orku skrifar Oleg Ustenko. Útskúfun fyrir það ætti að vera meiri og verri en fyrir viðskipti með blóðdemanta. Heimurinn er að vopnavæða og hvetja grimmt og stjórnlaust skrímsli. Það verður að hætta. Undir það verður tekið.

Fleira áhugavert: