Flestar handlaugar í dag eru fastar í borði en þeir sem nota handlaugina eru misháir í loftinu. En hvers vegna eru handlaugar ekki þannig útbúnar að hægt sé að hækka þær og lækka eftir þörfum.

Þegar svara á fyrrnefndri spurningu kemur strax önnur spurning í hugann; hverjir ráða mestu um það hvort baðherbergið breytist og þróast í framtíðinni?Í fyrstu er eðlilegast að svara þeirri spurningu með því að það sé að sjálfsögðu húseigendur og þeir sem eiga að búa við baðherbergið.

En það er ekki svo einfalt, eru það þá lagnahönnuðir?

Nei, þeir sem ráða ferðinni eru arkitektar eða þeir sem hanna hús og hýbýli. Það verður að segjast eins og er, að þeir eru að mörgu leyti staðnaðir í hönnun baðherbergja, því miður.

Í fjölbýlishúsum er baðið alltaf eins, uppröðun tækja nánast alltaf sú sama, þar er ekki fjölbreytninni fyrir að fara.

Baðherbergið er þó sú vistarvera sem húseigandinn leggur hvað mest upp úr og þar hikar hann ekki við að kaupa dýrustu tækin, þar fær fagurfræðin oft að ráða meiru en gagnsemin.

Hvað getur breyst?

Myndaniðurstaða fyrir bathrooms futureÞað er að sjálfsögðu engin ástæða til að breyta breytinganna vegna, en það eru þó nokkur atriði sem vert er að benda á að gætu breyst og að þær breytingar yrðu jafnframt til bóta.Skoðum fyrst baðkerið, sem hefur nánast tekið þeirri einu breytingu á þessari öld að vera nú smíðuð úr plötustáli en var áður úr steypujárni, breyting sem fyrst og fremst byggist á hagkvæmni í framleiðslu, en ekki af því að verið sé að þjóna neytandanum.

Baðkerið hefur einnig alltaf tekið mið af stærð baðherbergisins, þá kemur ein spurningin enn.

Eru baðkerin ekki of lítil?

Það er einmitt mergurinn málsins, þetta eru óttalegar kytrur og að jafnvel óhagkvæmar, sérstaklega fyrir eldra fók og hreyfihamlað.

Hvers vegna eru ekki notuð meira tvíbreið baðker eins og tvíbreið rúm, þau eru vissulega fáanleg?

Hvernig litist mönnum á baðker með opnun á hliðinni svo hægt sé að ganga inn í þau á jafnsléttu?

Meira að segja svoleiðis baðker eru til.

Þá er það handlaugin, þetta nauðsynlega tæki til að þvo sér, raka sig (fyrir þá sem vex skegg) og til að bursta tennurnar.

Þeir sem nota handlaugina eru æði misháir í loftinu og á ýmsum aldri. Flestar handlaugar eru í dag fastar í borði, það þykja ótvíræð þægindi að geta lagt frá sér ýmsa hluti sem nauðsynlegir eru við þvott og snyrtingu. En hvers vegna eru handlaugar ekki þannig útbúnar að þær sé hægt að hækka eða lækka allt eftir þörfum þess sem handlaugina notar?

Það er í sjálfu sér ekkert tæknilegt því til fyrirstöðu.

Vatnssalernið hefur lítið breyst frá því það kom fyrst fram á sjónarsviðið. Þróunin í dag er sú að fleiri og fleiri nota vegghengd salerni, ekki þau sem standa á gólfi. Þetta er til mikilla þæginda við að halda baðinu hreinu og mörgum finnst það einnig til prýði.

En aðalbreytingin í framtíðinni verður líklega sú að baðherbergin stækka, inn í þau koma jafnvel fleiri tæki svo sem til líkamsræktar.

Umfram allt þurfa arkitektarnir að vakna og gera sér grein fyrir auknum möguleikum með léttum veggjum úr prófílstáli, það eykur frelsið við skipulagningu tækja.