Landsvirkjun 2021 – Hagnaður 19,3 milljarðar

Grein/Linkur: Mesti hagnaður Landsvirkjunar frá árinu 2009

Höfundur: Stefán E. Stefánsson

Heimild:

.

Verð til stórnotenda hækkaði mikið á árinu sem leið og ræður þar mestu hækkandi heimsmarkaðsverð á áli sem er nú í hæstu hæðum. mbl.is/Sigurður Bogi

.

Febrúar 2022

Mesti hagnaður Landsvirkjunar frá árinu 2009

Hagnaður Lands­virkj­un­ar á nýliðnu ári nam 148,6 millj­ón­um doll­ara, jafn­v­irði 19,3 millj­arða króna. Hef­ur fyr­ir­tækið ekki skilað jafn mikl­um hagnaði síðan 2009 þegar hann nam tæp­um 200 millj­ón­um doll­ara. Tvö­fald­ast hagnaður­inn nán­ast milli ára en hann nam 78,6 millj­ón­um doll­ara árið 2020.

Rekstr­ar­tekj­urn­ar námu 558,8 millj­ón­um doll­ara, jafn­v­irði 72,6 millj­arða króna og hafa aldrei í sög­unni verið meiri. Juk­ust þær um 105,3 millj­ón­ir doll­ara, eða 23,3% frá ár­inu 2020.

„Eft­ir óvissu og erfiðleika í rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tæk­is­ins í byrj­un veirufar­ald­urs­ins á ár­inu 2020 varð mjög já­kvæð þróun á rekstri Lands­virkj­un­ar á ár­inu 2021,“ seg­ir Hörður Arn­ar­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, í til­kynn­ingu sem fylgdi árs­upp­gjöri þess.

„Bætta af­komu má rekja til mik­ils bata í rekstr­ar­um­hverfi stór­not­enda viðskipta­vina okk­ar og Lands­virkj­un­ar sjálfr­ar.“ Bent hef­ur verið á að hrávöru­verð og m.a. ál­verð hef­ur rokið upp á síðustu mánuðum, miðað við það sem var í upp­hafi far­ald­urs­ins. Hef­ur það skilað ál­ver­um hér á landi stór­bættri af­komu og raun­ar snúið gegnd­ar­laus­um ta­prekstri í hagnað. Stór­ir samn­ing­ar Lands­virkj­un­ar eru tengd­ir heims­markaðsverði á áli og því koma þess­ar svipt­ing­ar fram í bók­um fyr­ir­tæk­is­ins.

Hörður nefn­ir einnig að selt heild­ar­magn raf­magns hafi auk­ist um 5% á ár­inu 2021, borið sam­an við 2020. Þá hafi raf­orku­kerfið á Íslandi verið full­lestað und­ir lok síðasta árs og eft­ir­spurn verið mik­il frá fjöl­breytt­um hópi viðskipta­vina.

Skuld­ar 195 millj­arða

Nettó skuld­ir Lands­virkj­un­ar námu 1.500,8 millj­ón­um doll­ara í lok síðasta árs, jafn­v­irði 195,1 millj­arðs króna. Lækkuðu þær um 175 millj­ón­ir doll­ara, jafn­v­irði 22,8 millj­arða króna.

„Helstu skulda­hlut­föll eru nú orðin sam­bæri­leg og þau eru hjá syst­ur­fyr­ir­tækj­um okk­ar á Norður­lönd­un­um, sem er ár­ang­ur sem við erum stolt af. Lyk­il­mæli­kv­arðinn nettó skuld­ir/​EBITDA lækkaði um­tals­vert á síðasta ári og eru hrein­ar skuld­ir nú aðeins um 3,5-fald­ur rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir. Ekki er því leng­ur þörf á að leggja áherslu á hraða lækk­un skulda og hef­ur arðgreiðslu­geta fyr­ir­tæk­is­ins þar af leiðandi auk­ist,“ seg­ir Hörður.

Af þeim sök­um hef­ur stjórn fyr­ir­tæk­is­ins ákveðið að leggja til við eig­anda sinn, ís­lenska ríkið, að greidd­ur verði út arður sem nemi 15 millj­örðum króna vegna rekst­urs síðasta árs.

Fleira áhugavert: