Náttúrulaugar – Giljaböð Húsafelli

Grein/Linkur: Giljaböðin talin ein þau bestu

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

.

Febrúar 2022

Giljaböðin talin ein þau bestu

Gilja­böðin í Húsa­felli eru á lista ferðaskrif­stof­unn­ar Cult­ure Trip yfir það besta sem hægt er að upp­lifa á ferðalög­um árið 2022. Mælt er með því að heim­sækja böðin að kvöldi til yfir vet­ur­inn því þá sé mögu­lega hægt að sjá norður­ljós­in.

„Þessi nokkuð óþekkti staður opnaði ný­verið og eru öll innviði sjálf­bær og byggja á menn­ing­ar­arf­leifð staðar­ins eins og best er á kosið. Slakaðu á í nota­legu vatn­inu og taktu inn hið magnaða út­sýni í leiðinni,“ seg­ir um Gilja­böðin.

Gilja­böðin við Húsa­fell opnuðu fyr­ir fá­ein­um árum og hafa á skömm­um tíma orðið gríðarlega vin­sæl. Um er að ræða mann­gerðar laug­ar með nátt­úru­stein úr ná­grenn­inu og í þær er síðan veitt heitt vatn. Skipu­lagðar ferðir eru farn­ar frá Húsa­felli.

Fleira áhugavert: