Skerðingu raforku – Kom á óvart, staðan, áskoranir
Grein/Linkur: Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar
Höfundur: Gunnar Guðni Tómasson, Landsvirkjun
.
.
Janúar 2022
Ráðherra lítur mögulega skerðingu á raforku alvarlegum augum
Í byrjun árs skipaði ráðherra starfshóp sem vinnur að grænbók um stöðu og áskoranir í orkumálunum. Grænbókin mun gera grein fyrir orkuþörfinni og stöðunni á flutningskerfinu
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lítur tilkynningu Landsvirkjunar um að mögulega verði dregið úr afhendingu raforku alvarlegum augum. Um leið og ráðuneytið varð þess áskynja voru fulltrúar Landsvirkjunar og Orkustofnunar kallaðar á fund og í kjölfar þess var sett af stað vinna til að bregðast við vandanum.
„Staðan kom mér satt að segja á óvart. Um leið og ég varð þess áskynja hvernig málin stæðu þá leit ég það mjög alvarlegum augum. Fundaði ég þegar í stað með aðilum sem lýst höfðu yfir áhyggjum vegna stöðunnar til skamms tíma og er unnið að lausn málanna. Þá fundaði ég með Orkustofnun vegna stöðunnar en stofnunin sendi í kjölfarið bréf á raforkufyrirtækin eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum,“ segir hann.
Viðskiptavinir Landsvirkjunar sem kosið hafa mestan sveigjanleika í samningum um orkukaup mega búast við takmörkunum á afhendingu raforku. Landsvirkjun segir að vegna þurrkatíðar hafi staðan í vatnsbúskap fyrirtækisins ekki verið verri í sjö ár og er hún sérstaklega slæm nú á Þjórsársvæðinu sem er stærsta vinnslusvæði Landsvirkjunar.
Í byrjun árs skipaði ráðherra starfshóp sem vinnur að grænbók um stöðu og áskoranir í orkumálunum. Grænbókin mun gera grein fyrir orkuþörfinni og stöðunni á flutningskerfinu.
„Þessi mikilvægu verkefni eiga að gera okkur ljóst hver staðan er og hvaða áskorunum við stöndum frammi fyrir. Það verður ekki gert nema með bestu mögulegu upplýsingum,“ segir Guðlaugur Þór.
Ráðherra skipaði einnig starfshóp sem vinna á tillögur að bættu raforkuöryggi hér á landi. „Það er mjög mikilvægt af mörgum ástæðum, en sérstök áhersla er á að tryggja raforkuöryggi fyrir heimilin í landinu,“ segir Guðlaugur Þór.
Á þingmálaskrá vorþings voru sett fram frumvörp um að einfalda tæknilegar uppfærslur og aflaukningar á virkjunum sem þegar eru í rekstri og einföldun á niðurgreiðslukerfi varmadælna en reynslan af þeim hefur skilað sér í orkusparnaði fyrir neytendur og samfélög.