Úrkoma er mæld með nokkrum gerðum mælitækja. Hér á landi eru nú um 80 mannaðar veðurstöðvar sem mæla úrkomu. Úrkoma er einnig mæld á um 60 sjálfvirkum stöðvum sem Veðurstofan og Landsvirkjun reka. Mönnuðum stöðvum fer fækkandi en sjálfvirkum fjölgandi.Magn úrkomu er gefið upp í millimetrum (mm), 5 mm úrkoma jafngildir því að 5 mm lag af vatni hafi lagst yfir alla jörðina í námunda við úrkomumælinn.Þetta magn jafngildir 5 lítrum á fermetra.Staðarval fyrir úrkomumæla getur verið erfitt. Æskilegt er að forðast staði þar sem nálæg hús, önnur mannvirki eða trjágróður geta truflað vind þannig að úrkoma beinist sérstaklega frá eða að mælinum.
Úrkomumælingar – Aðferðafræðin
Grein/Linkur: Hver er aðferðafræðin við úrkomumælingar?
Höfundur: Trausti Jónsson
.
.
Nóvember 2011
Hver er aðferðafræðin við úrkomumælingar?
Sé vatn í mælinum er því hellt í mæliglasið og er hægt að gera það úti eða inni eftir vild.Sé snjór eða ís í mælinum er efra hylkið og brúsinn tekinn inn og snjórinn bræddur, en jafnskjótt er sett út annað hylki og brúsi. Um leið og snjórinn er þíddur, er hellt í mæliglasið og lesið á það. Þess skal gætt að setja ekki snjóinn eða ísinn, sem bræða skal, of nærri ofni eða hitunartæki, þó að gott sé að þiðnunin taki sem stystan tíma. Ekki má vatnið hitna eftir að ísinn er bræddur, heldur skal það mælt strax svo að ekkert gufi upp. Gæta þarf þess að missa ekki dropa niður þegar hellt er í mæliglasið og skiljið ekkert eftir. Drjúgur dropi getur orðið eftir í brúsanum ef hirðuleysislega er hellt úr honum.Ef vatnið kemst ekki allt í glasið í einu verður að mæla tvisvar eða oftar og leggja tölurnar saman. Ekki má hella neinu niður heldur skal glasið tæmt jafnóðum í sérstakt ílát svo að unnt sé að endurtaka mælinguna. Sé snjór eða ís í mælinum verður hann að bráðna áður en mælt er. Taka verður báða hólka mælisins inn auk brúsans hafi snjór sest innan á neðri hólkinn. Aðrir eru settir í staðinn. Hægt er að bræða snjó og ís á þrennan hátt (varist mjög heitt vatn):
- Hólkarnir með brúsanum settir ofan í volgt vatn og hafðir þar þar til snjórinn er bráðnaður. Leggið lok eða spjald ofan á op efri hólks til að draga úr uppgufun.
- Leggið klút vættan í volgu vatni utan um hólkana og brúsann til að flýta bráðnun. Leggið lok eða spjald ofan á op til að draga úr uppgufun. Ekki má láta vatn renna á hólkinn.
- Hægt er að hella volgu vatni ofan í hólk/brúsa til að flýta bráðnun. Vatnsmagnið verður að mæla nákvæmlega áður í mæliglasinu. Þegar snjórinn er bráðnaður er mælt á venjulegan hátt. Það magn af volgu vatni sem bætt var við, er síðan dregið frá heildartölunni. Þetta er fljótlegasta aðferðin, en jafnframt sú vandasamasta.
Þegar snjóar í hvassviðri er hætt við að úrkoman mælist mjög laklega. Athugunarmenn eru beðnir að skrá í athugasemdir ef þeim virðist úrkoman hafa verið meiri en mælingin gefur til kynna.
Úrkomumælingar á sjálfvirkum stöðvum
Tæki frá nokkrum framleiðendum eru í notkun hér á landi en í meginatriðum skiptast mælarnir í tvær gerðir. Annars vegar er úrkoman vegin í sífellu eftir því sem hún safnast í mælifötuna, en hins vegar er notað svonefnt vegasalt. Lítið mál tekur við úrkomunni úr trektinni.