Jarðhiti, borun – Vanýtt auðlind, tækifæri
Grein/Linkur: Telja frekari tækifæri til borana eftir heitu vatni
Höfundur: Kristján Már Unnarsson Vísi
.
.
.
April 2022
Telja frekari tækifæri til borana eftir heitu vatni
Jarðhiti til húsahitunar gæti enn verið vannýtt auðlind hérlendis, einkum í dreifbýlinu. Þannig segjast bændur á Ströndum sannfærðir um að þar finnist jarðhiti víða og hvetja til rannsókna og borana.
Í fréttum Stöðvar 2 hittum við bændur í Hrútafirði og spurðum hvað vantaði helst til að bæta samfélagið.
,,Mig langar í hitaveitu,” var svarið sem við fengum frá þeim Sigrúnu Eggertsdóttur og Heiðari Þór Gunnarssyni, bændum á Bæ 1.
Þau horfa þar til Borðeyrar en fyrir áratug var hitaveita lögð í öll hús þar frá borholu við bæinn Laugarholt, sem er um einn kílómetra norðan þorpsins.
Ásdís Guðmundsdóttir, húsfreyja á Laugarholti, segir jarðhitann mikil hlunnindi. Þegar við spyrjum hvort næsta skref sé ekki að byggja sundlaug svarar Ásdís að það sé allavega í bîgerð að fá sèr heitan pott.
Sveitarfélagið Húnaþing vestra stóð fyrir nokkrum árum fyrir lagningu hitaveitu frá Laugarbakka í Miðfirði um nærsveitir. Hrútfirðingar segjast vissir um að þetta sé líka hægt hjá þeim.