Gassprenging – Sumarhúsi 2021, sagan

Grein/Linkur: Aron lenti í gassprengingu í sumarbústað

Höfundur: Ágúst Borgþór Sverrisson  DV

Heimild:

.

.
Mars 2021

Aron lenti í gassprengingu í sumarbústað 

Það lítur ekki út fyrir að neitt okkar verði fyrir varanlegum skaða. Í rauninni sluppum við öll mjög vel. Við vorum sex í bústaðnum og þrjú okkar fóru á sjúkrahús. Einn strákanna fór líklega úr axlarlið og í hann aftur,“ segir Aron Kristján Sigurjónsson, ungur maður sem var ásamt vinum sínum og kærustu í sumarbústað í Langadal í Húnavantssýslu um helgina. Eins og myndir bera með sér urðu miklar skemmdir á bústaðnum eftir að gaskútur í skúrnum áföstum bústaðnum sprakk að líkindum.

„Ég svaf í hjónaherberginu og eins í klassískum bústað er skúrinn við hjónaherbergið. Sóley, kærastan mín, vaknaði af einhverjum ástæðum einni mínútu eða svo fyrir sprenginguna, fann líklega eitthvað á sér. Hún svaf sem betur fer fjær skúrnum og þetta fór allt yfir okkur en hún slapp vel. Hún sá spýtu falla í andlitið á mér.“

Aron fékk stóran skurð á ennið og neðri framtönn brotnaði. Hann er líka víða tognaður og marinn. Kærasta hans slasaðist minna en hlaut þó líka tognanr víða, einn í viðbót slasaðist en þrjú sluppu alveg.

Aron er gífurlega þakklátur öllum viðbragðsaðilum og starfsfólki sem komu að málinu. Starfsfólkinu hafi tekist að róa þau öll með faglegum vinnubrögðum við erfiðar aðstæður.

Hann tekur fram að ekkert þeirra hafi verið að fikta með gas. „Þetta var slys og ekkert okkar gerði neitt til að valda því,“ segir hann ákveðinn.

Ljóst er að ekkert ungmennanna varð fyrir varanlegum skaða. „Líklega verður erfiðast að ná okkur andlega,“ segir Aron en árið 2013 lenti hann líka í lífshættu en þá er talið að ekið hafi verið á hann. Missti hann þá rænuna í fjórar klukkustundir án þess að vita hvað hafði gerst og engin gögn var að finna í eftirlitsmyndavélum. En lögreglan taldi hann hafa orðið fyrir ákeyrslu.

„Ég hugsa með mér eftir þetta að ég sé búinn með tvö líf af níu. Ef þetta var gassprenging eins og lögreglan telur þá er ég bara feginn að hún varð. Því ég reyni að hugsa jákvætt um þetta. Maður hefur heyrt margar sögur af fólki sem hefur kafnað yfir nótt við að anda sér gasi.“

Aron segir að slysið hafi þjappað vinahópnum saman, sem raunar hafi verið markmiðið með ferðinni í bústaðinn:

„Það erfiðasta við þetta allt saman er að það er ómögulegt að tengja þetta við raunveruleikann og ná hugarró. Gassprenginar eru okkur enn fjarstæðukenndar þrátt fyrir að við urðum fyrir slíkri. Við erum heppin að ekki fór verr og eins kaldhæðnislega og það hljómar þá var ætlunarverkinu náð. Hópurinn er þéttari en nokkru sinni fyrr.“

.

.

Fleira áhugavert: