Ísleifur Jónsson, Fagkaup – Sameining, hjá SKE

Grein/Linkur:  Fagkaup og ÍJ sameinist

Höfundur: Viðskiptablaðið

Heimild:

.

.

Fagkaup og ÍJ sameinist

Fagkaup hefur keypt fjölmörg félög í gegnum tíðina, en nú er samruni félagsins við Ísleif Jónsson ehf. til meðferðar hjá SKE

Til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu er samruni fyrirtækjanna Fagkaupa ehf. og ÍJ ehf. Fagkaup ehf hefur keypt fjölmörg fyrirtæki í gegnum tíðina en félagið starfar á fyrirtækjamarkaði og skilgreinir sig sem virðisaukandi þjónustufyrirætki með iðnaðar- og byggingarvörur.

Fagkaup var kynnt til leiks árið 2019, en það var nýtt heiti á samstæðu Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur utan um Vatn og veitur, Áltak, Sindra, S. Guðjónsson og Johan Rönning, en félagið keypti fyrrnefnd félög á árunum 2003-2017. Fagkaup á þannig fimm dótturfélög sem voru stofnuð til að halda utan um nöfn rekstrareininga innan félagsins.

Nýlega keypti félagið KH Vinnuföt, sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á öllum tegundum af vinnufatnaði, en Viðskiptablaðið greindi frá kaupunum á sínum tíma.

ÍJ ehf er eignarhaldsfélag utan um heildverslunina Ísleifur Jónsson sem hefur verið í þjónustu hreinlætistækja í yfir 100 ár. Ásamt sölu hreinlætistækja rekur fyrirtækið lagnadeild.

Fleira áhugavert: