Jarðborun lagna – Tæknilegar moldvörpur

Grein/Linkur: Tæknilegar moldvörpur

Höfundur: Sigurður Grétar Guðmundsson

Heimild: 

.

Múlun með moldvörpu svokallaðri, er frábær lausn á stuttum og þröngum aðstæður. Hægt er að setja plaströr aftan í múlinn og rörið notað til ídráttar eða til vatnsnotkunar

.

Október 1997

Tæknilegar moldvörpur

Framþróun tækninnar er hröð í lögnum.Það er ekki svo sjaldan að kvartað er yfir því í fjölmiðlum að ekki sé nokkur friður í heilum hverfum vegna lagnaframkvæmda. Það er verið að endurnýja hitaveitulagnir, kaldavatnslagnir eða þá að frárennsliskerfið í götunum er úr sér gengið.

Þetta er ekki nema eðlilegur gangur mála. Lagnir í götum og heimæðar frá veitum ganga úr sér og þær verður að endurnýja, hvort sem það veldur einhverjum óþægindum eða ekki.

En framþróun tækninnar er hröð í þessu eins og öðrum verklegum framkvæmdum, vélaframleiðendur keppast um að komast hænufetinu framar en keppinauturinn, nýjar lausnir eru stöðugt að koma fram.

Endurnýjun lagna í jörðu án þess að grafa

Það er orðið þó nokkuð síðan að fyrst var farið að endurnýja steinsteyptar frárennslislagnir án þess að grafa skurði eftir endilöngum götum. Þetta er gert með því að komast í brunna á frárennslislögnunum og draga nýjar leiðslur úr plasti eftir gömlu leiðslunum sem voru oft orðnar sprungnar og óþéttar og reyndar hefur verið sagt frá þeirri tækni fyrr í þessum pistlum.

En það er ekki aðeins endurnýjun lagna sem er framkvæmanleg án þess að grafa, það er einnig orðið mögulegt að leggja leiðslur í jörðu án þess að grafa skurð. Þetta er svosem engin nýjung, ekkert er nýtt undir sólinni gæti einhver sagt og það með réttu.

Það hefur þekkst lengi að ræsa fram mýrar með kílplóg og plastleiðslur hafa verið lagðar þannig langar leiðir án þess að neinn skurður sjáist. En nú er hernaðurinn gegn mýrunum á undanhaldi og vissulega tími til kominn, með framræsingu þeirra hafa verið framin hrikaleg umhverfisspjöll hérlendis. En það er önnur saga en aldrei að vita nema sú saga verði tekin til umfjöllunar síðar.

Til að lýsa þessari tækni og vinnuaðferðum er best að láta myndirnar taka við, þær eru mælskari en orð.

.

Strefnustýrður jarðbor. Heppilegt tæki til að bora fyrir heimæðum heita og kalda vatnsins

Fleira áhugavert: